Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Belgía 3-0 | Þolinmæðin var dyggð í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson í Skautahöllinni í Laugardal skrifar 13. apríl 2015 14:54 Íslenska liðið mætir Serbíu á morgun. Mynd/Íshokkísamband Íslands/Elvar Freyr Pálsson Ísland bar sigurorð af Belgíu í fyrsta leik liðsins í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí. Lokatölur 3-0, Íslandi í vil. Björn Sigurðarson, Emil Alengard og Jón Gíslason skoruðu mörkin sem komu öll í þriðja og síðasta leikhlutanum. Íslenska liðið er með þrjú stig í riðlinum líkt og Spánn og Rúmenía sem unnu einnig sína leiki í dag. Íslensku strákarnir verða aftur í eldlínunni á morgum þegar þeir mæta Serbíu. Ísland var talið sigurstranglegri aðilinn fyrir leik en Belgarnir sýndu að þeir kunna sitt hvað fyrir sér í íþróttinni. Fyrsti leikhluti var jafn en mörkin létu á sér standa. Belgarnir misstu í tvígang mann af velli en íslenska liðinu tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Ísland var þó ívið hættulegri aðilinn og framherjinn Egill Þormóðsson, leikmaður Bjarnarins, var tvisvar ágengur upp við mark Belga. Emil fékk sömuleiðis fínt færi sem ekki nýttist. Jafnræði var áfram með liðunum í 2. leikhluta þar sem hitna fór í kolunum. Um miðjan leikhlutann braut leikmaður Belga illa á Ingþóri Árnasyni þegar hann var á leið út af vellinum. Brotið var ljótt og leikmenn liðanna skiptust á ókvæðisorðum í kjölfarið og minnstu munaði að upp úr syði. Belgarnir áttu góðan kafla undir lok 2. leikhluta en tókst ekki að skora. Dennis Hedström var helsta ástæðan fyrir því en markvörðurinn átti frábæran leik í kvöld og varði 29 skot. Ísland fékk draumabyrjun á 3. leikhluta þegar Björn braut loks ísinn á 41. mínútu eftir undirbúning Egils og Péturs Maack. Eftir það sóttu Belgarnir stíft og á lokamínútunni brugðu þeir á það ráð að taka markvörðinn sinn af velli og setja aukamann í sóknina. Íslendingar nýttu sér það og Emil og Jón bættu við mörkum þegar þeir settu pökkinn í autt markið. Björn átti stoðsendingu í báðum mörkunum en hann var valinn besti leikmaður Íslands að leik loknum. Fleiri urðu mörkin ekki og íslensku strákarnir fögnuðu góðum sigri sem gefur þeim eflaust byr undir báða vængi fyrir næstu leiki.Björn: Sýndum að við erum með betra lið Björn Sigurðarson kom Íslandi á bragðið í sigrinum á Belgum í fyrsta leik liðsins á HM í íshokkí í kvöld. Björn lagði einnig upp seinni tvö mörk Íslands og hann var að vonum glaðbeittur þegar Vísir hitti hann að máli eftir leikinn. "Það er gott að byrja svona. Þetta er lið sem við eigum að vinna og við börðumst og sýndum að við erum með betra lið," sagði Björn sem var ánægður með þolinmæðina sem íslenska liðið sýndi í kvöld. "Þetta var svolítið skrítinn leikur, pökkurinn flaut ekki vel á milli manna í byrjun en við börðumst betur. Þeir áttu auðvitað fullt af færum en Dennis (Hedström) var góður í markinu og vörnin var flott. "Við héldum okkur við leikplanið og börðumst sem lið. Okkur langaði meira að vinna þennan leik og það sást á svellinu. Það var enginn stressaður og við hvöttum hvern annan áfram. Það