Gísli Pálmi segist aldrei hafa séð jafn mikið af eiturlyfjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2015 22:37 „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta.“ vísir/vilhelm Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson segist aldrei hafa ætlað sér að verða fyrirmynd annarra. Það sé ekki og verði ekki stefnan. Hann vinni sína vinnu af heiðarleika og hreinskilni og af því skýrist velgengnin. Þrátt fyrir gagnrýni muni hann ekki hætta að segja sögu sína og sannleikann „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rokklandi á Rás 2 í dag. Rapparinn virðist vekja athygli hvert sem hann er. Óvægin tónlist hans, framkoma og talsmáti vekur ávallt umtal en hann lætur það lítið á sig fá. Hann gaf út sína fyrstu plötu á dögunum sem varð afar vinsæl. Svo mjög að hún rauk upp vinsældarlistana og fólk beið í röðum eftir að ná eintaki.„Ekki ég sem er að selja dópið lengur“ „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta. Ég er ekkert að bulla, það þekkja margir söguna mína og vita að það sem ég er að gera er bara ekta. Ég hef ekkert að fela og hef aldrei falið neitt,“ sagði hann í viðtalinu og bætti við að engir aðrir tónlistarmenn hafi þorað að segja söguna á þennan hátt, en lögin hans snúast meira og minna um eiturlyf og annað misferli. „Það er mjög mikið af eiturlyfjum í samfélaginu okkar. Ég hef aldrei séð jafn mikið. Venjulega voru það háskóla- og framhaldsskólakrakkarnir sem voru á móti því en ekki í dag [....] En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann hefði selt fíkniefni sagði hann: „Það er alveg ótengt tónlistinni.“Viðtalið við hann má heyra á vefsíðu RÚV. Tengdar fréttir Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson segist aldrei hafa ætlað sér að verða fyrirmynd annarra. Það sé ekki og verði ekki stefnan. Hann vinni sína vinnu af heiðarleika og hreinskilni og af því skýrist velgengnin. Þrátt fyrir gagnrýni muni hann ekki hætta að segja sögu sína og sannleikann „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rokklandi á Rás 2 í dag. Rapparinn virðist vekja athygli hvert sem hann er. Óvægin tónlist hans, framkoma og talsmáti vekur ávallt umtal en hann lætur það lítið á sig fá. Hann gaf út sína fyrstu plötu á dögunum sem varð afar vinsæl. Svo mjög að hún rauk upp vinsældarlistana og fólk beið í röðum eftir að ná eintaki.„Ekki ég sem er að selja dópið lengur“ „Þetta er bara alvöru tónlist. Þeir sem fýla alvöru tónlist bara elska þetta, það er ástæðan fyrir því að tekið er svona vel í þetta. Ég er ekkert að bulla, það þekkja margir söguna mína og vita að það sem ég er að gera er bara ekta. Ég hef ekkert að fela og hef aldrei falið neitt,“ sagði hann í viðtalinu og bætti við að engir aðrir tónlistarmenn hafi þorað að segja söguna á þennan hátt, en lögin hans snúast meira og minna um eiturlyf og annað misferli. „Það er mjög mikið af eiturlyfjum í samfélaginu okkar. Ég hef aldrei séð jafn mikið. Venjulega voru það háskóla- og framhaldsskólakrakkarnir sem voru á móti því en ekki í dag [....] En það er ekki ég sem er að selja dópið lengur,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann hefði selt fíkniefni sagði hann: „Það er alveg ótengt tónlistinni.“Viðtalið við hann má heyra á vefsíðu RÚV.
Tengdar fréttir Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45
Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00
Gísli Pálmi með plötu á döfinni "Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum." 24. mars 2015 23:27
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“