Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn.
Alda hlýtur í verðlaun 10 milljónir króna auk landsfrægðar en hún sagði í þættinum í kvöld að eftir þátttöku sína í Ísland Got Talent finni hún að auðveldara verður að vekja athygli á sér og sínum sönghæfileikum.
Hér að neðan má sjá siguratriði kvöldsins.