Þriggja sætaraða Range Rover Evoque Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 10:33 Range Rover Evoque. Minnsti bíll Range Rover, Evoque, verður brátt hægt að fá í ekki svo smávaxinni útgáfu, en markaðssetning hans er plönuð seint á næsta ári. Þessi lengri útgáfa Evoque verður byggður á sama undirvagni og komandi Jaguar F-Page jeppi og fær nafnið Range Rover Evoque Plus. Þessi bíll verður þó ekki stærri en Range Rover Sport, en liggur á milli hans og núverandi gerðar Evoque. Range Rover Evoque Plus á sem fyrr að verða á viðráðanlegu verði og ekki vera eins sportlegur í hegðun og Range Rover Sport og talsvert ódýrari. Range Rover Evoque Plus mun fá hinar nýju Ingenium bensín- og dísilvélar Jaguar/Land Rover, en þær mun fyrst sjást í Jaguar XE og XF bílunum. Núverandi Range Rover Evoque kostar nú 42.095 dollara í Bandaríkjunum, en Range Rover Evoque Plus verður líklega á bilinu 60.000 til 90.000 dollarar, eftir vélargerð. Með tilkomu Range Rover Evoque Plus fjölgar þeim bílgerðum Land Rover fyrirtækisins sem höfða á meira til almennings en hinir dýru Range Rover og Range Rover Sport bílar og með því hyggst fyrirtækið fjölga mögulegum kaupendum. Á næsta ári mun Range Rover Evoque einnig fást sem blæjubíll, en næsta kynslóð Evoque er sett á árið 2019. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Minnsti bíll Range Rover, Evoque, verður brátt hægt að fá í ekki svo smávaxinni útgáfu, en markaðssetning hans er plönuð seint á næsta ári. Þessi lengri útgáfa Evoque verður byggður á sama undirvagni og komandi Jaguar F-Page jeppi og fær nafnið Range Rover Evoque Plus. Þessi bíll verður þó ekki stærri en Range Rover Sport, en liggur á milli hans og núverandi gerðar Evoque. Range Rover Evoque Plus á sem fyrr að verða á viðráðanlegu verði og ekki vera eins sportlegur í hegðun og Range Rover Sport og talsvert ódýrari. Range Rover Evoque Plus mun fá hinar nýju Ingenium bensín- og dísilvélar Jaguar/Land Rover, en þær mun fyrst sjást í Jaguar XE og XF bílunum. Núverandi Range Rover Evoque kostar nú 42.095 dollara í Bandaríkjunum, en Range Rover Evoque Plus verður líklega á bilinu 60.000 til 90.000 dollarar, eftir vélargerð. Með tilkomu Range Rover Evoque Plus fjölgar þeim bílgerðum Land Rover fyrirtækisins sem höfða á meira til almennings en hinir dýru Range Rover og Range Rover Sport bílar og með því hyggst fyrirtækið fjölga mögulegum kaupendum. Á næsta ári mun Range Rover Evoque einnig fást sem blæjubíll, en næsta kynslóð Evoque er sett á árið 2019.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent