Peter Dinklage og Hafþór Júlíus Björnsson.Vísir/EPA/Valli
Leikarinn Peter Dinklage, sem leikur Tyrion Lannister í Game of Thrones, var gestur Jon Stewart í Daily Show í Bandaríkjunum í gær. Þar sagði hann „sanna sögu“ af því þegar hann borðaði með Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem lék Fjallið.
Hann sagði frá því að þar hafi Hafþór pantað sjö heila kjúklinga.