Gísli Pálmi segist aldrei hafa séð jafn mikið af eiturlyfjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2015 22:37 „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta.“ vísir/vilhelm Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson segist aldrei hafa ætlað sér að verða fyrirmynd annarra. Það sé ekki og verði ekki stefnan. Hann vinni sína vinnu af heiðarleika og hreinskilni og af því skýrist velgengnin. Þrátt fyrir gagnrýni muni hann ekki hætta að segja sögu sína og sannleikann „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rokklandi á Rás 2 í dag. Rapparinn virðist vekja athygli hvert sem hann er. Óvægin tónlist hans, framkoma og talsmáti vekur ávallt umtal en hann lætur það lítið á sig fá. Hann gaf út sína fyrstu plötu á dögunum sem varð afar vinsæl. Svo mjög að hún rauk upp vinsældarlistana og fólk beið í röðum eftir að ná eintaki.„Ekki ég sem er að selja dópið lengur“ „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta. Ég er ekkert að bulla, það þekkja margir söguna mína og vita að það sem ég er að gera er bara ekta. Ég hef ekkert að fela og hef aldrei falið neitt,“ sagði hann í viðtalinu og bætti við að engir aðrir tónlistarmenn hafi þorað að segja söguna á þennan hátt, en lögin hans snúast meira og minna um eiturlyf og annað misferli. „Það er mjög mikið af eiturlyfjum í samfélaginu okkar. Ég hef aldrei séð jafn mikið. Venjulega voru það háskóla- og framhaldsskólakrakkarnir sem voru á móti því en ekki í dag [....] En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann hefði selt fíkniefni sagði hann: „Það er alveg ótengt tónlistinni.“Viðtalið við hann má heyra á vefsíðu RÚV. Tengdar fréttir Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson segist aldrei hafa ætlað sér að verða fyrirmynd annarra. Það sé ekki og verði ekki stefnan. Hann vinni sína vinnu af heiðarleika og hreinskilni og af því skýrist velgengnin. Þrátt fyrir gagnrýni muni hann ekki hætta að segja sögu sína og sannleikann „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rokklandi á Rás 2 í dag. Rapparinn virðist vekja athygli hvert sem hann er. Óvægin tónlist hans, framkoma og talsmáti vekur ávallt umtal en hann lætur það lítið á sig fá. Hann gaf út sína fyrstu plötu á dögunum sem varð afar vinsæl. Svo mjög að hún rauk upp vinsældarlistana og fólk beið í röðum eftir að ná eintaki.„Ekki ég sem er að selja dópið lengur“ „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta. Ég er ekkert að bulla, það þekkja margir söguna mína og vita að það sem ég er að gera er bara ekta. Ég hef ekkert að fela og hef aldrei falið neitt,“ sagði hann í viðtalinu og bætti við að engir aðrir tónlistarmenn hafi þorað að segja söguna á þennan hátt, en lögin hans snúast meira og minna um eiturlyf og annað misferli. „Það er mjög mikið af eiturlyfjum í samfélaginu okkar. Ég hef aldrei séð jafn mikið. Venjulega voru það háskóla- og framhaldsskólakrakkarnir sem voru á móti því en ekki í dag [....] En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann hefði selt fíkniefni sagði hann: „Það er alveg ótengt tónlistinni.“Viðtalið við hann má heyra á vefsíðu RÚV.
Tengdar fréttir Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45
Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00
Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið