Kelis, FKA Twigs og Skream á Solstice: Fimmtíu ný nöfn bætast við Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. apríl 2015 11:44 Aðeins brotabrot þeirra listamanna sem tilkynnt var um í dag. Fimmtíu listamenn hafa bæst við dagskrá Secret Solstice hátíðarinnar sem fram fer í Laugardalnum dagana 19.-21. júní næstkomandi. Meðal listamanna í þeim hópi má nefna FKA Twigs, Kelis, Hjálma, Skream og Totally Enourmous Extinct Dinosaurs og Helga Björnsson. Áður hafði verið upplýst um sextíu sveitir sem fram koma og má þar á meðal nefna The Wailers og Wu-Tang Clan. „Við erum mjög stolt að kynna til viðbótar u.þ.b. 50 ný nöfn á dagskránna okkar. Bæði erlendir og íslenskir listamenn hafa verið kynntir til viðbótar við nú þegar glæsilga dagskrá. Þetta stefnir í rosalega veislu hjá okkur sem verður alls ekki síðri en í fyrra,“ segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice. „Þetta eru þeir dagar sem eru lengstir á árinu og sólin sest aldrei, það ætti hver Íslendingur að sjá sér skyldu í því halda uppá það með almennilegum hætti.“ Poppdívan Kelis hefur boðað komu sína. Hún er kannski betur þekkt sem stúlkan kom með mjólkurhristingin beint í garðinn alla leið frá Harlem. Kelis hefur unnið til margra verðlauna eins og Brit Awards, Q Awards og NME verðauna auk þess að vera tilnefnd til tveggja Grammy verðlauna.FKA Twigs er listamannsnafn Tahliah Debrett Barnett en hún er 27 ára ensk tónlistarkona. Fyrsta breiðskífa hennar, LP1, kom út í fyrra og var ofarlega á listum helstu tónlistartímarita yfir bestu plötur ársins. Hún var meðal annars tilnefnd til Mercury verðlauna auk Grammy og Brit verðlauna fyrir plötu sína.Totally Enourmous Extinct Dinosaurs er nafnið sem Bretinn Orlando Higginbottom notar þegar hann flytur tónlist sína. Hann hefur gefið út eina plötu fyrir þremur árum síðan og meira efni er væntanlegt frá honum. Sviðsframkoma hans er einnig lífleg.Hjálma frá Keflavík þarf ekki að kynna til sögunnar enda öllum Íslendingum kunnir. Hljómsveitin hefur starfað í rúmlega áratug og á þeim tíma hafa komið út sex breiðskífur, sú síðasta árið 2011. Nú þegar hefur verið tilkynnt um að The Wailers komi fram og ljóst að það verður reggí á Secret Solstice.Helga Björnsson þarf heldur ekki að kynna enda spannar tónlistarferill hans um þrjá áratugi. Grafík, Síðan Skein Sól og Reiðmenn vindanna. Á boðstólum af hans hálfu verða lög sem hann hefur sungið í gegnum tíðina. Miðasala fer fram á tix.is og verða 2.500 miðar í boði á 18.900 krónur áður en verðið hækkar á ný. Hér að neðan má sjá alla listamennina sem tilkynn var um í dag. Wu-Tang Clan [US], FKA Twigs [UK], Kelis [US], Hjálmar [IS], Tale Of Us [DE], Skream [UK], Totally Enormous Extinct Dinosaurs [UK], Nick Curly [DE], Guti [AR], Agent Fresco [IS], Thugfucker [US], Mind Against [DE], Gísli Pálmi [IS], Úlfur Úlfur [IS], Javi Bora [ES], Helgi Björnsson [IS], Júníus Meyvant [IS], Emmsjé Gauti [IS], Bent [IS], Arkir [IS], Egill Tiny [IS], Benni B Ruff & Friends [IS], Yamaho [IS], Benny Crespo's Gang [IS], Tetris Takeover [IS], Bones [CA], Halleluwah [IS], 7 Berg [IS], Mella Dee [UK], Sturle Dagsland [NO], Máni Orrason [IS], Macro/micro [US], Stereo Hypnosis [IS], Geimfarar [IS], Shades of Reykjavík [IS], Þriðja Hæðin [IS], Mushy [UK], Axel Flóvent [IS], BeatmachineAron [IS], Hr. Hnetusmjör [IS], GKR [IS], Frímann [IS], Luca Pilato [UK], Jóhannes Lafontaine [IS], Marteinn [IS] og Proxy 2.0 [UK]. Tengdar fréttir Secret Solstice sögð verða mest spennandi hátíð sumarsins Erlendir miðlar sýna tónlistarhátíðinni Secret Solstice töluverðan mikinn áhuga en í gær birtist grein á vefnum Pulse Radio en þar er talað um að hátíðin sé sú mest heillandi til að heimsækja í sumar. 19. mars 2015 14:14 Wu Tang Clan mætir á Secret Solstice Tilkynnt var um það í dag að rappsveitin sögufræga sækir hátíðina heim í sumar. 31. mars 2015 21:13 Fyrstu nöfnin tilkynnt á Secret Solstice hátíðina Moodymann, Zero 7, Route 94 og fleiri koma fram. 19. desember 2014 18:00 Sálarkempa á Solstice-hátíð Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. 11. febrúar 2015 00:01 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Fimmtíu listamenn hafa bæst við dagskrá Secret Solstice hátíðarinnar sem fram fer í Laugardalnum dagana 19.-21. júní næstkomandi. Meðal listamanna í þeim hópi má nefna FKA Twigs, Kelis, Hjálma, Skream og Totally Enourmous Extinct Dinosaurs og Helga Björnsson. Áður hafði verið upplýst um sextíu sveitir sem fram koma og má þar á meðal nefna The Wailers og Wu-Tang Clan. „Við erum mjög stolt að kynna til viðbótar u.þ.b. 50 ný nöfn á dagskránna okkar. Bæði erlendir og íslenskir listamenn hafa verið kynntir til viðbótar við nú þegar glæsilga dagskrá. Þetta stefnir í rosalega veislu hjá okkur sem verður alls ekki síðri en í fyrra,“ segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice. „Þetta eru þeir dagar sem eru lengstir á árinu og sólin sest aldrei, það ætti hver Íslendingur að sjá sér skyldu í því halda uppá það með almennilegum hætti.“ Poppdívan Kelis hefur boðað komu sína. Hún er kannski betur þekkt sem stúlkan kom með mjólkurhristingin beint í garðinn alla leið frá Harlem. Kelis hefur unnið til margra verðlauna eins og Brit Awards, Q Awards og NME verðauna auk þess að vera tilnefnd til tveggja Grammy verðlauna.FKA Twigs er listamannsnafn Tahliah Debrett Barnett en hún er 27 ára ensk tónlistarkona. Fyrsta breiðskífa hennar, LP1, kom út í fyrra og var ofarlega á listum helstu tónlistartímarita yfir bestu plötur ársins. Hún var meðal annars tilnefnd til Mercury verðlauna auk Grammy og Brit verðlauna fyrir plötu sína.Totally Enourmous Extinct Dinosaurs er nafnið sem Bretinn Orlando Higginbottom notar þegar hann flytur tónlist sína. Hann hefur gefið út eina plötu fyrir þremur árum síðan og meira efni er væntanlegt frá honum. Sviðsframkoma hans er einnig lífleg.Hjálma frá Keflavík þarf ekki að kynna til sögunnar enda öllum Íslendingum kunnir. Hljómsveitin hefur starfað í rúmlega áratug og á þeim tíma hafa komið út sex breiðskífur, sú síðasta árið 2011. Nú þegar hefur verið tilkynnt um að The Wailers komi fram og ljóst að það verður reggí á Secret Solstice.Helga Björnsson þarf heldur ekki að kynna enda spannar tónlistarferill hans um þrjá áratugi. Grafík, Síðan Skein Sól og Reiðmenn vindanna. Á boðstólum af hans hálfu verða lög sem hann hefur sungið í gegnum tíðina. Miðasala fer fram á tix.is og verða 2.500 miðar í boði á 18.900 krónur áður en verðið hækkar á ný. Hér að neðan má sjá alla listamennina sem tilkynn var um í dag. Wu-Tang Clan [US], FKA Twigs [UK], Kelis [US], Hjálmar [IS], Tale Of Us [DE], Skream [UK], Totally Enormous Extinct Dinosaurs [UK], Nick Curly [DE], Guti [AR], Agent Fresco [IS], Thugfucker [US], Mind Against [DE], Gísli Pálmi [IS], Úlfur Úlfur [IS], Javi Bora [ES], Helgi Björnsson [IS], Júníus Meyvant [IS], Emmsjé Gauti [IS], Bent [IS], Arkir [IS], Egill Tiny [IS], Benni B Ruff & Friends [IS], Yamaho [IS], Benny Crespo's Gang [IS], Tetris Takeover [IS], Bones [CA], Halleluwah [IS], 7 Berg [IS], Mella Dee [UK], Sturle Dagsland [NO], Máni Orrason [IS], Macro/micro [US], Stereo Hypnosis [IS], Geimfarar [IS], Shades of Reykjavík [IS], Þriðja Hæðin [IS], Mushy [UK], Axel Flóvent [IS], BeatmachineAron [IS], Hr. Hnetusmjör [IS], GKR [IS], Frímann [IS], Luca Pilato [UK], Jóhannes Lafontaine [IS], Marteinn [IS] og Proxy 2.0 [UK].
Tengdar fréttir Secret Solstice sögð verða mest spennandi hátíð sumarsins Erlendir miðlar sýna tónlistarhátíðinni Secret Solstice töluverðan mikinn áhuga en í gær birtist grein á vefnum Pulse Radio en þar er talað um að hátíðin sé sú mest heillandi til að heimsækja í sumar. 19. mars 2015 14:14 Wu Tang Clan mætir á Secret Solstice Tilkynnt var um það í dag að rappsveitin sögufræga sækir hátíðina heim í sumar. 31. mars 2015 21:13 Fyrstu nöfnin tilkynnt á Secret Solstice hátíðina Moodymann, Zero 7, Route 94 og fleiri koma fram. 19. desember 2014 18:00 Sálarkempa á Solstice-hátíð Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. 11. febrúar 2015 00:01 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Secret Solstice sögð verða mest spennandi hátíð sumarsins Erlendir miðlar sýna tónlistarhátíðinni Secret Solstice töluverðan mikinn áhuga en í gær birtist grein á vefnum Pulse Radio en þar er talað um að hátíðin sé sú mest heillandi til að heimsækja í sumar. 19. mars 2015 14:14
Wu Tang Clan mætir á Secret Solstice Tilkynnt var um það í dag að rappsveitin sögufræga sækir hátíðina heim í sumar. 31. mars 2015 21:13
Fyrstu nöfnin tilkynnt á Secret Solstice hátíðina Moodymann, Zero 7, Route 94 og fleiri koma fram. 19. desember 2014 18:00
Sálarkempa á Solstice-hátíð Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. 11. febrúar 2015 00:01