er góður andi í þessu liði," sagði Björn. Sigurinn gefur íslenska liðinu byr undir báða vængi en markmið þess eru háleit: að vinna sig upp um deild. Næsti leikur er gegn Serbum á morgun og Björn er bjartsýnn fyrir hann. "Ég býst við góðum leik og ef við berjumst eins og við gerðum í dag, og jafnvel betur, tel ég okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn."Birkir: Erum með fjórar þrusuflottar línur Birkir Árnason, einn reyndasti leikmaður Íslands, var skiljanlega kátur eftir sigur íslenska liðsins á því belgíska á HM í íshokkí í kvöld. "Þetta er draumabyrjun á þessu móti en við vitum að þetta er einungis byrjunin. Við eigum fjóra leiki eftir," sagði Birkir. "Við erum að detta inn í kerfi sem við höfum verið að æfa síðustu vikur og ég held að við getum svo sannarlega treyst á það. "Ég var ánægður með frammistöðuna og held að allir hafi staðið sig vel," sagði Birkir en var ekkert erfitt að bíða eftir fyrsta markinu? "Nei, nei. Við erum vanir að spila hokkí og þetta gerist. Við treystum bara vörninni og svo koma færin." Birkir bar einnig lof á Dennis Hedström, markvörð íslenska liðsins. "Dennis var hriklega flottur í markinu og hann er rosalega góður leikjamarkvörður. Hann á alltaf góðan leik þegar við erum að spila. Það er gott að vita af honum þarna fyrir aftan," sagði Birkir sem segir íslenska liðið jafnara en áður. "Við treystum á alla. Þetta er rosalega flott lið, jafnt og gott. Síðustu 10 ár hafa leikmennirnir verið misgóðir en nú erum við með fjórar þrusuflottar línur. Það geta allir spilað hokkí," sagði Birkir að lokum.Ísland - Belgía: Fyrsti leikurinn á HMLið Íslands er þannig skipað:Markmenn: Dennis Hedström, Snorri Sigurbergsson. 1. lína: Björn Jakobsson, Ingvar Jónsson (fyrirliði); Robin Hedström, Emil Alengard, Jón Gíslason. 2. lína: Birkir Árnason, Ingþór Árnason; Pétur Maack, Egill Þormóðsson, Björn Sigurðarson. 3. lína: Orri Blöndal, Úlfar Andrésson, Steindór Ingason; Jónas Magnússon, Brynjar Bergmann. 4. lína: Ingólfur Elíasson; Arnþór Bjarnason, Andri Mikaelsson, Jóhann Leifsson.60. mín | 3-0 | Þetta er komið í hús!!! Belgarnir tóku markmanninn út af og Íslendingar nýta sér það. Emil Alingard og Jón Gíslason komu sér á markalistann!59. mín | 1-0 | Belgarnir taka leikhlé þegar 69 sekúndur eru eftir af leiknum. Nú reynir á. Íslenska vörnin og Dennis þurfa að halda út.58. mín | 1-0 | Íslendingar eru með ágætis tök á leiknum þessa stundina. Mesta púðrið er farið úr leik Belganna.55. mín | 1-0 | Belgarnir halda áfram að pressa íslenska liðið sem er í hálfgerðri nauðvörn. Björn fékk reyndar fínt færi eftir skyndisókn en Legrand varði.52. mín | 1-0 | Enn ver Dennis, nú úr dauðafæri. Belgarnir sækja stíft þessar mínúturnar.49. mín | 1-0 | Belgarnir minna á sig en Dennis neitar að fá á sig mark. Sá er búinn að vera öflugur í markinu í kvöld.45. mín | 1-0 | Ísland stóð af sér kafla einum færri. Jónas fékk brottvísun og svo auka 10 refsimínútur fyrir óíþróttamannslega hegðun.41. mín | 1-0 | Fyrsta markið er komið og það er íslenskt!!! Björn Sigurðarson var þar að verki. Nú er bara að klára þetta. Egill Þormóðsson átti stoðsendinguna.3. leikhluti hafinn: Jæja, síðustu 20 mínútur leiksins framundan.2. leikhluta lokið: Belgarnir voru sterkari aðilinn seinni hluta leikhlutans og Dennis þurfti í þrígang að taka á honum stóra sínum. Einn Belginn brenndi líka af dauðafæri á lokamínútu leikhlutans. Íslenska liðið þarf að bæta í fyrir lokaleikhlutann.37. mín: Dennis ver aftur vel, nú frá Morgan Mitch.36. mín: Staðan enn markalaus. Ísland þarf nú að sýna styrk, einum færri.32. mín: Dennis í marki Íslands hefur ekki haft mikið að gera í kvöld en varði nú rétt í þessu vel frá leikmanni Belga.29. mín: Bekkirnir komnir í hár saman. Jónas Magnússon, aldursforsetinn í liði Íslands, og þjálfari Belganna munnhöggvast. Svona á þetta að vera. Belgía er núna tveimur mönnum færri.28. mín: Það er að færast hiti í þetta. Íslendingar eru enn manni færri eftir að Jónas Magnússon fékk brottvísun.25. mín: Íslendingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn áðan og nú rétt í þessu missti Ísland Jóhann Leifsson af velli.22. mín: Yoren de Smet, leikmaður Belga, fær brottvísun. Íslendingar verða manni fleiri næstu tvær mínúturnar. Þetta er þriðja sinn sem Belgar missa mann af velli í leiknum.2. leikhluti hafinn: Verður áhugavert að sjá hvernig næstu 20 mínúturnar þróast.1. leikhluta lokið: Belgarnir áttu gott færi á lokamínútu leikhlutans en alveg undir lok hans fékk Úlfar Andrésson, 27 ára gamall leikmaður Bjarnarins, upplagt færi sem ekki nýttist.16. mín: Belgarnir missa aftur mann af velli. Sjáum hvort okkar mönnum takist að nýta sér liðsmuninn.13. mín: Egill er áfram ágengur upp við mark Belganna en enn hefur ekkert mark litið dagsins í ljós.11. mín: Belgarnir eru einum færri þessa stundina.8. mín: Egill Þormóðsson í góðu færi en Arthur Legrand í marki Belga bjargar.6. mín: Besti kafli Íslands til þessa í leiknum. Markvörður Belganna þurfti að taka á honum stóra sínum.3. mín: Pressa hjá Belgum sem íslenska vörnin stendur af sér.Leikur hafinn: Sigmundur hefur talað og nú getur leikurinn hafist.Fyrir leik: Nú stendur yfir mjög mínímalísk setningarathöfn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er mættur og það er búið að rúlla út rauða dreglinum.Fyrir leik: Belgíska liðið er fremur ungt en allir leikmenn liðsins nema þrír eru fæddir 1989 eða seinna.Fyrir leik: Dómari leiksins kemur frá Póllandi og heitir Pawel Meszynski. Línuverðir eru Havar Dahl frá Noregi og Króatinn Marko Sakovic.Fyrir leik: Tveimur leikjum er lokið á HM í dag. Í opnunarleik mótsins vann Spánn öruggan sigur á Ástralíu, 6-1 (2-1, 1-0, 3-0). Í öðrum leik dagsins vann Rúmenía Serbíu, 4-8 (0-3, 2-3, 2-2). Þess má geta að Rúmenía er eina liðið í riðlinum sem Ísland hefur ekki unnið.Fyrir leik: Flestir úr íslenska leikmannahópnum koma frá Skautafélagi Akureyrar, eða átta leikmenn. Þrír leika með Birninum, tveir með Esju og einn með Skautafélagi Reykjavíkur. Þá leika átta leikmenn íslenska liðsins með erlendum liðum.Fyrir leik: Leikmannahóp Íslands má sjá í heild sinni með því að smella hér.Fyrir leik: Þjálfari íslenska liðsins er Tim Brithén, 37 ára gamall Svíi. Hann stýrði Íslandi á HM í fyrra þar sem