Íslenski boltinn

HK framlengir við tvo lykilmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Gunnar og Guðmundur Atli verða áfram í herbúðum HK.
Jón Gunnar og Guðmundur Atli verða áfram í herbúðum HK. mynd/hk
HK hefur framlengt samninga tveggja lykilmanna liðsins, Guðmundar Atla Steinþórssonar og Jóns Gunnars Eysteinssonar. Samningar þeirra beggja gilda út tímabilið.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Kópavogsliðið í baráttunni sem framundan er í 1. deildinni. HK, sem leikur undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar, endaði í 6. sæti 1. deildar í fyrra og stefnir væntanlega á að gera betur í ár.

Guðmundur var markahæsti leikmaður HK í fyrra með 10 mörk en hann var jafnframt fjórði markahæsti leikmaður 1. deildarinnar. Árið þar á undan var hann markakóngur 2. deildar með 17 mörk.

Jón Gunnar kom til HK fyrir síðasta tímabil og lék alla leiki liðsins nema einn í 1. deildinni í fyrra. Hann lék áður undir stjórn Þorvaldar hjá KA, Fjarðabyggð og Fram.

HK sækir Gróttu heim í fyrsta leik sínum 1. deildinni, 8. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×