Áhrif Bandaríkjanna á bíliðnaðinn Sindri Snær Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 14:45 Ameríski draumurinn - Chevrolet Corvette. Í tveimur síðustu greinum mínum fór ég yfir söguleg gildi bílaiðnaðarins í Japan og Þýskalandi en nú er röðin komin að Bandaríkjunum Norður Ameríku. Hvernig varð bandaríski bílamarkaðurinn svona mikilvægur og hvernig stendur hann í dag?Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna:* Chrysler Corporation: Einn af "stóru þremur" bílaframleiðendum Bandaríkjanna. Eiga Dodge, Jeep og Ram bifreiðamerkin en eru í eigu FIAT frá Ítalíu. * Ford Motor Company: Einn af "stóru þremur" bílaframleiðendum Bandaríkjanna. Eiga Lincoln bifreiðamerkið en eru einnig með sérstæðar deildir í Bretlandi, Þýskalandi og Ástralíu. Fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða bíla. * General Motors Corporation (GM): Einn af "stóru þremur" bílaframleiðendum Bandaríkjanna. Eiga Buick, Cadillac, Chevrolet, GMC, Holden, Opel og Vauxhall. Stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna og var jafnframt stærsti bílaframleiðandi heims í 77 ár. * Tesla Motors: Frægasti framleiðandi rafbíla í heiminum en jafnframt eitt af yngri bílamerkjum.Henry Ford.Litið til upphafsinsÍ lok 19. aldar voru ýmsar tilraunir gerðar í smíði fyrstu sjálfrennireiðanna. Sá sem er talinn hafa fyrstur Bandaríkjamanna sett saman véldrifna bifreið var Charles Edgar Duryea árið 1893. Sjálfur stofnandi Ford Motor Company, Henry Ford, smíðaði sinn fyrsta bíl þremur árum síðar en stofnaði svo fyrirtæki sitt 1903. Í kringum aldamótin spruttu upp bílafyrirtæki eins og gorkúlur í Bandaríkjunum. Bíllinn í þá daga var algjör munaðarvara. Þeir sem áttu bifreiðar voru mjög efnaðir og notuðu bílinn meira sem leikfang heldur en farartæki. Vegirnir í þá daga voru alls ekki ætlaðir bílum. Þeir voru yfirleitt grófir malarvegir ætlaðir hestum og hestvögnum. Lögin voru í þágu hestanna. Meðal annars voru lög um að ef bíllinn þinn hræddi hest við vinnu sína áttir þú að nema staðar og taka bíl þinn í sundur fyrir framan hestinn. Þegar hesturinn var orðinn nógu rólegur til að halda ferð sinni áfram gast þú sett bílinn þinn aftur saman og haldið áfram þinni leið.Alice Ramsey fyrir framan Maxwell bílinn sem hún ók þvert yfir Bandaríkin.Ökuþórar verða tilUm aldamótin voru undir 8.000 bílar í Bandaríkjunum. Um leið og nokkrir bílar voru komnir á götuna fór fólk að keppa á þeim til að sjá hver átti hraðasta bílinn en sú hegðun hefur alltaf loðað við Bandaríkjamenn. William K. Vanderbilt var einn þeirra sem hafði vel efni á að eignast bifreið. Hann fæddist inn í mikil auðæfi í New York borg og lék sér með farartæki og hraða allt sitt líf. Hann eignaðist fjölmarga bíla og árið 1904 náði hann því afreki að verða hraðasti maður á þurru landi þegar hann náði tæplega 149 km/klst á Mercedes-Benz bifreið. Hann ferðaðist reglulega til Evrópu og varð þar vitni af skipulögðum kappakstri sem honum fannst heillandi. Hann ákvað þess vegna sama ár að stofna til fyrstu alvöru kappaksturskeppninnar í Bandaríkjunum, Vanderbilt Cup. Þar með kveikti hann gríðarlegan áhuga New York búa á bílum en keppnin var mjög vinsæl. Ökuþórar komu jafnvel frá Evrópu til að keppa í Vanderbilt Cup og allir helstu bílaframleiðendur tóku þátt til þess að koma bílum sínum á framfæri, auk þess að peningaverðlaunin voru mjög há. Einnig sama ár, 1904, komu út Pope-Waverley rafbílarnir. Hingað til voru bílar almennt bensíndrifnir en Pope-Waverley áttu að henta konum betur þar sem þeir voru hljóðlátir, viðhaldsfríir og komust ekki of hratt.Ofurkonan á MaxwellÁrið 1909 gerðust undur og stórmerki þegar Alice Ramsey, 22 ára húsfrú, ásamt þremur öðrum konum keyrði þvert yfir Bandaríkin í fyrsta sinn í sögunni á Maxwell bifreið. Þetta var líklegast ein besta auglýsingaherferð allra tíma því að ferðin sýndi fram á styrkleika Maxwell bíla auk þess að sýna að þeir voru nógu einfaldir í akstri fyrir konur sem þótti stórt atriði í þá daga.Ford Model T.Almúginn getur keypt bíl Hinn sauðsvarti almúgi átti ekki möguleika á að eignast einkabíl fyrr en hinn byltingakenndi Ford Model T kom út árið 1908. Sá bíll var hugarfóstur Henry Ford sem átti að vera fyrsti bíll fólksins. Hann var ódýr í kaupum og rekstri, algengur og einfalt var að gera við hann sjálfur. Þetta var allt mögulegt út af því að hann var fyrsti bíllinn sem fjöldaframleiddur var í stórum stíl. Á tímabili var meira en helmingur allra framleiddra bíla Model T og má segja að þá fyrst hafi bandaríska þjóðin orðin ástfangin af hugmyndinni að bílnum. Nú gat hver fjölskylda öðlast það frelsi að geta ferðast um landið og öll erindi tóku styttri tíma. Bændur höfðu nú loksins farartæki til að skjótast í verslunarferðir og aðstoða við vinnuna ásamt því að heimavinnandi húsmæður fengu loks tækifæri til að komast út úr húsi og jafnvel út fyrir lóðamörkin. Henry Ford fékk eina snilldarhugmyndina enn þegar hann fékk allra besta fólk og búnað kvikmyndaheimsins til að útbúa vikuleg fræðslu- og auglýsingamyndbönd sem sýnd voru í flestum bíóhúsum til að fræða fólk um nýjungar og viðbætur sem það gat fengið á bílinn sinn ásamt því að kenna því á alls konar kosti bílsins. Ný vandamál urðu til við það að bíll var nú á hverju heimili. Vegir voru ennþá mjög frumstæðir og fóru þeir illa með bílana ásamt því að færðin gat orðið slæm í vondu veðri. Henry Ford átti stóran þátt í því að fyrstu malbikuðu vegirnir voru lagðir. Sá allra lengsti var Lincoln Highway sem náði þvert yfir Bandaríkin á milli austur- og vesturstrandar. Sem var einmitt leiðin sem Alice Ramsey fór á Maxwell bílnum, en sá vegur þótti svo mikilvægur að hann var lagður fyrst, mílu fyrir mílu.Cadillac LeSalle.GM vildi bita af kökunniGeneral Motors, með William Durant í fararbroddi, byrjaði sem Buick. Á næstu árum keypti Durant upp 20 fyrirtæki, m.a. Oldsmobile, Cadillac og Pontiac. Nokkrum árum síðar keypti hann Opel, Vauxhall og loks Chevrolet. GM tók næsta skrefið á eftir Ford í fjöldaframleiðslu bifreiða með því að kynna til leiks minni og ódýrari útgáfu af Cadillac sem hét LaSalle. Hann kom út sama ár og Model T hætti framleiðslu, 1927 og var hannaður af sannri ofurstjörnu bransans, Harley Earl. Earl hafði fengið orð á sér sem færasti bílahönnuður Bandaríkjanna sem hannaði og smíðaði mikilfenglega bíla fyrir fína og fræga fólkið. Forstjóri GM, Alfred Sloan, sá hæfileika Earl og réð hann sem yfirmann hönnunardeildar GM. LaSalle seldist mjög vel og varð næstum jafn vinsæll og Model T hafði verið seinustu tvo áratugi. Ástæðan fyrir þessu er að nú var fólk orðið mikið meðvitaðra um hönnun og stíl. Allir vildu láta sjá sig á fallega hönnuðum bíl og var LaSalle einn fáanlegur á viðráðanlegu verði. Á meðan Model T var hannaður af verkfræðingum til að hafa hann sem hagkvæmastan og ódýrastan var LaSalle með mjúkar línur og djúpa liti. Chrysler Airflow.Ford Model A leysir af Model TFólki brá mikið þegar Henry Ford tilkynnti að hann myndi hætta framleiðslu á Model T og beið fólk í mikilli eftirvæntingu eftir tilkynningu um arftaka Model T. Sú tilkynning kom ekki strax því að Henry Ford var varla byrjaður að hugsa út í næstu módellínu. Verksmiðjur Ford hættu framleiðslu í rúmt hálft ár. Arftakinn, Model A, kom út í desember 1927 og seldist strax upp. Verksmiðjurnar önnuðu engan veginn gríðarlegri eftirspurn en þó eftir rúmt ár höfðu selst ein milljón stykki. Model A var öllu álitlegri bíll en Model T. Hann var fagurfræðilega hannaður í þetta skiptið, fékkst í nokkrum útfærslum og fallegum litum. Ford hafði hitt í mark í annað sinn með því að hlusta á hvað almúginn vildi.Kreppan mikla 1930Kreppan skall á og fólk taldi sig ekki geta verið án bílsins. Það var tilbúið að fórna ýmsu öðru áður en að bíllinn fékk að fjúka. Alla langaði í bíl og flestir áttu bíl, sem hafði áhrif út á við. Þjóðvegasalerni, skyndibitastaðir með bílalúgu og bílabíó spruttu upp eins og gorkúlur. Fólk vildi verja sem mestum tíma í bílunum sínum enda kostaði bensínið mjög lítið í þá daga.StreamliningChrysler Airflow vakti upp hönnunarbyltingu árið 1934 þegar hann var fyrsti bandaríski bíllinn sem hafði verið hannaður í vindgöngum og leit hann allt öðruvísi út en allir bílar sem framleiddir höfðu verið fram að þessu. Hann var með stóra yfirbyggingu og öll ljós og bretti voru partur af yfirbyggingunni í staðinn fyrir að vera fest utan á bílinn. Hann seldist ekki vel, enda þótti hann heldur ólaglegur, en bílahönnuðir og verkfræðingar hinna bílaframleiðandanna tóku andköf. Hér eftir voru bílar almennt hannaðir eftir grunnhugmyndinni af Airflow, bæði útlitslega og verkfræðilega séð. Um þann tíma þegar Chrysler Airflow varð til greip um sig æði á framtíðinni í Bandaríkjunum. Allt frá húsgögnum upp í stærðarinnar byggingar urðu í laginu eins og fólk sá framtíðina fyrir sér og farartæki voru engin undantekning. Farartæki voru nú hönnuð til að kljúfa loftið á sem hagkvæmastan hátt og yfirleitt í vindgöngum. Sú hönnun var kölluð Streamlining.Willis herbíll.Seinni heimstyrjöld hafði áhrifÞegar Bandaríkin tóku þátt í seinni heimstyrjöldinni staðnaði öll bílaframleiðsla. Eins og í öðrum löndum sem tóku þátt í stríðinu voru verksmiðjur notaðar til framleiðslu á hergögnum. Chevrolet framleiddi hertrukka og vélar í stærri herflugvélar. Cadillac framleiddi vélar í M5 skriðdrekann og parta í flugvélar. Buick framleiddi Hellcat Tank Destroyer. Studebaker framleiddi vélarnar í Flying Fortress. Henry Ford sagðist geta fjöldaframleitt herfarartæki og þá ef til vill flugvélar, en enginn trúði honum. Hann endaði á því að geta framleitt sprengjuflugvél á klukkustund allan sólarhringinn.Yfirvöld í Bandaríkjunum settu af stað hönnunarkeppni á herjeppa. Nokkur fyrirtæki tóku þátt en bjuggust flestir við að Ford myndi vinna. Willys Overland vann og fór Willys herjeppinn í framleiðslu. Fljótt kom í ljós að Willys myndi alls ekki ná að framleiða jeppann nógu hratt svo að samningurinn endaði í höndum Ford sem náði að framleiða 30 jeppa á klukkustund hannaða af Willys Overland.Hot Rod bíll.Sigrinum fagnaðEftir stríð greip um sig meira bílaæði í Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Hermenn sem nýkomnir voru heim fóru fljótt að leita sér að bílum til að eignast. Það voru hins vegar engir nýir bílar til. Allar bílaverksmiðjur voru núna útbúnar til að framleiða hergögn og þeir fáu bílar sem voru fáanlegir nýir voru hannaðir áður en stríðið byrjaði. Árið 1949 voru hjólin farin að snúast að nýju og fyrstu bílarnir af nýjustu kynslóð byrjuðu að streyma úr verksmiðjunum. Sigur Bandaríkjanna í stríðinu, líkt og ósigur Japana og Þjóðverja sem ég hef skrifað um áður, hafði mikil áhrif á anda þjóðarinnar. Ólíkt í Japan og Þýskalandi stækkaði allt, fékk á sig skærari lit, glansaði og rafvæddist. Það átti sérstaklega við um bílana. Þeir urðu mjög stórir og héldu áfram að stækka næstu 2-3 áratugina. Þeir fengu á sig sífellt stærri og fleiri krómaða parta og litirnir urðu djarfari. Allt varð rafdrifið í dýrari bílunum og sjálfskiptingar hölluðu sér völl. GM hélt árlega gríðarlega íburðarmikla bílasýningu í New York til að sýna nýjustu týpur bíla sinna hannaða af Harley Earl. Það komu nýir bílar á hverju ári sem þýddi að bílar seinasta árs voru orðnir úreldir og það skilaði sér til fólksins. Allir þurftu nú að eignast nýjustu árgerðina því hún var svo miklu betri en sú sem á undan gekk. Ford var heldur eftir á í hönnun og dró þess vegna úr sölu þeirra. Ford ætlaði að endurheimta efsta sætið með því að gera bíla sína öruggari. Þeir settu svamp í innréttingar til að minnka höggið við árekstur og einnig bílbelti, ásamt því að byrja með árekstrarprófanir, en fólki hreinlega stóð alveg á sama. Það vildi bara stóra, djarfa og glansandi bíla með stórum vélum. Eftir því sem bílar stækkuðu, stækkuðu líka uggarnir aftan á flottustu bílunum. Uggarnir (Fins) áttu að vinna á móti loftmótstöðu, að sögn framleiðenda, en voru í raun bara það sem fólkið þráði. Bíllinn með stærstu uggana sem markaði endalok þessa tímabils var jafnframt seinasti bíll sem Harley Earl hannaði. Það var hinn 5,7 m langi, 2.300 kg þungi, 325 hestafla, al-rafdrifni og sjálfskipti Cadillac De Ville.Hraðbrautir og unglingarNú voru bílarnir svo margir að þeir reyndu á þolmörk bandaríska vegakerfisins. Fólk sat í umferðarteppu á leið til vinnu og svo aftur frá vinnu. Yfirvöld og stéttarfélög gerðu sér grein fyrir vandamálinu og var 186 milljörðum bandaríkjadala hiklaust eytt í smíði hraðbrauta. Gamlir bílar voru orðnir svo ódýrir að ungt fólk gat keypt þá. Það átti hlut í að búa til nýyrðið "unglingar" sem var áður tiltölulega óþekkt. Nýr andi í samfélaginu, aukið frelsi með bílaeign og rokktónlist ýtti undir stjórnleysi ungmenna á þessum tíma. Ungmenni fengu sér gamla ónýta bíla, gerðu þá upp og voru frá heimilinu heilu næturnar á rúntinum. Kvikmyndaiðnaðurinn tók við sér og léku Marlon Brando og James Dean ásamt ótal fleiri leikurum þessi nýju hlutverk "unglinganna". Ungir menn fengu sér gjarnan hræódýr hræ af t.d. Ford Model A, rifu bílana í sundur og smíðuðu sína eigin öflugri, léttari og hættulegri útgáfu af bílnum sem gat jafnvel verið óþekkjanlegur eftir breytinguna. Þessi flokkur breyttra bíla fékk snemma nafnið Hot Rods og var eitt vinsælasta tímarit Bandaríkjanna um áratugaskeið einmitt tileinkað þeim. Með tilkomu Hot Rods urðu götuspyrnur algengar. Þær voru bæði hættulegar og ólöglegar. Þess vegna urðu til skipulagðar kvartmílukeppnir á nýjum kvartmílubrautum sem gerðu spyrnur bæði löglegar og að íþrótt. Upp úr Hot Rods fóru bílaframleiðendur að hanna hraðari, hrárri og grófari útgáfur af bílum. Þeir voru tveggja dyra, frekar stórir og með stóra V8 vél sem var ekki feimin við að láta heyrast í sér. Muscle Cars eða vöðvabílar urðu til. Einar helstu goðsagnir bandaríska bílaiðnaðarins eru vöðvabílar, t.d. Ford Mustang, Dodge Challenger, Chevrolet Camaro og svo lengi mætti telja.Ford F-150Innrás sæta Þjóðverjans og litlu JapanannaEinn mikilvægasti bíll sögu Bandaríkjanna var ekki bandarískur. Árið 1949 kom fyrsta Volkswagen Beetle, eða Bug eins og bandaríkjamenn kalla hana, yfir Atlantshafið. Hún seldist ekki vel í fyrstu, var frekar aðhlátursefni fyrir kanann sem var vanur helmingi stærri bílum með fimmfalt stærri vélum. Á sjötta áratug seinustu aldar sótti Bjallan þó í sig veðrið í Bandaríkjunum því hún byrjaði að mokseljast. Háskólakrakkar þurftu bíla sem voru ódýrir í alla staði og fyrr en varir voru háskólabílastæðin full af Bjöllum. Við þeim tóku hipparnir, sem voru gríðarlega hrifnir af ímyndinni sem Bjallan hafði. Árið 1957 var haldin fyrsta sýningin á innfluttum bílum í Bandaríkjunum og birtust tveir pinkulitlir japanskir kandidátar á sýningargólfið, Toyota Bluebird og Datsun Fairlady. Þeim var ekki tekið vel enda hentuðu þeir engan vegin bandarískum aðstæðum. Datsun seldu einungis 52 bíla í öllum Bandaríkjunum árið 1958. Manni að nafni Yutaka Katayama var falið það ómögulega verkefni að búa til net umboða um Bandaríkin og rífa upp sölu Datsun. En hann kunni ekki einu sinni ensku. Katayama gekk sjálfur á milli bílasala og bauð eigendum þeirra að selja glænýja Datsun. Flestir neituðu en örfáir voru til í að láta á það reyna. Bílarnir voru þróaðir fyrir bandarískar aðstæður á örfáum mánuðum og var Bjallan alltaf viðmiðið. Henni hafði gengið vel á þessum markaði og þess vegna var sjálfsagt að miða útfrá henni. Eftir örskamman þróunartíma fengu bílasölurnar glænýja Datsun sem fóru hægt og rólega að seljast. Bílasölurnar breyttust í umboð, sala jókst og peningarnir flæddu inn. Það var svo árið 1973 þegar sala japanskra bíla rauk upp úr öllu valdi út af olíukrísunni svokölluðu. Bensín varð skyndilega svo dýrt að biðraðir mynduðust við þær bensínstöðvar sem buðu ennþá upp á bensín og dælurnar tæmdust á endanum. Japönsku bílarnir eyddu að minnsta kosti helmingi minna bensíni en þeir bandarísku og yfirleitt gott betur en það. Þeir ruku upp í bæði sölu og verði og bensínhákar hættu að seljast. Talað var um að ekki var hægt að gefa nýjan Cadillac því enginn gat rekið hann. Eigendur bílasalanna sem tekið höfðu þá áhættu að selja Datsun og Toyota urðu mjög efnaðir og úr varð eitt gæfusamasta millilandasamstarf sem vitað er um. Það sem bætti ímynd japanskra bíla var að þeir voru gríðarlega mikið vandaðri en þeir bandarísku. Þeir voru vanalega ekki eins vel útbúnir, enda voru þeir talsvert ódýrari, en þeir voru mikið hagkvæmari, ódýrari í rekstri og þurftu miklu minna viðhald. Bandarískir bílar höfðu versnað til muna. Bandarískum framleiðendum hafði gengið svo vel í svo langan tíma að þeir voru hættir að vanda sig. Bílar þeirra voru þekktir fyrir það að vera hlaðnir tækni en hún átti það svo til að bila jafnóðum. Þeir skiluðu litlu afli útúr stórum vélum, eyddu gríðarlega miklu eldsneyti, voru orðnir of stórir og allir aksturseiginleikar