Jafntefli í risaslagnum | Kiel enn með tveggja stiga forystu á toppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2015 11:59 Uwe Gensheimer gerir örvæntingafulla tilraun til að stöðva Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Kiel og Rhein-Neckar Löwen skildu jöfn, 23-23, í stórleik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Jafnteflið hentar Kiel betur en Löwen en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru enn með tveggja stiga forskot á Löwen sem á þó leik inni. Markatala Kiel er hins vegar mun betri en hún gæti ráðið úrslitum líkt og á síðasta tímabili. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson skoruðu báðir tvö mörk í leiknum en Stefán Rafn Sigurmannsson kom ekkert við sögu hjá Löwen. Varnarleikur liðanna var gríðarlega sterkur og mörkin voru fá til að byrja með. Markverðir liðanna voru einnig í góðum gír. Daninn Niklas Landin varði 19 skot í marki Löwen en landi hans, hinn 22 ára gamli Kim Sonne Hansen, varði 12 skot í markinu hjá Kiel. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 3-3 en þá kom góður kafli hjá Kiel sem skoraði fjögur mörk gegn einu á tveimur mínútum og komst 7-4 yfir.Steffen Weinhold átti flottan leik fyrir Kiel.vísir/gettyÞá tók Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, leikhlé og eftir það kviknaði á hans mönnum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komust yfir, 8-9, þegar Andy Schmid skoraði með frábæru skoti. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en staðan að honum loknum var 11-10, Kiel í vil. Það sama var uppi á teningnum framan af seinni hálfleik en stöðunni 15-15 hertu heimamenn tökin. Þeir skoruðu sex mörk gegn tveimur og komust fjórum mörkum yfir, 21-17, þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sænski hornamaðurinn Niclas Ekberg fór mikinn á þessum kafla en hann skoraði fjögur mörk á sex mínútum eftir að hafa haft hægt um sig í fyrri hálfleik. Ljónin frá Mannheim fengu líflínu þegar Joan Canellas var rekinn út af í tvær mínútur fyrir brot á Alexander sem kom ekki meira við sögu í leiknum.Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, var líflegur á hliðarlínunni í dag.vísir/gettyLöwen skoraði tvö mörk í röð áður en Domagoj Duvnjak skoraði 22. mark Kiel. En þá var komið að þætti Uwe Gensheimer, fyrirliða Löwen, sem skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 22-22. Steffen Weinhold kom Kiel aftur yfir í 23-22 með þrumuskoti en Harald Reinkind tryggði Löwen stig þegar hann jafnaði í 23-23. Kiel fékk síðustu sóknina þar sem Landin varði skot Weinholds, Aron tók frákastið en skaut boltanum í slána og niður. Liðin sættust því á skiptan hlut. Weinhold var markahæstur í liði Kiel með fimm mörk en Ekberg kom næstur með fjögur. Gensheimer var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Löwen með átta mörk. Schmid skoraði fjögur og Kim Ekdahl du Rietz þrjú. Handbolti Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Kiel og Rhein-Neckar Löwen skildu jöfn, 23-23, í stórleik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Jafnteflið hentar Kiel betur en Löwen en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru enn með tveggja stiga forskot á Löwen sem á þó leik inni. Markatala Kiel er hins vegar mun betri en hún gæti ráðið úrslitum líkt og á síðasta tímabili. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson skoruðu báðir tvö mörk í leiknum en Stefán Rafn Sigurmannsson kom ekkert við sögu hjá Löwen. Varnarleikur liðanna var gríðarlega sterkur og mörkin voru fá til að byrja með. Markverðir liðanna voru einnig í góðum gír. Daninn Niklas Landin varði 19 skot í marki Löwen en landi hans, hinn 22 ára gamli Kim Sonne Hansen, varði 12 skot í markinu hjá Kiel. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 3-3 en þá kom góður kafli hjá Kiel sem skoraði fjögur mörk gegn einu á tveimur mínútum og komst 7-4 yfir.Steffen Weinhold átti flottan leik fyrir Kiel.vísir/gettyÞá tók Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, leikhlé og eftir það kviknaði á hans mönnum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komust yfir, 8-9, þegar Andy Schmid skoraði með frábæru skoti. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en staðan að honum loknum var 11-10, Kiel í vil. Það sama var uppi á teningnum framan af seinni hálfleik en stöðunni 15-15 hertu heimamenn tökin. Þeir skoruðu sex mörk gegn tveimur og komust fjórum mörkum yfir, 21-17, þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sænski hornamaðurinn Niclas Ekberg fór mikinn á þessum kafla en hann skoraði fjögur mörk á sex mínútum eftir að hafa haft hægt um sig í fyrri hálfleik. Ljónin frá Mannheim fengu líflínu þegar Joan Canellas var rekinn út af í tvær mínútur fyrir brot á Alexander sem kom ekki meira við sögu í leiknum.Nicolaj Jacobsen, þjálfari Löwen, var líflegur á hliðarlínunni í dag.vísir/gettyLöwen skoraði tvö mörk í röð áður en Domagoj Duvnjak skoraði 22. mark Kiel. En þá var komið að þætti Uwe Gensheimer, fyrirliða Löwen, sem skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 22-22. Steffen Weinhold kom Kiel aftur yfir í 23-22 með þrumuskoti en Harald Reinkind tryggði Löwen stig þegar hann jafnaði í 23-23. Kiel fékk síðustu sóknina þar sem Landin varði skot Weinholds, Aron tók frákastið en skaut boltanum í slána og niður. Liðin sættust því á skiptan hlut. Weinhold var markahæstur í liði Kiel með fimm mörk en Ekberg kom næstur með fjögur. Gensheimer var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Löwen með átta mörk. Schmid skoraði fjögur og Kim Ekdahl du Rietz þrjú.
Handbolti Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira