Körfubolti

Reynsla Helga og Loga vó þungt á dramatískum lokamínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon hjá KR og Logi Gunnarsson hjá Njarðvík.
Helgi Már Magnússon hjá KR og Logi Gunnarsson hjá Njarðvík. Vísir/Stefán
KR og Njarðvík komust bæði í 1-0 í seríum sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. Framganga tveggja landsmanna á lokamínútunum átti mikinn þátt í því.

Reynsluboltarnir Helgi Már Magnússon hjá KR og Logi Gunnarsson hjá Njarðvík voru afar mikilvægir á lokakafla leikjanna en þeir voru saman með 19 stig í lokaleikhlutum leikjanna.

KR vann sex stiga sigur á Grindavík, 71-65, eftir að hafa náð mest 19 stiga forystu í lok þriðja leikhluta (55-36). Helgi Már Magnússon skoraði 8 af 17 stigum sínu á síðustu þremur mínútunum eftir að Grindvíkingar höfðu minnkað muninn í 59-57.

Njarðvík vann 88-82 sigur í framlengdum leik á móti Stjörnunni. Logi skoraði eina allra mikilvægustu körfu leiksins þegar hann setti niður þriggja stiga skot og kom Njarðvík í 84-79 þegar rúm hálf mínúta var eftir af framlengingunni.

Logi átti einnig stoðsendingu á Snorra Hrafnkelsson þegar hann kom Njarðvík í 81-79 stuttu áður.

Logi skoraði alls 19 stig í leiknum þar af komu ellefu þeirra í fjórða leikhluta og framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×