QuizUp hlaut Webby-verðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2015 07:21 Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla. Sameiginleg auglýsingaherferð QuizUp og Google hlýtur Webby-verðlaunin í ár í flokknum auglýsingar og miðlun en þetta kemur fram í tilkynningu frá Plain Vanilla. Herferð fyrirtækjanna fékk svokölluð People’s Choice verðlaun þar sem almenningur velur vinningshafann, en einnig eru veitt verðlaun sem valin eru af dómnefnd. Verðlaunaverkefnið snerist m.a. um að nota loftmyndir úr Google Maps landakortakerfinu sem spurningar í QuizUp leiknum. Það voru þeir Viggó Jónsson og Ari Tómasson sem önnuðust verkefnið fyrir hönd Plain Vanilla og í samvinnu við auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks en verkefnið var í höndum farsímadeildar Google í Norður-Ameríku. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu og frumlegustu notkun á myndskeiðum, hljóði og hreyfimyndum fyrir farsíma og spjaldtölvur til að koma vörumerki, vöru eða almennum skilaboðum á framfæri. Meðal annarra Webby-verðlaunahafa í ár eru stefnumótaappið Tinder, Íslandsvinurinn og Vine-stjarnan Jerome Jarre, Virgin flugfélagið og TED-ráðstefnan. Verðlaunaafhendingin sjálf verður við hátíðlega athöfn í beinni útsendingu frá Los Angeles þann 19. maí næstkomandi. Webby-verðlaunin hafa verið afhent síðan 1996 og eru almennt talin þau virtustu sem veitt eru á netinu. Á heimasíðu verðlaunanna má lesa að á síðasta ári hafi umfjöllun um verðlaunaúthlutunina náð alls til tveggja milljarða manna í gegnum netfréttasíður, dagblöð og sjónvarpsstöðvar. QuizUp hefur áður unnið Webby verðlaun, en á síðasta ári hlaut leikurinn verðlaun sem besti fjölspilunarleikurinn. Þá hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir að skara fram úr á sínu sviði. „Það er ánægjulegt að sjá að samstarfsverkefni okkar við stórfyrirtæki á borð við Google fái þessa miklu athygli. Við höfum lagt mikla áherslu á að koma leiknum á framfæri í samstarfi við ýmist stórfyrirtæki vestanhafs og var þetta verkefni liður í því. Þessi verðlaun eru mjög mikils metin í okkar geira og gaman að QuizUp sé þarna í félagskap með mörgum öðrum frábærum verkefnum og fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla sem gefur út QuizUp. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Sameiginleg auglýsingaherferð QuizUp og Google hlýtur Webby-verðlaunin í ár í flokknum auglýsingar og miðlun en þetta kemur fram í tilkynningu frá Plain Vanilla. Herferð fyrirtækjanna fékk svokölluð People’s Choice verðlaun þar sem almenningur velur vinningshafann, en einnig eru veitt verðlaun sem valin eru af dómnefnd. Verðlaunaverkefnið snerist m.a. um að nota loftmyndir úr Google Maps landakortakerfinu sem spurningar í QuizUp leiknum. Það voru þeir Viggó Jónsson og Ari Tómasson sem önnuðust verkefnið fyrir hönd Plain Vanilla og í samvinnu við auglýsingastofuna Jónsson & Le'macks en verkefnið var í höndum farsímadeildar Google í Norður-Ameríku. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu og frumlegustu notkun á myndskeiðum, hljóði og hreyfimyndum fyrir farsíma og spjaldtölvur til að koma vörumerki, vöru eða almennum skilaboðum á framfæri. Meðal annarra Webby-verðlaunahafa í ár eru stefnumótaappið Tinder, Íslandsvinurinn og Vine-stjarnan Jerome Jarre, Virgin flugfélagið og TED-ráðstefnan. Verðlaunaafhendingin sjálf verður við hátíðlega athöfn í beinni útsendingu frá Los Angeles þann 19. maí næstkomandi. Webby-verðlaunin hafa verið afhent síðan 1996 og eru almennt talin þau virtustu sem veitt eru á netinu. Á heimasíðu verðlaunanna má lesa að á síðasta ári hafi umfjöllun um verðlaunaúthlutunina náð alls til tveggja milljarða manna í gegnum netfréttasíður, dagblöð og sjónvarpsstöðvar. QuizUp hefur áður unnið Webby verðlaun, en á síðasta ári hlaut leikurinn verðlaun sem besti fjölspilunarleikurinn. Þá hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir að skara fram úr á sínu sviði. „Það er ánægjulegt að sjá að samstarfsverkefni okkar við stórfyrirtæki á borð við Google fái þessa miklu athygli. Við höfum lagt mikla áherslu á að koma leiknum á framfæri í samstarfi við ýmist stórfyrirtæki vestanhafs og var þetta verkefni liður í því. Þessi verðlaun eru mjög mikils metin í okkar geira og gaman að QuizUp sé þarna í félagskap með mörgum öðrum frábærum verkefnum og fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla sem gefur út QuizUp.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira