Tónlist

„Þekktasta og besta rokkóperan“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Það var mikið um að vera í Hörpu í dag þegar lokaæfing á rokkóperunni Jesus Christ Superstar fór fram. Óperan verður sýnd í kvöld í Hörpu og á Akureyri á morgun.

Magni Ásgeirsson tónlistarmaður er einn þeirra sem að tekur þátt í sýningunni og segir hann þetta vera bæði þekktustu og bestu rokkóperuna sem samin hafi verið.

„Fyrir mig er þetta stórkostlegt,“ segir Magni um upplifunina af því að taka þátt í verkefninu.



„Þetta er alveg frábær hópur. Ég hef verið að vinna við þessa sýningu erlendis í Bretlandi, Ástralíu og víðar og þetta er algjörlega sambærilegt og eins og Eyþór hann er bara flottasti Jesús sem ég hef heyrt af mörgum erlendum,“ segir Friðrik Karlsson tónlistarstjóra sýningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×