Lífið

Kynning á keppendum: Menntar sig og ferðast fyrir sigurlaunin

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úrslitaþáttur Ísland Got Talent verður í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 úr Got Talent Höllinni næstkomandi sunnudagskvöld. Sex atriði keppast um hylli dómara og áhorfenda í þeirri von að standa uppi sem sigurvegari og hljóta tíu milljónir króna að launum.

Til að hita upp fyrir úrslitakvöldið fengum við þátttakendurna sex til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Spurningarnar sem voru lagðar fyrir keppendur voru hvaðan þeir kæmu og hvers vegna þeir hefðu tekið þátt. Einnig hvar þeir sæu sig eftir fimm ár, hver sé uppáhaldsdómari keppandans og að lokum í hvað hann myndi nota milljónirnar tíu sem fást fyrir að sigra.

Bríet Íris kemur til með að loka Ísland Got Talent en hún verður síðust á sviðið. Í myndbandinu uppljóstrar hún hvaða lag hún ætlar að syngja á sunnudagskvöldið og einnig um hvað hún myndi gera með verðlaunaféð falli það henni í skaut.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.