liðið náði í silfurverðlaun eins og áður sagði.Fyrir leik: Björn Róbert Sigurðarson verður með íslenska liðinu á mótinu en hann hefur spilað við góða orðstír með Aberdeen Wings í Bandaríkjunum. Hann spilar þar í North American Hockey League sem er ein af bestu unglingadeildunum í Bandaríkjunum.Fyrir leik: Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals.Fyrir leik: Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason.Fyrir leik: Þetta er í fimmta sinn sem heimsmeistaramótið fer fram á Íslandi en það fór einnig fram hér 2000, 2004, 2006 og 2012.Fyrir leik: Fjögur af þeim liðum sem eru í riðli með Íslandi að þessu sinni hafa á einhverjum tímapunkti leikið í 1.deild en það eru Serbía, Rúmenía, Spánn og Ástralía.Fyrir leik: Flestir leikmenn íslenska liðsins eru klárir þó Andri Már Helgason glími við meiðsli í læri og Arnþór Bjarnason hefur verið veikur.Fyrir leik: Útlit er fyrir að riðillinn að þessu sinni verði gríðarlega spennandi en íslenska liðið spilaði í sama riðli á síðasta ári og endaði þá í öðru sætinu og fékk silfur. Íþróttir Tengdar fréttir Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. 13. apríl 2015 15:30 HM í íshokkí á Íslandi - ókeypis á alla leiki nema þá með íslenska liðinu Heimsmeistaramót karla í A riðli 2. deildar í íshokkí hefst í dag í Skautahöllinni í Laugardal og stendur það til 19. apríl næstkomandi. Þátttökuþjóðir í 2. deildinni í ár eru Ísland, Rúmenía, Belgía, Serbía, Ástralía og Spánn. 13. apríl 2015 11:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Ísland bar sigurorð af Belgíu í fyrsta leik liðsins í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí. Lokatölur 3-0, Íslandi í vil. Björn Sigurðarson, Emil Alengard og Jón Gíslason skoruðu mörkin sem komu öll í þriðja og síðasta leikhlutanum. Íslenska liðið er með þrjú stig í riðlinum líkt og Spánn og Rúmenía sem unnu einnig sína leiki í dag. Íslensku strákarnir verða aftur í eldlínunni á morgum þegar þeir mæta Serbíu. Ísland var talið sigurstranglegri aðilinn fyrir leik en Belgarnir sýndu að þeir kunna sitt hvað fyrir sér í íþróttinni. Fyrsti leikhluti var jafn en mörkin létu á sér standa. Belgarnir misstu í tvígang mann af velli en íslenska liðinu tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Ísland var þó ívið hættulegri aðilinn og framherjinn Egill Þormóðsson, leikmaður Bjarnarins, var tvisvar ágengur upp við mark Belga. Emil fékk sömuleiðis fínt færi sem ekki nýttist. Jafnræði var áfram með liðunum í 2. leikhluta þar sem hitna fór í kolunum. Um miðjan leikhlutann braut leikmaður Belga illa á Ingþóri Árnasyni þegar hann var á leið út af vellinum. Brotið var ljótt og leikmenn liðanna skiptust á ókvæðisorðum í kjölfarið og minnstu munaði að upp úr syði. Belgarnir áttu góðan kafla undir lok 2. leikhluta en tókst ekki að skora. Dennis Hedström var helsta ástæðan fyrir því en markvörðurinn átti frábæran leik í kvöld og varði 29 skot. Ísland fékk draumabyrjun á 3. leikhluta þegar Björn braut loks ísinn á 41. mínútu eftir undirbúning Egils og Péturs Maack. Eftir það sóttu Belgarnir stíft og á lokamínútunni brugðu þeir á það ráð að taka markvörðinn sinn af velli og setja aukamann í sóknina. Íslendingar nýttu sér það og Emil og Jón bættu við mörkum þegar þeir settu pökkinn í autt markið. Björn átti stoðsendingu í báðum mörkunum en hann var valinn besti leikmaður Íslands að leik loknum. Fleiri urðu mörkin ekki og íslensku strákarnir fögnuðu góðum sigri sem gefur þeim eflaust byr undir báða vængi fyrir næstu leiki.Björn: Sýndum að við erum með betra lið Björn Sigurðarson kom Íslandi á bragðið í sigrinum á Belgum í fyrsta leik liðsins á HM í íshokkí í kvöld. Björn lagði einnig upp seinni tvö mörk Íslands og hann var að vonum glaðbeittur þegar Vísir hitti hann að máli eftir leikinn. "Það er gott að byrja svona. Þetta er lið sem við eigum að vinna og við börðumst og sýndum að við erum með betra lið," sagði Björn sem var ánægður með þolinmæðina sem íslenska liðið sýndi í kvöld. "Þetta var svolítið skrítinn leikur, pökkurinn flaut ekki vel á milli manna í byrjun en við börðumst betur. Þeir áttu auðvitað fullt af færum en Dennis (Hedström) var góður í markinu og vörnin var flott. "Við héldum okkur við leikplanið og börðumst sem lið. Okkur langaði meira að vinna þennan leik og það sást á svellinu. Það var enginn stressaður og við hvöttum hvern annan áfram. Það er góður andi í þessu liði," sagði Björn. Sigurinn gefur íslenska liðinu byr undir báða vængi en markmið þess eru háleit: að vinna sig upp um deild. Næsti leikur er gegn Serbum á morgun og Björn er bjartsýnn fyrir hann. "Ég býst við góðum leik og ef við berjumst eins og við gerðum í dag, og jafnvel betur, tel ég okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn."Birkir: Erum með fjórar þrusuflottar línur Birkir Árnason, einn reyndasti leikmaður Íslands, var skiljanlega kátur eftir sigur íslenska liðsins á því belgíska á HM í íshokkí í kvöld. "Þetta er draumabyrjun á þessu móti en við vitum að þetta er einungis byrjunin. Við eigum fjóra leiki eftir," sagði Birkir. "Við erum að detta inn í kerfi sem við höfum verið að æfa síðustu vikur og ég held að við getum svo sannarlega treyst á það. "Ég var ánægður með frammistöðuna og held að allir hafi staðið sig vel," sagði Birkir en var ekkert erfitt að bíða eftir fyrsta markinu? "Nei, nei. Við erum vanir að spila hokkí og þetta gerist. Við treystum bara vörninni og svo koma færin." Birkir bar einnig lof á Dennis Hedström, markvörð íslenska liðsins. "Dennis var hriklega flottur í markinu og hann er rosalega góður leikjamarkvörður. Hann á alltaf góðan leik þegar við erum að spila. Það er gott að vita af honum þarna fyrir aftan," sagði Birkir sem segir íslenska liðið jafnara en áður. "Við treystum á alla. Þetta er rosalega flott lið, jafnt og gott. Síðustu 10 ár hafa leikmennirnir verið misgóðir en nú erum við með fjórar þrusuflottar línur. Það geta allir spilað hokkí," sagði Birkir að lokum.Ísland - Belgía: Fyrsti leikurinn á HMLið Íslands er þannig skipað:Markmenn: Dennis Hedström, Snorri Sigurbergsson. 1. lína: Björn Jakobsson, Ingvar Jónsson (fyrirliði); Robin Hedström, Emil Alengard, Jón Gíslason. 2. lína: Birkir Árnason, Ingþór Árnason; Pétur Maack, Egill Þormóðsson, Björn Sigurðarson. 3. lína: Orri Blöndal, Úlfar Andrésson, Steindór Ingason; Jónas Magnússon, Brynjar Bergmann. 4. lína: Ingólfur Elíasson; Arnþór Bjarnason, Andri Mikaelsson, Jóhann Leifsson.60. mín | 3-0 | Þetta er komið í hús!!! Belgarnir tóku markmanninn út af og Íslendingar nýta sér það. Emil Alingard og Jón Gíslason komu sér á markalistann!59. mín | 1-0 | Belgarnir taka leikhlé þegar 69 sekúndur eru eftir af leiknum. Nú reynir á. Íslenska vörnin og Dennis þurfa að halda út.58. mín | 1-0 | Íslendingar eru með ágætis tök á leiknum þessa stundina. Mesta púðrið er farið úr leik Belganna.55. mín | 1-0 | Belgarnir halda áfram að pressa íslenska liðið sem er í hálfgerðri nauðvörn. Björn fékk reyndar fínt færi eftir skyndisókn en Legrand varði.52. mín | 1-0 | Enn ver Dennis, nú úr dauðafæri. Belgarnir sækja stíft þessar mínúturnar.49. mín | 1-0 | Belgarnir minna á sig en Dennis neitar að fá á sig mark. Sá er búinn að vera öflugur í markinu í kvöld.45. mín | 1-0 | Ísland stóð af sér kafla einum færri. Jónas fékk brottvísun og svo auka 10 refsimínútur fyrir óíþróttamannslega hegðun.41. mín | 1-0 | Fyrsta markið er komið og það er íslenskt!!! Björn Sigurðarson var þar að verki. Nú er bara að klára þetta. Egill Þormóðsson átti stoðsendinguna.3. leikhluti hafinn: Jæja, síðustu 20 mínútur leiksins framundan.2. leikhluta lokið: Belgarnir voru sterkari aðilinn seinni hluta leikhlutans og Dennis þurfti í þrígang að taka á honum stóra sínum. Einn Belginn brenndi líka af dauðafæri á lokamínútu leikhlutans. Íslenska liðið þarf að bæta í fyrir lokaleikhlutann.37. mín: Dennis ver aftur vel, nú frá Morgan Mitch.36. mín: Staðan enn markalaus. Ísland þarf nú að sýna styrk, einum færri.32. mín: Dennis í marki Íslands hefur ekki haft mikið að gera í kvöld en varði nú rétt í þessu vel frá leikmanni Belga.29. mín: Bekkirnir komnir í hár saman. Jónas Magnússon, aldursforsetinn í liði Íslands, og þjálfari Belganna munnhöggvast. Svona á þetta að vera. Belgía er núna tveimur mönnum færri.28. mín: Það er að færast hiti í þetta. Íslendingar eru enn manni færri eftir að Jónas Magnússon fékk brottvísun.25. mín: Íslendingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn áðan og nú rétt í þessu missti Ísland Jóhann Leifsson af velli.22. mín: Yoren de Smet, leikmaður Belga, fær brottvísun. Íslendingar verða manni fleiri næstu tvær mínúturnar. Þetta er þriðja sinn sem Belgar missa mann af velli í leiknum.2. leikhluti hafinn: Verður áhugavert að sjá hvernig næstu 20 mínúturnar þróast.1. leikhluta lokið: Belgarnir áttu gott færi á lokamínútu leikhlutans en alveg undir lok hans fékk Úlfar Andrésson, 27 ára gamall leikmaður Bjarnarins, upplagt færi sem ekki nýttist.16. mín: Belgarnir missa aftur mann af velli. Sjáum hvort okkar mönnum takist að nýta sér liðsmuninn.13. mín: Egill er áfram ágengur upp við mark Belganna en enn hefur ekkert mark litið dagsins í ljós.11. mín: Belgarnir eru einum færri þessa stundina.8. mín: Egill Þormóðsson í góðu færi en Arthur Legrand í marki Belga bjargar.6. mín: Besti kafli Íslands til þessa í leiknum. Markvörður Belganna þurfti að taka á honum stóra sínum.3. mín: Pressa hjá Belgum sem íslenska vörnin stendur af sér.Leikur hafinn: Sigmundur hefur talað og nú getur leikurinn hafist.Fyrir leik: Nú stendur yfir mjög mínímalísk setningarathöfn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er mættur og það er búið að rúlla út rauða dreglinum.Fyrir leik: Belgíska liðið er fremur ungt en allir leikmenn liðsins nema þrír eru fæddir 1989 eða seinna.Fyrir leik: Dómari leiksins kemur frá Póllandi og heitir Pawel Meszynski. Línuverðir eru Havar Dahl frá Noregi og Króatinn Marko Sakovic.Fyrir leik: Tveimur leikjum er lokið á HM í dag. Í opnunarleik mótsins vann Spánn öruggan sigur á Ástralíu, 6-1 (2-1, 1-0, 3-0). Í öðrum leik dagsins vann Rúmenía Serbíu, 4-8 (0-3, 2-3, 2-2). Þess má geta að Rúmenía er eina liðið í riðlinum sem Ísland hefur ekki unnið.Fyrir leik: Flestir úr íslenska leikmannahópnum koma frá Skautafélagi Akureyrar, eða átta leikmenn. Þrír leika með Birninum, tveir með Esju og einn með Skautafélagi Reykjavíkur. Þá leika átta leikmenn íslenska liðsins með erlendum liðum.Fyrir leik: Leikmannahóp Íslands má sjá í heild sinni með því að smella hér.Fyrir leik: Þjálfari íslenska liðsins er Tim Brithén, 37 ára gamall Svíi. Hann stýrði Íslandi á HM í fyrra þar sem liðið náði í silfurverðlaun eins og áður sagði.Fyrir leik: Björn Róbert Sigurðarson verður með íslenska liðinu á mótinu en hann hefur spilað við góða orðstír með Aberdeen Wings í Bandaríkjunum. Hann spilar þar í North American Hockey League sem er ein af bestu unglingadeildunum í Bandaríkjunum.Fyrir leik: Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals.Fyrir leik: Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason.Fyrir leik: Þetta er í fimmta sinn sem heimsmeistaramótið fer fram á Íslandi en það fór einnig fram hér 2000, 2004, 2006 og 2012.Fyrir leik: Fjögur af þeim liðum sem eru í riðli með Íslandi að þessu sinni hafa á einhverjum tímapunkti leikið í 1.deild en það eru Serbía, Rúmenía, Spánn og Ástralía.Fyrir leik: Flestir leikmenn íslenska liðsins eru klárir þó Andri Már Helgason glími við meiðsli í læri og Arnþór Bjarnason hefur verið veikur.Fyrir leik: Útlit er fyrir að riðillinn að þessu sinni verði gríðarlega spennandi en íslenska liðið spilaði í sama riðli á síðasta ári og endaði þá í öðru sætinu og fékk silfur.
Íþróttir Tengdar fréttir Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. 13. apríl 2015 15:30 HM í íshokkí á Íslandi - ókeypis á alla leiki nema þá með íslenska liðinu Heimsmeistaramót karla í A riðli 2. deildar í íshokkí hefst í dag í Skautahöllinni í Laugardal og stendur það til 19. apríl næstkomandi. Þátttökuþjóðir í 2. deildinni í ár eru Ísland, Rúmenía, Belgía, Serbía, Ástralía og Spánn. 13. apríl 2015 11:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. 13. apríl 2015 15:30
HM í íshokkí á Íslandi - ókeypis á alla leiki nema þá með íslenska liðinu Heimsmeistaramót karla í A riðli 2. deildar í íshokkí hefst í dag í Skautahöllinni í Laugardal og stendur það til 19. apríl næstkomandi. Þátttökuþjóðir í 2. deildinni í ár eru Ísland, Rúmenía, Belgía, Serbía, Ástralía og Spánn. 13. apríl 2015 11:00