Markmiðið er heilbrigð og falleg húð og er kúrinn í meginatriðum mjög einfaldur, að sleppa að ganga með förðunarvörur tvo daga í viku. Leyfa húðinni þannig að anda og losa sig óhreinindi á náttúrlegan hátt.
Samkæmt Indie Lee getur þetta “förðunardetox” hjálpað til við að losna við ýmis húðvandamál og einni að komast að rót vandans. Hún tekur sem dæmi fílapensla, þurrkubletti og þurra húð. Hún segir þetta einnig getað hjálpað til við að losna við stórar eða stíflaðar svitaholur.
Öfugt við 5:2 megrunarkúrinn þá er enginn áhætta við að prófa þessa aðferð, svo það er um að gera að prófa ef manni líst vel á. Indie tekur fram að það þurfi þolinmæði svo þetta beri árangur, sem vænta má eftir um fjórar vikur.
Hér má sjá mynd af förðunarmeistaranum ómálaðri - en hún bætir við að helgarnar séu tilvaldar til að gefa húðinni pásu frá snyrtivörum.