Fjallið varð að sætta sig við þriðja sætið: „Kem bara að ári og sæki þetta“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 11:17 Íslenski hópurinn. Vísir Hafþór Júlíus Björnsson lenti í þriðja sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Kuala Lumpur í dag. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw fór með sigur af hólmi og Litháinn Zydrunas Savickas lenti í öðru sæti. „Auðvitað fékk þetta á allan hópinn en hingað út vorum við öll komin til að sjá vin okkar, son og félaga sækja titilinn heim,“ segir Einar Magnús Ólafíuson, félagi Hafþórs. Einar og Andri Reyr Vignisson fóru út með þeim stóra til að standa við bakið á honum. „Það hefði verið kærkomið að lenda á Íslandi með titilinn þann 28. sem er einmitt afmælisdagur Jóns Páls Sigmarssonar heitins.“ Þeir félagar segja þó að allir í hópnum séu stoltir af sínum manni. Hafþór hafi fljótt farið að bera sig vel þrátt fyrir að hafa ekki náð takmarki sínu.Sjá einnig: Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdagÞrír sterkustu menn heims, okkar maður lengst til hægri.Vísir„Eins og sannur íþróttamaður sagði hann: Ég kem þá bara að ári og sæki þetta, stærri, hraðari og sterkari, með meiri reynslu en ég hafði í ár,“ segir Andri. „Þetta er þyngsta og erfiðasta keppni sem haldin hefur verið í Sterkasti maður heims fyrr og síðar aðstæðurnar alveg þær erfiðustu.“ Hafþór keppti í þremur greinum í dag: Aflstiga (e. Power stairs), drumbalyftu og Atlassteinum. Í þeirri fyrstu, þar sem keppendur burðast með níðþung lóð upp 55 sentímetra háar tröppur, lenti hann í öðru sæti á eftir Savickas, en aðeins 0,8 sekúndum munaði á þeim tveimur.Sjá einnig: Kallaður Thor í Kuala Lumpur Í drumbalyftunni þarf að lyfta drumbi beint upp fyrir haus. Byrjunarþyngdin var 165 kíló og náði Hafþór að lyfta því, sem og þegar bætt var á drumbinn og hann orðinn 180 kíló. Næsta þyngd var svo 195 kíló, sem hefði verið nýtt Íslandsmet. En upp fór ekki drumburinn hjá Hafþóri. „Þá voru ekki nema 2,5 stig milli þriggja efstu mannanna og Atlassteinarnir eftir,“ segir Einar. „Þetta hefur verið allra besta grein Hafþórs síðustu ár og hann þekktur sem „King of Stones“ eftir síðasta mót í Los Angeles.“ Svo fór þó að hitinn og rakinn í Malasíu sagði til sín og fyrsti og fjórði steininn runnu úr greipum Hafþórs. Það varð til þess að hann náði aðeins þriðja sætinu í þessari grein og því engin von um íslenskan sigur að þessu sinni.Félagarnir Andri Reyr og Einar Magnús kveðja frá Malasíu og segjast vona að þeim hafi tekist að koma keppninni ágætlega til skila heim á klakann. „Við þökkum öllum sem aðstoðuðu okkur við að gera þetta mögulegt. Við þökkum Nova fyrir þeirra aðkomu, LG símum á Íslandi, Actus, GÁP og auðvitað Vísi fyrir að gera þessu góð skil með okkur.“ Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46 Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15 Fjallið flaug í úrslitin: „Þetta var bara létt æfing“ Hafþór Júlíus Björnsson keppti í einni grein í keppninni um Sterkasta mann heims í Kuala Lumpur í dag og var um enga smá grein að ræða, Atlasssteinana. 22. apríl 2015 22:58 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Fjallið í Íslandi í dag: Braut eitt sinn ljósabekk Hafþór Júlíus Björnsson hefur keppni í sterkasta manni í heimi á morgun. 17. apríl 2015 08:21 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson lenti í þriðja sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Kuala Lumpur í dag. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw fór með sigur af hólmi og Litháinn Zydrunas Savickas lenti í öðru sæti. „Auðvitað fékk þetta á allan hópinn en hingað út vorum við öll komin til að sjá vin okkar, son og félaga sækja titilinn heim,“ segir Einar Magnús Ólafíuson, félagi Hafþórs. Einar og Andri Reyr Vignisson fóru út með þeim stóra til að standa við bakið á honum. „Það hefði verið kærkomið að lenda á Íslandi með titilinn þann 28. sem er einmitt afmælisdagur Jóns Páls Sigmarssonar heitins.“ Þeir félagar segja þó að allir í hópnum séu stoltir af sínum manni. Hafþór hafi fljótt farið að bera sig vel þrátt fyrir að hafa ekki náð takmarki sínu.Sjá einnig: Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdagÞrír sterkustu menn heims, okkar maður lengst til hægri.Vísir„Eins og sannur íþróttamaður sagði hann: Ég kem þá bara að ári og sæki þetta, stærri, hraðari og sterkari, með meiri reynslu en ég hafði í ár,“ segir Andri. „Þetta er þyngsta og erfiðasta keppni sem haldin hefur verið í Sterkasti maður heims fyrr og síðar aðstæðurnar alveg þær erfiðustu.“ Hafþór keppti í þremur greinum í dag: Aflstiga (e. Power stairs), drumbalyftu og Atlassteinum. Í þeirri fyrstu, þar sem keppendur burðast með níðþung lóð upp 55 sentímetra háar tröppur, lenti hann í öðru sæti á eftir Savickas, en aðeins 0,8 sekúndum munaði á þeim tveimur.Sjá einnig: Kallaður Thor í Kuala Lumpur Í drumbalyftunni þarf að lyfta drumbi beint upp fyrir haus. Byrjunarþyngdin var 165 kíló og náði Hafþór að lyfta því, sem og þegar bætt var á drumbinn og hann orðinn 180 kíló. Næsta þyngd var svo 195 kíló, sem hefði verið nýtt Íslandsmet. En upp fór ekki drumburinn hjá Hafþóri. „Þá voru ekki nema 2,5 stig milli þriggja efstu mannanna og Atlassteinarnir eftir,“ segir Einar. „Þetta hefur verið allra besta grein Hafþórs síðustu ár og hann þekktur sem „King of Stones“ eftir síðasta mót í Los Angeles.“ Svo fór þó að hitinn og rakinn í Malasíu sagði til sín og fyrsti og fjórði steininn runnu úr greipum Hafþórs. Það varð til þess að hann náði aðeins þriðja sætinu í þessari grein og því engin von um íslenskan sigur að þessu sinni.Félagarnir Andri Reyr og Einar Magnús kveðja frá Malasíu og segjast vona að þeim hafi tekist að koma keppninni ágætlega til skila heim á klakann. „Við þökkum öllum sem aðstoðuðu okkur við að gera þetta mögulegt. Við þökkum Nova fyrir þeirra aðkomu, LG símum á Íslandi, Actus, GÁP og auðvitað Vísi fyrir að gera þessu góð skil með okkur.“
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46 Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15 Fjallið flaug í úrslitin: „Þetta var bara létt æfing“ Hafþór Júlíus Björnsson keppti í einni grein í keppninni um Sterkasta mann heims í Kuala Lumpur í dag og var um enga smá grein að ræða, Atlasssteinana. 22. apríl 2015 22:58 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Fjallið í Íslandi í dag: Braut eitt sinn ljósabekk Hafþór Júlíus Björnsson hefur keppni í sterkasta manni í heimi á morgun. 17. apríl 2015 08:21 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46
Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00
Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54
Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15
Fjallið flaug í úrslitin: „Þetta var bara létt æfing“ Hafþór Júlíus Björnsson keppti í einni grein í keppninni um Sterkasta mann heims í Kuala Lumpur í dag og var um enga smá grein að ræða, Atlasssteinana. 22. apríl 2015 22:58
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55
Fjallið í Íslandi í dag: Braut eitt sinn ljósabekk Hafþór Júlíus Björnsson hefur keppni í sterkasta manni í heimi á morgun. 17. apríl 2015 08:21