voru úr sögunni sökum þyngdar. Þetta ýtti hinum almenna bílakaupanda enn frekar í átt að japönsku bílunum. Frægt dæmi var þegar maður að nafni Eddie Campos keypti sér Lincoln Continental 1970 árgerð og bíllinn hætti að virka eftir 11 km akstur. Eftir það var bíllinn ýmist inni á verkstæði eða bilaður við vegkantinn. Eftir að umboðið sagðist ekki geta gert meira fyrir hann ákvað hann að leggja bílnum fyrir framan verksmiðjuna þar sem Ford og Lincoln bílar eru framleiddir og kveikti í honum. Sagan um Eddie Campos fór um eins og eldur í sinu og kynti undir bál samlanda hans sem voru orðnir hundleiðir á litlum gæðum bandarískra bíla og keyptu næst japanskt. Það skrítna er að þegar bæði japönsk og þýsk bílafyrirtæki voru gjörsamlega búin að tröllríða bandaríska markaðnum var frekar stutt frá því að þessar þjóðir voru í stríði við Bandaríkin.Áföllin urðu fleiriEftir þetta mikla högg hafa bandarískir bílaframleiðendur reynt eftir bestu getu að ná sér aftur á strik, bæði í gæðum og sölu. Á því tímabili hafa margir framleiðendur heyrt sögunni til og þeir framleiðendur sem eftir standa hafa þurft að ganga í gegnum alls kyns örðugleika. Stærstur þeirra var þegar mengun varð svo mikil í stórborgum að hún fór iðulega vel yfir hættumörk og skyggni varð slæmt. Eitthvað þurfti að gera í þessu og bjó ríkisstjórnin til lög varðandi eyðslu og mengun og hafa bílaframleiðendur seinustu áratugi fyrst og fremst keppst að því að láta bíla sína eyða og menga minna. Ekki virtist líklegt að bílaeign myndi minnka. Um miðjan 9. áratug seinustu aldar hækkaði olíuverð aftur sem varð aftur sem kjaftshögg á bandarísku framleiðendurna. Þess vegna kemur eflaust svolítið á óvart að í enda 9. áratugarins og á þeim 10. greip um sig jeppaæði í Bandaríkjunum sem fylgdi svo eftir hingað til Íslands og jafnvel til meginlands Evrópu. Stóru þrír bílaframleiðendur Bandríkjanna, Chrysler, Ford og GM fjárfestu mikið út fyrir landsteinana á 9. og 10. áratugnum. Þeir keyptu upp mikið af litlum fyrirtækjum, meðal annars Volvo, Saab, Aston Martin, Jaguar og Rover ásamt því að kaupa hlut í stórum framleiðendum, eins og FIAT, Subaru, Mitsubishi, Suzuki o.fl. Þegar kreppan skall á árið 2008 var olíuverð mjög hátt sem varð tvöfalt áfall fyrir stóru þrjá framleiðendurna. Til þess að halda lífi seldu þeir meira og minna allt sem þeir höfðu keypt upp nokkrum árum áður. GM og Chrysler fóru á hausinn og bjargaði bandaríska ríkið þeim með fjárhagsaðstoð. GM fékk margfalt meiri aðstoð enda tók FIAT yfir Chrysler. Ford var eini framleiðandinn sem lifði herlegheitin af en þó bara rétt svo með því að selja nánast allt stórveldið sem þeir höfðu orðið. Síðan þá hafa hlutirnir þróast ótrúlega hratt. Allir þrír framleiðendur standa betur í dag, framleiða mikið betri bíla og framtíð þeirra er mun bjartari en hún var fyrir nokkrum árum síðan.AkstursíþróttirNASCAR: Akstursíþróttir eru nokkuð vinsælar í Bandaríkjunum en ein þeirra er alveg sérstakt fyrirbæri sem þekkist ekki annars staðar í heiminum. Þegar áfengissala var bönnuð í Bandaríkjunum voru landasalar hröðustu ökumennirnir í landinu. Þeir breyttu bílunum sínum til að vera tilbúnir til að stinga yfirvöld af ef þeir kæmust í hann krappann. Snemma fóru landasalarnir í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna að keppa sín á milli til að úrskurða hver ætti hraðasta bílinn. Þetta var gjarnan gert á frídögum um helgar og færðist með tímanum frá götum yfir á stór malarplön þar sem þeir kepptu í hringi. Loks varð til NASCAR keppnin. Næstu áratugi sístækkaði áhorfendaskarinn og hann færðist úr grasbrekkum í áhorfendastúkur.Sögulegir bílarFord Model T: Fyrsti "bíll fólksins". Fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í stórum stíl og á tímabili voru fleiri Model T framleiddir en allir aðrir bílar í heiminum samanlagt. Model T gaf bandarísku þjóðinni frelsi því að hann var fyrsti bíllinn sem almennur borgari hafði efni á að kaupa og reka. Hann var frekar einfaldur í smíðum og var hægt að fá alls kyns aukahluti á hann til að hjálpa við t.d. landbúnað o.fl. Willys Jeep: Fyrsti almennilegi jeppinn. Orðið "jeppi" varð meira að segja til sökum hans. Willys átti þó nokkurn þátt í velgengni bandaríska hersins í marga áratugi og seldist vel til almennra borgara sem bæði landbúnaðartæki og farartæki í sveitinni. Chrysler Airflow: Einn af fyrstu bílunum sem var í laginu eins og bílar eru í dag. Hann var hlaðinni nýrri tækni og nýrri hugsun. Hann var ekki byggður á grind eins og nánast allir bílar í þá daga og var meira að segja hannaður í vindgöngum sem þekktist ekki utan flugvélabransans. Chevrolet Corvette: Ofurbíll Bandaríkjanna. Aðrir ofurbílar hafa komið frá Bandaríkjunum en enginn þeirra hefur notið eins mikilla vinsælda, unnið eins marga kappakstra eða verðskuldað eins mikla virðingu. Fyrst var hann einungis fáanlegur með blæju árið 1953 og var hann upphaflega hannaður af Harley Earl. Síðan þá hafa 6 aðrar kynslóðir verið gefnar út og allar þeirra hafa getað keppt við dýrari sambærilega evrópska ofurbíla. Ford F-sería: Mest seldi bíll Bandaríkjanna seinustu 32 ár og lang vinsælasti pallbíll í heimi. Frá árinu 1948 hefur hann verið talinn besti pallbíllinn fyrir peninginn og hefur hann aðstoðað margan verkamanninn á sinni lífstíð. Tesla Model S: Líklega fyrsti rafbíllinn sem kemst jafn langt á hleðslu og venjulegur fólksbíll kemst á einum bensíntank án þess að fórna notagildi. Hann er stór, kraftmikill, hefur sæti fyrir 7 og er ódýr í rekstri. Þrátt fyrir að vera dýr í kaupum getur Model S reynst hagstæður í löndum gædd ódýrri raforku og er hann mest seldi bíll Noregs. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Í tveimur síðustu greinum mínum fór ég yfir söguleg gildi bílaiðnaðarins í Japan og Þýskalandi en nú er röðin komin að Bandaríkjunum Norður Ameríku. Hvernig varð bandaríski bílamarkaðurinn svona mikilvægur og hvernig stendur hann í dag?Helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna:* Chrysler Corporation: Einn af "stóru þremur" bílaframleiðendum Bandaríkjanna. Eiga Dodge, Jeep og Ram bifreiðamerkin en eru í eigu FIAT frá Ítalíu. * Ford Motor Company: Einn af "stóru þremur" bílaframleiðendum Bandaríkjanna. Eiga Lincoln bifreiðamerkið en eru einnig með sérstæðar deildir í Bretlandi, Þýskalandi og Ástralíu. Fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða bíla. * General Motors Corporation (GM): Einn af "stóru þremur" bílaframleiðendum Bandaríkjanna. Eiga Buick, Cadillac, Chevrolet, GMC, Holden, Opel og Vauxhall. Stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna og var jafnframt stærsti bílaframleiðandi heims í 77 ár. * Tesla Motors: Frægasti framleiðandi rafbíla í heiminum en jafnframt eitt af yngri bílamerkjum.Henry Ford.Litið til upphafsinsÍ lok 19. aldar voru ýmsar tilraunir gerðar í smíði fyrstu sjálfrennireiðanna. Sá sem er talinn hafa fyrstur Bandaríkjamanna sett saman véldrifna bifreið var Charles Edgar Duryea árið 1893. Sjálfur stofnandi Ford Motor Company, Henry Ford, smíðaði sinn fyrsta bíl þremur árum síðar en stofnaði svo fyrirtæki sitt 1903. Í kringum aldamótin spruttu upp bílafyrirtæki eins og gorkúlur í Bandaríkjunum. Bíllinn í þá daga var algjör munaðarvara. Þeir sem áttu bifreiðar voru mjög efnaðir og notuðu bílinn meira sem leikfang heldur en farartæki. Vegirnir í þá daga voru alls ekki ætlaðir bílum. Þeir voru yfirleitt grófir malarvegir ætlaðir hestum og hestvögnum. Lögin voru í þágu hestanna. Meðal annars voru lög um að ef bíllinn þinn hræddi hest við vinnu sína áttir þú að nema staðar og taka bíl þinn í sundur fyrir framan hestinn. Þegar hesturinn var orðinn nógu rólegur til að halda ferð sinni áfram gast þú sett bílinn þinn aftur saman og haldið áfram þinni leið.Alice Ramsey fyrir framan Maxwell bílinn sem hún ók þvert yfir Bandaríkin.Ökuþórar verða tilUm aldamótin voru undir 8.000 bílar í Bandaríkjunum. Um leið og nokkrir bílar voru komnir á götuna fór fólk að keppa á þeim til að sjá hver átti hraðasta bílinn en sú hegðun hefur alltaf loðað við Bandaríkjamenn. William K. Vanderbilt var einn þeirra sem hafði vel efni á að eignast bifreið. Hann fæddist inn í mikil auðæfi í New York borg og lék sér með farartæki og hraða allt sitt líf. Hann eignaðist fjölmarga bíla og árið 1904 náði hann því afreki að verða hraðasti maður á þurru landi þegar hann náði tæplega 149 km/klst á Mercedes-Benz bifreið. Hann ferðaðist reglulega til Evrópu og varð þar vitni af skipulögðum kappakstri sem honum fannst heillandi. Hann ákvað þess vegna sama ár að stofna til fyrstu alvöru kappaksturskeppninnar í Bandaríkjunum, Vanderbilt Cup. Þar með kveikti hann gríðarlegan áhuga New York búa á bílum en keppnin var mjög vinsæl. Ökuþórar komu jafnvel frá Evrópu til að keppa í Vanderbilt Cup og allir helstu bílaframleiðendur tóku þátt til þess að koma bílum sínum á framfæri, auk þess að peningaverðlaunin voru mjög há. Einnig sama ár, 1904, komu út Pope-Waverley rafbílarnir. Hingað til voru bílar almennt bensíndrifnir en Pope-Waverley áttu að henta konum betur þar sem þeir voru hljóðlátir, viðhaldsfríir og komust ekki of hratt.Ofurkonan á MaxwellÁrið 1909 gerðust undur og stórmerki þegar Alice Ramsey, 22 ára húsfrú, ásamt þremur öðrum konum keyrði þvert yfir Bandaríkin í fyrsta sinn í sögunni á Maxwell bifreið. Þetta var líklegast ein besta auglýsingaherferð allra tíma því að ferðin sýndi fram á styrkleika Maxwell bíla auk þess að sýna að þeir voru nógu einfaldir í akstri fyrir konur sem þótti stórt atriði í þá daga.Ford Model T.Almúginn getur keypt bíl Hinn sauðsvarti almúgi átti ekki möguleika á að eignast einkabíl fyrr en hinn byltingakenndi Ford Model T kom út árið 1908. Sá bíll var hugarfóstur Henry Ford sem átti að vera fyrsti bíll fólksins. Hann var ódýr í kaupum og rekstri, algengur og einfalt var að gera við hann sjálfur. Þetta var allt mögulegt út af því að hann var fyrsti bíllinn sem fjöldaframleiddur var í stórum stíl. Á tímabili var meira en helmingur allra framleiddra bíla Model T og má segja að þá fyrst hafi bandaríska þjóðin orðin ástfangin af hugmyndinni að bílnum. Nú gat hver fjölskylda öðlast það frelsi að geta ferðast um landið og öll erindi tóku styttri tíma. Bændur höfðu nú loksins farartæki til að skjótast í verslunarferðir og aðstoða við vinnuna ásamt því að heimavinnandi húsmæður fengu loks tækifæri til að komast út úr húsi og jafnvel út fyrir lóðamörkin. Henry Ford fékk eina snilldarhugmyndina enn þegar hann fékk allra besta fólk og búnað kvikmyndaheimsins til að útbúa vikuleg fræðslu- og auglýsingamyndbönd sem sýnd voru í flestum bíóhúsum til að fræða fólk um nýjungar og viðbætur sem það gat fengið á bílinn sinn ásamt því að kenna því á alls konar kosti bílsins. Ný vandamál urðu til við það að bíll var nú á hverju heimili. Vegir voru ennþá mjög frumstæðir og fóru þeir illa með bílana ásamt því að færðin gat orðið slæm í vondu veðri. Henry Ford átti stóran þátt í því að fyrstu malbikuðu vegirnir voru lagðir. Sá allra lengsti var Lincoln Highway sem náði þvert yfir Bandaríkin á milli austur- og vesturstrandar. Sem var einmitt leiðin sem Alice Ramsey fór á Maxwell bílnum, en sá vegur þótti svo mikilvægur að hann var lagður fyrst, mílu fyrir mílu.Cadillac LeSalle.GM vildi bita af kökunniGeneral Motors, með William Durant í fararbroddi, byrjaði sem Buick. Á næstu árum keypti Durant upp 20 fyrirtæki, m.a. Oldsmobile, Cadillac og Pontiac. Nokkrum árum síðar keypti hann Opel, Vauxhall og loks Chevrolet. GM tók næsta skrefið á eftir Ford í fjöldaframleiðslu bifreiða með því að kynna til leiks minni og ódýrari útgáfu af Cadillac sem hét LaSalle. Hann kom út sama ár og Model T hætti framleiðslu, 1927 og var hannaður af sannri ofurstjörnu bransans, Harley Earl. Earl hafði fengið orð á sér sem færasti bílahönnuður Bandaríkjanna sem hannaði og smíðaði mikilfenglega bíla fyrir fína og fræga fólkið. Forstjóri GM, Alfred Sloan, sá hæfileika Earl og réð hann sem yfirmann hönnunardeildar GM. LaSalle seldist mjög vel og varð næstum jafn vinsæll og Model T hafði verið seinustu tvo áratugi. Ástæðan fyrir þessu er að nú var fólk orðið mikið meðvitaðra um hönnun og stíl. Allir vildu láta sjá sig á fallega hönnuðum bíl og var LaSalle einn fáanlegur á viðráðanlegu verði. Á meðan Model T var hannaður af verkfræðingum til að hafa hann sem hagkvæmastan og ódýrastan var LaSalle með mjúkar línur og djúpa liti. Chrysler Airflow.Ford Model A leysir af Model TFólki brá mikið þegar Henry Ford tilkynnti að hann myndi hætta framleiðslu á Model T og beið fólk í mikilli eftirvæntingu eftir tilkynningu um arftaka Model T. Sú tilkynning kom ekki strax því að Henry Ford var varla byrjaður að hugsa út í næstu módellínu. Verksmiðjur Ford hættu framleiðslu í rúmt hálft ár. Arftakinn, Model A, kom út í desember 1927 og seldist strax upp. Verksmiðjurnar önnuðu engan veginn gríðarlegri eftirspurn en þó eftir rúmt ár höfðu selst ein milljón stykki. Model A var öllu álitlegri bíll en Model T. Hann var fagurfræðilega hannaður í þetta skiptið, fékkst í nokkrum útfærslum og fallegum litum. Ford hafði hitt í mark í annað sinn með því að hlusta á hvað almúginn vildi.Kreppan mikla 1930Kreppan skall á og fólk taldi sig ekki geta verið án bílsins. Það var tilbúið að fórna ýmsu öðru áður en að bíllinn fékk að fjúka. Alla langaði í bíl og flestir áttu bíl, sem hafði áhrif út á við. Þjóðvegasalerni, skyndibitastaðir með bílalúgu og bílabíó spruttu upp eins og gorkúlur. Fólk vildi verja sem mestum tíma í bílunum sínum enda kostaði bensínið mjög lítið í þá daga.StreamliningChrysler Airflow vakti upp hönnunarbyltingu árið 1934 þegar hann var fyrsti bandaríski bíllinn sem hafði verið hannaður í vindgöngum og leit hann allt öðruvísi út en allir bílar sem framleiddir höfðu verið fram að þessu. Hann var með stóra yfirbyggingu og öll ljós og bretti voru partur af yfirbyggingunni í staðinn fyrir að vera fest utan á bílinn. Hann seldist ekki vel, enda þótti hann heldur ólaglegur, en bílahönnuðir og verkfræðingar hinna bílaframleiðandanna tóku andköf. Hér eftir voru bílar almennt hannaðir eftir grunnhugmyndinni af Airflow, bæði útlitslega og verkfræðilega séð. Um þann tíma þegar Chrysler Airflow varð til greip um sig æði á framtíðinni í Bandaríkjunum. Allt frá húsgögnum upp í stærðarinnar byggingar urðu í laginu eins og fólk sá framtíðina fyrir sér og farartæki voru engin undantekning. Farartæki voru nú hönnuð til að kljúfa loftið á sem hagkvæmastan hátt og yfirleitt í vindgöngum. Sú hönnun var kölluð Streamlining.Willis herbíll.Seinni heimstyrjöld hafði áhrifÞegar Bandaríkin tóku þátt í seinni heimstyrjöldinni staðnaði öll bílaframleiðsla. Eins og í öðrum löndum sem tóku þátt í stríðinu voru verksmiðjur notaðar til framleiðslu á hergögnum. Chevrolet framleiddi hertrukka og vélar í stærri herflugvélar. Cadillac framleiddi vélar í M5 skriðdrekann og parta í flugvélar. Buick framleiddi Hellcat Tank Destroyer. Studebaker framleiddi vélarnar í Flying Fortress. Henry Ford sagðist geta fjöldaframleitt herfarartæki og þá ef til vill flugvélar, en enginn trúði honum. Hann endaði á því að geta framleitt sprengjuflugvél á klukkustund allan sólarhringinn.Yfirvöld í Bandaríkjunum settu af stað hönnunarkeppni á herjeppa. Nokkur fyrirtæki tóku þátt en bjuggust flestir við að Ford myndi vinna. Willys Overland vann og fór Willys herjeppinn í framleiðslu. Fljótt kom í ljós að Willys myndi alls ekki ná að framleiða jeppann nógu hratt svo að samningurinn endaði í höndum Ford sem náði að framleiða 30 jeppa á klukkustund hannaða af Willys Overland.Hot Rod bíll.Sigrinum fagnaðEftir stríð greip um sig meira bílaæði í Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Hermenn sem nýkomnir voru heim fóru fljótt að leita sér að bílum til að eignast. Það voru hins vegar engir nýir bílar til. Allar bílaverksmiðjur voru núna útbúnar til að framleiða hergögn og þeir fáu bílar sem voru fáanlegir nýir voru hannaðir áður en stríðið byrjaði. Árið 1949 voru hjólin farin að snúast að nýju og fyrstu bílarnir af nýjustu kynslóð byrjuðu að streyma úr verksmiðjunum. Sigur Bandaríkjanna í stríðinu, líkt og ósigur Japana og Þjóðverja sem ég hef skrifað um áður, hafði mikil áhrif á anda þjóðarinnar. Ólíkt í Japan og Þýskalandi stækkaði allt, fékk á sig skærari lit, glansaði og rafvæddist. Það átti sérstaklega við um bílana. Þeir urðu mjög stórir og héldu áfram að stækka næstu 2-3 áratugina. Þeir fengu á sig sífellt stærri og fleiri krómaða parta og litirnir urðu djarfari. Allt varð rafdrifið í dýrari bílunum og sjálfskiptingar hölluðu sér völl. GM hélt árlega gríðarlega íburðarmikla bílasýningu í New York til að sýna nýjustu týpur bíla sinna hannaða af Harley Earl. Það komu nýir bílar á hverju ári sem þýddi að bílar seinasta árs voru orðnir úreldir og það skilaði sér til fólksins. Allir þurftu nú að eignast nýjustu árgerðina því hún var svo miklu betri en sú sem á undan gekk. Ford var heldur eftir á í hönnun og dró þess vegna úr sölu þeirra. Ford ætlaði að endurheimta efsta sætið með því að gera bíla sína öruggari. Þeir settu svamp í innréttingar til að minnka höggið við árekstur og einnig bílbelti, ásamt því að byrja með árekstrarprófanir, en fólki hreinlega stóð alveg á sama. Það vildi bara stóra, djarfa og glansandi bíla með stórum vélum. Eftir því sem bílar stækkuðu, stækkuðu líka uggarnir aftan á flottustu bílunum. Uggarnir (Fins) áttu að vinna á móti loftmótstöðu, að sögn framleiðenda, en voru í raun bara það sem fólkið þráði. Bíllinn með stærstu uggana sem markaði endalok þessa tímabils var jafnframt seinasti bíll sem Harley Earl hannaði. Það var hinn 5,7 m langi, 2.300 kg þungi, 325 hestafla, al-rafdrifni og sjálfskipti Cadillac De Ville.Hraðbrautir og unglingarNú voru bílarnir svo margir að þeir reyndu á þolmörk bandaríska vegakerfisins. Fólk sat í umferðarteppu á leið til vinnu og svo aftur frá vinnu. Yfirvöld og stéttarfélög gerðu sér grein fyrir vandamálinu og var 186 milljörðum bandaríkjadala hiklaust eytt í smíði hraðbrauta. Gamlir bílar voru orðnir svo ódýrir að ungt fólk gat keypt þá. Það átti hlut í að búa til nýyrðið "unglingar" sem var áður tiltölulega óþekkt. Nýr andi í samfélaginu, aukið frelsi með bílaeign og rokktónlist ýtti undir stjórnleysi ungmenna á þessum tíma. Ungmenni fengu sér gamla ónýta bíla, gerðu þá upp og voru frá heimilinu heilu næturnar á rúntinum. Kvikmyndaiðnaðurinn tók við sér og léku Marlon Brando og James Dean ásamt ótal fleiri leikurum þessi nýju hlutverk "unglinganna". Ungir menn fengu sér gjarnan hræódýr hræ af t.d. Ford Model A, rifu bílana í sundur og smíðuðu sína eigin öflugri, léttari og hættulegri útgáfu af bílnum sem gat jafnvel verið óþekkjanlegur eftir breytinguna. Þessi flokkur breyttra bíla fékk snemma nafnið Hot Rods og var eitt vinsælasta tímarit Bandaríkjanna um áratugaskeið einmitt tileinkað þeim. Með tilkomu Hot Rods urðu götuspyrnur algengar. Þær voru bæði hættulegar og ólöglegar. Þess vegna urðu til skipulagðar kvartmílukeppnir á nýjum kvartmílubrautum sem gerðu spyrnur bæði löglegar og að íþrótt. Upp úr Hot Rods fóru bílaframleiðendur að hanna hraðari, hrárri og grófari útgáfur af bílum. Þeir voru tveggja dyra, frekar stórir og með stóra V8 vél sem var ekki feimin við að láta heyrast í sér. Muscle Cars eða vöðvabílar urðu til. Einar helstu goðsagnir bandaríska bílaiðnaðarins eru vöðvabílar, t.d. Ford Mustang, Dodge Challenger, Chevrolet Camaro og svo lengi mætti telja.Ford F-150Innrás sæta Þjóðverjans og litlu JapanannaEinn mikilvægasti bíll sögu Bandaríkjanna var ekki bandarískur. Árið 1949 kom fyrsta Volkswagen Beetle, eða Bug eins og bandaríkjamenn kalla hana, yfir Atlantshafið. Hún seldist ekki vel í fyrstu, var frekar aðhlátursefni fyrir kanann sem var vanur helmingi stærri bílum með fimmfalt stærri vélum. Á sjötta áratug seinustu aldar sótti Bjallan þó í sig veðrið í Bandaríkjunum því hún byrjaði að mokseljast. Háskólakrakkar þurftu bíla sem voru ódýrir í alla staði og fyrr en varir voru háskólabílastæðin full af Bjöllum. Við þeim tóku hipparnir, sem voru gríðarlega hrifnir af ímyndinni sem Bjallan hafði. Árið 1957 var haldin fyrsta sýningin á innfluttum bílum í Bandaríkjunum og birtust tveir pinkulitlir japanskir kandidátar á sýningargólfið, Toyota Bluebird og Datsun Fairlady. Þeim var ekki tekið vel enda hentuðu þeir engan vegin bandarískum aðstæðum. Datsun seldu einungis 52 bíla í öllum Bandaríkjunum árið 1958. Manni að nafni Yutaka Katayama var falið það ómögulega verkefni að búa til net umboða um Bandaríkin og rífa upp sölu Datsun. En hann kunni ekki einu sinni ensku. Katayama gekk sjálfur á milli bílasala og bauð eigendum þeirra að selja glænýja Datsun. Flestir neituðu en örfáir voru til í að láta á það reyna. Bílarnir voru þróaðir fyrir bandarískar aðstæður á örfáum mánuðum og var Bjallan alltaf viðmiðið. Henni hafði gengið vel á þessum markaði og þess vegna var sjálfsagt að miða útfrá henni. Eftir örskamman þróunartíma fengu bílasölurnar glænýja Datsun sem fóru hægt og rólega að seljast. Bílasölurnar breyttust í umboð, sala jókst og peningarnir flæddu inn. Það var svo árið 1973 þegar sala japanskra bíla rauk upp úr öllu valdi út af olíukrísunni svokölluðu. Bensín varð skyndilega svo dýrt að biðraðir mynduðust við þær bensínstöðvar sem buðu ennþá upp á bensín og dælurnar tæmdust á endanum. Japönsku bílarnir eyddu að minnsta kosti helmingi minna bensíni en þeir bandarísku og yfirleitt gott betur en það. Þeir ruku upp í bæði sölu og verði og bensínhákar hættu að seljast. Talað var um að ekki var hægt að gefa nýjan Cadillac því enginn gat rekið hann. Eigendur bílasalanna sem tekið höfðu þá áhættu að selja Datsun og Toyota urðu mjög efnaðir og úr varð eitt gæfusamasta millilandasamstarf sem vitað er um. Það sem bætti ímynd japanskra bíla var að þeir voru gríðarlega mikið vandaðri en þeir bandarísku. Þeir voru vanalega ekki eins vel útbúnir, enda voru þeir talsvert ódýrari, en þeir voru mikið hagkvæmari, ódýrari í rekstri og þurftu miklu minna viðhald. Bandarískir bílar höfðu versnað til muna. Bandarískum framleiðendum hafði gengið svo vel í svo langan tíma að þeir voru hættir að vanda sig. Bílar þeirra voru þekktir fyrir það að vera hlaðnir tækni en hún átti það svo til að bila jafnóðum. Þeir skiluðu litlu afli útúr stórum vélum, eyddu gríðarlega miklu eldsneyti, voru orðnir of stórir og allir aksturseiginleikar voru úr sögunni sökum þyngdar. Þetta ýtti hinum almenna bílakaupanda enn frekar í átt að japönsku bílunum. Frægt dæmi var þegar maður að nafni Eddie Campos keypti sér Lincoln Continental 1970 árgerð og bíllinn hætti að virka eftir 11 km akstur. Eftir það var bíllinn ýmist inni á verkstæði eða bilaður við vegkantinn. Eftir að umboðið sagðist ekki geta gert meira fyrir hann ákvað hann að leggja bílnum fyrir framan verksmiðjuna þar sem Ford og Lincoln bílar eru framleiddir og kveikti í honum. Sagan um Eddie Campos fór um eins og eldur í sinu og kynti undir bál samlanda hans sem voru orðnir hundleiðir á litlum gæðum bandarískra bíla og keyptu næst japanskt. Það skrítna er að þegar bæði japönsk og þýsk bílafyrirtæki voru gjörsamlega búin að tröllríða bandaríska markaðnum var frekar stutt frá því að þessar þjóðir voru í stríði við Bandaríkin.Áföllin urðu fleiriEftir þetta mikla högg hafa bandarískir bílaframleiðendur reynt eftir bestu getu að ná sér aftur á strik, bæði í gæðum og sölu. Á því tímabili hafa margir framleiðendur heyrt sögunni til og þeir framleiðendur sem eftir standa hafa þurft að ganga í gegnum alls kyns örðugleika. Stærstur þeirra var þegar mengun varð svo mikil í stórborgum að hún fór iðulega vel yfir hættumörk og skyggni varð slæmt. Eitthvað þurfti að gera í þessu og bjó ríkisstjórnin til lög varðandi eyðslu og mengun og hafa bílaframleiðendur seinustu áratugi fyrst og fremst keppst að því að láta bíla sína eyða og menga minna. Ekki virtist líklegt að bílaeign myndi minnka. Um miðjan 9. áratug seinustu aldar hækkaði olíuverð aftur sem varð aftur sem kjaftshögg á bandarísku framleiðendurna. Þess vegna kemur eflaust svolítið á óvart að í enda 9. áratugarins og á þeim 10. greip um sig jeppaæði í Bandaríkjunum sem fylgdi svo eftir hingað til Íslands og jafnvel til meginlands Evrópu. Stóru þrír bílaframleiðendur Bandríkjanna, Chrysler, Ford og GM fjárfestu mikið út fyrir landsteinana á 9. og 10. áratugnum. Þeir keyptu upp mikið af litlum fyrirtækjum, meðal annars Volvo, Saab, Aston Martin, Jaguar og Rover ásamt því að kaupa hlut í stórum framleiðendum, eins og FIAT, Subaru, Mitsubishi, Suzuki o.fl. Þegar kreppan skall á árið 2008 var olíuverð mjög hátt sem varð tvöfalt áfall fyrir stóru þrjá framleiðendurna. Til þess að halda lífi seldu þeir meira og minna allt sem þeir höfðu keypt upp nokkrum árum áður. GM og Chrysler fóru á hausinn og bjargaði bandaríska ríkið þeim með fjárhagsaðstoð. GM fékk margfalt meiri aðstoð enda tók FIAT yfir Chrysler. Ford var eini framleiðandinn sem lifði herlegheitin af en þó bara rétt svo með því að selja nánast allt stórveldið sem þeir höfðu orðið. Síðan þá hafa hlutirnir þróast ótrúlega hratt. Allir þrír framleiðendur standa betur í dag, framleiða mikið betri bíla og framtíð þeirra er mun bjartari en hún var fyrir nokkrum árum síðan.AkstursíþróttirNASCAR: Akstursíþróttir eru nokkuð vinsælar í Bandaríkjunum en ein þeirra er alveg sérstakt fyrirbæri sem þekkist ekki annars staðar í heiminum. Þegar áfengissala var bönnuð í Bandaríkjunum voru landasalar hröðustu ökumennirnir í landinu. Þeir breyttu bílunum sínum til að vera tilbúnir til að stinga yfirvöld af ef þeir kæmust í hann krappann. Snemma fóru landasalarnir í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna að keppa sín á milli til að úrskurða hver ætti hraðasta bílinn. Þetta var gjarnan gert á frídögum um helgar og færðist með tímanum frá götum yfir á stór malarplön þar sem þeir kepptu í hringi. Loks varð til NASCAR keppnin. Næstu áratugi sístækkaði áhorfendaskarinn og hann færðist úr grasbrekkum í áhorfendastúkur.Sögulegir bílarFord Model T: Fyrsti "bíll fólksins". Fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í stórum stíl og á tímabili voru fleiri Model T framleiddir en allir aðrir bílar í heiminum samanlagt. Model T gaf bandarísku þjóðinni frelsi því að hann var fyrsti bíllinn sem almennur borgari hafði efni á að kaupa og reka. Hann var frekar einfaldur í smíðum og var hægt að fá alls kyns aukahluti á hann til að hjálpa við t.d. landbúnað o.fl. Willys Jeep: Fyrsti almennilegi jeppinn. Orðið "jeppi" varð meira að segja til sökum hans. Willys átti þó nokkurn þátt í velgengni bandaríska hersins í marga áratugi og seldist vel til almennra borgara sem bæði landbúnaðartæki og farartæki í sveitinni. Chrysler Airflow: Einn af fyrstu bílunum sem var í laginu eins og bílar eru í dag. Hann var hlaðinni nýrri tækni og nýrri hugsun. Hann var ekki byggður á grind eins og nánast allir bílar í þá daga og var meira að segja hannaður í vindgöngum sem þekktist ekki utan flugvélabransans. Chevrolet Corvette: Ofurbíll Bandaríkjanna. Aðrir ofurbílar hafa komið frá Bandaríkjunum en enginn þeirra hefur notið eins mikilla vinsælda, unnið eins marga kappakstra eða verðskuldað eins mikla virðingu. Fyrst var hann einungis fáanlegur með blæju árið 1953 og var hann upphaflega hannaður af Harley Earl. Síðan þá hafa 6 aðrar kynslóðir verið gefnar út og allar þeirra hafa getað keppt við dýrari sambærilega evrópska ofurbíla. Ford F-sería: Mest seldi bíll Bandaríkjanna seinustu 32 ár og lang vinsælasti pallbíll í heimi. Frá árinu 1948 hefur hann verið talinn besti pallbíllinn fyrir peninginn og hefur hann aðstoðað margan verkamanninn á sinni lífstíð. Tesla Model S: Líklega fyrsti rafbíllinn sem kemst jafn langt á hleðslu og venjulegur fólksbíll kemst á einum bensíntank án þess að fórna notagildi. Hann er stór, kraftmikill, hefur sæti fyrir 7 og er ódýr í rekstri. Þrátt fyrir að vera dýr í kaupum getur Model S reynst hagstæður í löndum gædd ódýrri raforku og er hann mest seldi bíll Noregs.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent