Lífið

Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þetta er annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX.
Þetta er annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX.
Kvikmyndin Fúsi fékk áhorfendaverðlaun Politiken á dönsku kvikmyndahátíðinni CPH:PIX. Myndin, sem heitir á ensku Virgin Mountain, er önnur íslenska myndin í röð sem hlýtur þessi verðlaun en áður hefur myndin Hross í oss unnið þau.



Dagur Kári er leikstjóri myndarinnar.Vísir/Pjetur
Myndin er hugarfóstur Dags Kára Péturssonar kvikmyndagerðarmanns. 



Fúsi fjallar um rúmlega fertugan mann sem býr heima hjá móður sinni og starfar á flugvelli við að ferma og afferma flugvélar á þar til gerðu farartæki. Líf Fúsa er í fremur föstum skorðum, jafnvel tíðindalítið, en þegar hann kynnist ungri stúlku og konu á svipuðum aldri fer að draga til tíðinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×