Lífið

Jeremy Clarkson snýr aftur á BBC

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson. Vísir/Epa
Jeremy Clarkson mun snúa aftur á BBC sem gestakynnir í spurningaþættinum Have I Got News for You. Þetta kemur fram á síðu stöðvarinnar aðeins nokkrum vikum eftir að hann var rekinn úr þáttunum Top Gear, sem eru einnig sýndir á BBC. Hann hefur áður komið fram í spurningaþættinum, bæði sem kynnir og þátttakandi.

Jeremy Clarkson var rekinn sem þáttastjórnandi Top Gear eftir árás á Oisin Tymon, einn af framleiðanda þáttanna. Talsmaður BBC segir það komi þó ekki í veg fyrir að Clarkson geti komið fram í öðrum þáttum á stöðinni.

Clarkson var ekki kærður fyrir árásina. Uppsögninni var mikið mótmælt af aðdáendum þáttanna og er framtíð samstarfsmanna hans, Richard Hammond og James May, enn óráðin. Samningar þeirra munu renna út fljótlega. BBC hefur þó gefið út að þættirnir muni halda áfram.

Spurningaþátturinn sem Clarkson kemur fram í verður sýndur í Bretlandi 24.apríl.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×