Albert Brynjar: Lærum af klúðrinu í lokaumferðinni í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 09:30 Albert Brynjar Ingason. mynd/skjáskot „Við erum klárir í slaginn og mjög spenntir fyrir því að hefja leik eftir langt undirbúningstímabil,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Vísi. Fylki er spáð fimmta sæti af Fréttablaðinu og Vísi, en Albert er spenntur fyrir sumrinu og liðinu sem Fylki er með. „Mér finnst við vera með góðan hóp. Við erum búnir að missa góða menn; Stjáni þurfti að hætta og Agnar Bragi líka sökum meiðsla. Að sama skapi fáum við Kristján Hauksson aftur inn og svo erum við að klára Tonci,“ segir Albert Brynjar. „Einnig erum við búnir að fá Andra Jónsson sem kemur í hægri bakvörðinn. Við erum búnir að fara yfir vörnina, en svo vita allir af Ingimundi, Ásgeiri Berki og Jóa Kalla.“Ótrúlegt að kasta frá sér Evrópusæti Fylkisliðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Það komst auðveldlega í átta liða úrslit Lengjubikarsins þar sem það fékk svo skell gegn 1. deildar liði KA. „Við höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum í vetur sem okkur fannst trufla okkur síðasta sumar. Það var aðallega að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Sérstaklega úr föstum leikatriðum,“ segir Albert Brynjar. „Fyrir utan leikinn á móti KA um daginn sem var algjör sprengja fengum við á okkur fá mörk. Við höfum verið þéttari.“ Stefnan hjá Fylki er að ná Evrópusæti enda tilgangslaust fyrir lið sem hefur verið í deildinni í fimmtán ár að stefna á eitthvað minna. „Auðvitað viljum við vera eins ofarlega og við getum. Það fer ekkert lið sem er búið að festa sig í sessi í þessari deild inn í þetta mót með það í huga að vera í sjötta eða sjöunda sæti. Við ætlum okkur í Evrópusæti. Það verðum við að gera ef félagið á að stækka,“ segir Albert Brynjar, en Fylkismenn voru klaufar í lokaleiknum í fyrra að landa ekki sæti í Evrópudeildinni. „Það er alveg ótrúlegt að við köstuðum frá okkur Evrópusæti. Það leit ekki þannig út í síðasta leik. Sá leikur, á móti Fram, er sá leikur sem við fórum með okkur inn í undirbúningstímabilið.“Agaðari í sumar Fylkir var 3-2 yfir gegn Fram í lokaumferðinni og manni fleiri, en fékk á sig tvö mörk gegn föllnu liði Fram og missti af sæti í Evrópukeppni. „Við vorum þar yfir en köstum þessu frá okkur. Það eru ákveðnir þættir í þeim leik sem við horfum til; einbeiting og svona. Við þurftum meiri aga og einbeitingu. Við verðum agaðri í sumar heldur en í fyrra. Þetta er leikur sem við lærum af,“ segir Albert Brynjar. Síðast komst Fylkir í Evrópukeppni 2009 þegar liðið náði í 43 stig og hafnaði í þriðja sæti. „Við erum með góðan kjarna og þarna árið 2009 var líka Kjartan Ágúst að spila. Við horfum alltaf á þetta tímabil og reynum að hugsa til þess hvað við gerðum til að standa okkur svona vel,“ segir Albert Brynjar, en hvert var leyndarmálið fyrir sex árum? „Lykillinn þarna var hrikalega góður mórall í liðinu. Það var svo mikil trú á því sem við vorum að gera. Mér finnst eins og það sé að koma aftur núna. Menn vilja endurtaka þetta tímabil, þetta var rosalega gaman. Stemningin og trúin fleytti okkur í þetta þriðja sæti árið 2009,“ segir Albert Brynjar Ingason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Við erum klárir í slaginn og mjög spenntir fyrir því að hefja leik eftir langt undirbúningstímabil,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Vísi. Fylki er spáð fimmta sæti af Fréttablaðinu og Vísi, en Albert er spenntur fyrir sumrinu og liðinu sem Fylki er með. „Mér finnst við vera með góðan hóp. Við erum búnir að missa góða menn; Stjáni þurfti að hætta og Agnar Bragi líka sökum meiðsla. Að sama skapi fáum við Kristján Hauksson aftur inn og svo erum við að klára Tonci,“ segir Albert Brynjar. „Einnig erum við búnir að fá Andra Jónsson sem kemur í hægri bakvörðinn. Við erum búnir að fara yfir vörnina, en svo vita allir af Ingimundi, Ásgeiri Berki og Jóa Kalla.“Ótrúlegt að kasta frá sér Evrópusæti Fylkisliðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Það komst auðveldlega í átta liða úrslit Lengjubikarsins þar sem það fékk svo skell gegn 1. deildar liði KA. „Við höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum í vetur sem okkur fannst trufla okkur síðasta sumar. Það var aðallega að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Sérstaklega úr föstum leikatriðum,“ segir Albert Brynjar. „Fyrir utan leikinn á móti KA um daginn sem var algjör sprengja fengum við á okkur fá mörk. Við höfum verið þéttari.“ Stefnan hjá Fylki er að ná Evrópusæti enda tilgangslaust fyrir lið sem hefur verið í deildinni í fimmtán ár að stefna á eitthvað minna. „Auðvitað viljum við vera eins ofarlega og við getum. Það fer ekkert lið sem er búið að festa sig í sessi í þessari deild inn í þetta mót með það í huga að vera í sjötta eða sjöunda sæti. Við ætlum okkur í Evrópusæti. Það verðum við að gera ef félagið á að stækka,“ segir Albert Brynjar, en Fylkismenn voru klaufar í lokaleiknum í fyrra að landa ekki sæti í Evrópudeildinni. „Það er alveg ótrúlegt að við köstuðum frá okkur Evrópusæti. Það leit ekki þannig út í síðasta leik. Sá leikur, á móti Fram, er sá leikur sem við fórum með okkur inn í undirbúningstímabilið.“Agaðari í sumar Fylkir var 3-2 yfir gegn Fram í lokaumferðinni og manni fleiri, en fékk á sig tvö mörk gegn föllnu liði Fram og missti af sæti í Evrópukeppni. „Við vorum þar yfir en köstum þessu frá okkur. Það eru ákveðnir þættir í þeim leik sem við horfum til; einbeiting og svona. Við þurftum meiri aga og einbeitingu. Við verðum agaðri í sumar heldur en í fyrra. Þetta er leikur sem við lærum af,“ segir Albert Brynjar. Síðast komst Fylkir í Evrópukeppni 2009 þegar liðið náði í 43 stig og hafnaði í þriðja sæti. „Við erum með góðan kjarna og þarna árið 2009 var líka Kjartan Ágúst að spila. Við horfum alltaf á þetta tímabil og reynum að hugsa til þess hvað við gerðum til að standa okkur svona vel,“ segir Albert Brynjar, en hvert var leyndarmálið fyrir sex árum? „Lykillinn þarna var hrikalega góður mórall í liðinu. Það var svo mikil trú á því sem við vorum að gera. Mér finnst eins og það sé að koma aftur núna. Menn vilja endurtaka þetta tímabil, þetta var rosalega gaman. Stemningin og trúin fleytti okkur í þetta þriðja sæti árið 2009,“ segir Albert Brynjar Ingason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00