Systurnar sem eru að taka yfir tískuheiminn 1. apríl 2015 18:00 Bella og Gigi Hadid Glamour/Getty Gigi Hadid er nafn sem þeir sem fylgjast með tískuheiminum hafa heyrt oft undanfarna mánuði. Fyriræta sem að margra mati mun vera mjög áberandi á þessu ári. Gigi er þó ekki sú eina í fjölskyldunni sem er að taka yfir tískuheiminn en yngri systir hennar Bella skrifaði nýverið undir samning við IMG Models. Hvaðan koma þessar systur sem eru að skjótast upp á stjörnuhimininn um þessar mundir? Gigi og Bella eru dætur fasteignarisans Mohamed Hadid og fyrrverandi fyrirsætunnar Yolanda Foster. Gigi (Jelena Noura) og Bella, eiga það sameiginlegt með góðri vinkonu sinni Kendall Jenner að hafa alist upp fyrir framan myndavélina. Móðir þeirra er ein stjarna þáttanna “Real Housewifes of Beverly Hills”. Gigi var uppgötvuð þegar hún var þriggja ára af Paul Marciano, stofnanda tískuhússins GUESS, sem fékk hana til að sitja fyrir fyrir barnafatalínu sína. Fimmtán árum síðar varð hún andlit GUESS, í þetta skipti fyrir dömulínu merkisins. Hún sat nakin fyrir í herferð Tom Ford, gekk á tískusýningum hjá Jeremy Scott, Chanel, Marc Jacobs og ennfremur Jean Paul Gaultier. Nú, árið 2015, er hún nýtt andlit Maybelline. Bella, sem er árinu yngri en Gigi, hefur eins og áður var sagt skrifað undir samning hjá IMG Models. Til þess að forðast samanburð við systur sína skipti hún ljósa hárinu út fyrir dekkri lit, sem virðist hafa verið rétt ákvörðun því hún hefur þegar setið fyrir á forsíðum tímarita eins og V Magazine og franska tímaritið Jalouse. Tískubransinn virðist ekki vera eini metnaður Bellu, heldur stundar hún nám í ljósmyndun í Parsons School for Design og stefnir á Ólympíuleikna árið 2016 í hestaíþróttum. Systurnar eru áberandi á samfélagsmiðlum ásamt elítuvinahóp sínum, Kendall Jenner, Miley Cyrus, Taylor Swift og Cöru Delevingne. Í nýjasta tölublaði íslenska Glamour er hægt að lesa allt um þennan nýja hóp ofurfyrirsætna og hvernig þær nýta sér samfélagsmiðla til að búa til stjörnustatus í tískuheiminum. Hægt er að panta áskrift hér. cd didn't get the white memo A photo posted by bella hadid (@bellahadid) on Mar 31, 2015 at 2:04pm PDT April's American Vogue by @mariotestino Missing you kenny A photo posted by Gigi Hadid (@gigihadid) on Mar 22, 2015 at 12:01pm PDT reunited #relationshipgoals A photo posted by Gigi Hadid (@gigihadid) on Feb 1, 2015 at 10:45pm PST Glamour Tíska Mest lesið 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Hleypum hlébarðanum á stjá Glamour Adele er byrjuð í ræktinni og er ekki að elska það Glamour Beyoncé og Lemonade verða að háskólakúrs Glamour Gallabuxur vinsælar á götum Parísarborgar Glamour Sofia Coppola mun leikstýra stuttmynd fyrir Cartier Glamour Dýrustu brúðarkjólar stjarnanna Glamour Stjörnumprýddur dregill á Bafta Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour
Gigi Hadid er nafn sem þeir sem fylgjast með tískuheiminum hafa heyrt oft undanfarna mánuði. Fyriræta sem að margra mati mun vera mjög áberandi á þessu ári. Gigi er þó ekki sú eina í fjölskyldunni sem er að taka yfir tískuheiminn en yngri systir hennar Bella skrifaði nýverið undir samning við IMG Models. Hvaðan koma þessar systur sem eru að skjótast upp á stjörnuhimininn um þessar mundir? Gigi og Bella eru dætur fasteignarisans Mohamed Hadid og fyrrverandi fyrirsætunnar Yolanda Foster. Gigi (Jelena Noura) og Bella, eiga það sameiginlegt með góðri vinkonu sinni Kendall Jenner að hafa alist upp fyrir framan myndavélina. Móðir þeirra er ein stjarna þáttanna “Real Housewifes of Beverly Hills”. Gigi var uppgötvuð þegar hún var þriggja ára af Paul Marciano, stofnanda tískuhússins GUESS, sem fékk hana til að sitja fyrir fyrir barnafatalínu sína. Fimmtán árum síðar varð hún andlit GUESS, í þetta skipti fyrir dömulínu merkisins. Hún sat nakin fyrir í herferð Tom Ford, gekk á tískusýningum hjá Jeremy Scott, Chanel, Marc Jacobs og ennfremur Jean Paul Gaultier. Nú, árið 2015, er hún nýtt andlit Maybelline. Bella, sem er árinu yngri en Gigi, hefur eins og áður var sagt skrifað undir samning hjá IMG Models. Til þess að forðast samanburð við systur sína skipti hún ljósa hárinu út fyrir dekkri lit, sem virðist hafa verið rétt ákvörðun því hún hefur þegar setið fyrir á forsíðum tímarita eins og V Magazine og franska tímaritið Jalouse. Tískubransinn virðist ekki vera eini metnaður Bellu, heldur stundar hún nám í ljósmyndun í Parsons School for Design og stefnir á Ólympíuleikna árið 2016 í hestaíþróttum. Systurnar eru áberandi á samfélagsmiðlum ásamt elítuvinahóp sínum, Kendall Jenner, Miley Cyrus, Taylor Swift og Cöru Delevingne. Í nýjasta tölublaði íslenska Glamour er hægt að lesa allt um þennan nýja hóp ofurfyrirsætna og hvernig þær nýta sér samfélagsmiðla til að búa til stjörnustatus í tískuheiminum. Hægt er að panta áskrift hér. cd didn't get the white memo A photo posted by bella hadid (@bellahadid) on Mar 31, 2015 at 2:04pm PDT April's American Vogue by @mariotestino Missing you kenny A photo posted by Gigi Hadid (@gigihadid) on Mar 22, 2015 at 12:01pm PDT reunited #relationshipgoals A photo posted by Gigi Hadid (@gigihadid) on Feb 1, 2015 at 10:45pm PST
Glamour Tíska Mest lesið 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Hleypum hlébarðanum á stjá Glamour Adele er byrjuð í ræktinni og er ekki að elska það Glamour Beyoncé og Lemonade verða að háskólakúrs Glamour Gallabuxur vinsælar á götum Parísarborgar Glamour Sofia Coppola mun leikstýra stuttmynd fyrir Cartier Glamour Dýrustu brúðarkjólar stjarnanna Glamour Stjörnumprýddur dregill á Bafta Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour