Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-16 | Öruggur sigur deildarmeistaranna Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 23. apríl 2015 15:09 Vísir/Vilhelm Grótta rúllaði yfir ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Lokatölur 27-16, Seltirningum í vil. Eftir brösugan fyrri hálfleik gáfu deildar- og bikarmeistararnir í í seinni hálfleik og hreinlega völtuðu yfir ráðalaust lið ÍBV sem þarf að bæta leik sinn verulega á öllum svipum ef það ætlar ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Það er ekki hægt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið vel leikinn. Varnarleikur liðanna var reyndar ágætur og þá sérstaklega hjá Gróttu en sóknarleikur liðanna var vondur. Þau gerðu ótal mörg klaufamistök og tapaðir boltar voru samtals 22, 10 hjá gestunum úr Eyjum og 12 hjá Gróttu. Seltirningar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðu aldrei að slíta sig frá Eyjaliðinu. Íris Björk Símonardóttir var öflug í marki Gróttu og varði alls 14 skot í fyrri hálfleik, eða 61% þeirra skota sem hún fékk á sig. Markvarslan hjá ÍR var engin til að byrja með en Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir átti ágætis innkomu og kom í veg fyrir að Grótta næði afgerandi forskoti. Heimakonur komust í 6-3 en þá við 10 mínútna kafli án marks. ÍBV mistókst hins vegar að nýta sér þessa tregðu í sóknarleik Gróttu og Seltirningar náðu aftur áttum á lokakafla fyrri hálfleiks. Grótta komst mest fjórum mörkum yfir en Elín Anna Baldursdóttir sá til þess að munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 12-9, þegar hún skoraði úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn einni fleiri og nýttu sér það til að skora tvö mörk og minnka muninn í eitt mark, 12-11. Grótta svaraði með 4-2 kafla en Eyjakonur fengu gott tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk sína aðra brottvísun í stöðunni 16-13. En í staðinn fyrir að ÍBV minnkaði muninn skoraði Grótta tvö mörk gegn engu á næstu tveimur mínútum og náði fimm marka forskoti, 18-13. Og þá var björninn unninn. Íris varði allt sem á markið kom og smám saman misstu Eyjakonur þá litlu trú sem þær virtust hafa á verkefninu. Sóknarleikurinn var átakanlega slakur allan leikinn, vörninn holótt og markvarslan lítil. Grótta bætti jafnt og þétt við forskotið og vann að lokum 11 marka sigur, 27-16. Anett Köbli var markahæst í liði Gróttu með sjö mörk en Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með fimm mörk, en fjögur þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Íris átti lygilegan leik milli stanganna og varði 23 skot, eða 61% þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði mest í liði ÍBV eða fimm mörk. Liðin mætast öðru sinni úti í Eyjum á laugardaginn.Kári: Flýttum okkur of mikið í fyrri hálfleik Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að hans stúlkur hefðu verið hálf ryðgaðar í byrjun leiks enda tvær vikur liðnar frá síðasta leik liðsins. „Eyjaliðið er gott og með flott byrjunarlið og við þurfum að eiga góðan dag til að vinna það,“ sagði Kári. „Við vorum ekkert sérstaklega hress með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Það komu alltof langir kaflar þar sem lítið gekk og við gerðum of marga tæknifeila. „Varnarleikurinn var hins vegar sterkur allan tímann og við erum ánægð með hann og svo var Íris auðvitað frábær fyrir aftan. „En við náðum svo að rífa okkur í gang og byggja upp forskot með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum,“ sagði Kári. Grótta tapaði boltanum 12 sinnum í fyrri hálfleik og lækkaði þá tölu í seinni hálfleik sem skipti sköpum að mati Kára. „Það gerði það. Í fyrri hálfleik ætluðum við okkur að leysa ráðgátuna eftir tvær sendingar og flýttum okkur alltof mikið. „Við vorum í sendingavandræðum og köstuðum boltanum of oft í hendurnar á þeim,“ sagði Kári en við hverju býst hann á laugardaginn þegar liðin mætast í annað sinn? „Ég býst við hörkuleik. Eyjamenn munu væntanlega fylla kofann sinn og reyna að koma til baka. Við þurfum að koma vel gíraðar í þann leik,“ sagði þjálfarinn að lokum.Íris Björk: Ekki jafn auðvelt og tölurnar gefa til kynna Íris Björk Símonardóttir átti stórleik þegar Grótta tók 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV með öruggum 11 marka sigri í Hertz-höllinni í dag. En var sigurinn jafn auðveldur og tölurnar gefa til kynna? „Nei, þessar tölur eru mjög blekkjandi. Þetta var leikur allan tímann og þeir sem þekkja þetta Eyjalið vita að þær gefast aldrei upp, sama hvernig staðan er,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var fremur illa spilaður af beggja hálfu en tvær vikur eru síðan liðin léku síðast. „Það var smá ryð í leikmönnum. Það kom auðvitað þetta tveggja vikna hlé og við iðuðum í skinninu að byrja aftur,“ sagði Íris sem varði 23 skot í leiknum í dag. „Við byrjuðum af krafti en duttum aðeins of mikið niður um miðjan fyrri hálfleik. Við rifum okkur aftur upp en í byrjun seinni hálfleiks fór aftur um mig þegar ÍBV minnkaði muninn í eitt mark. „En við héldum haus og kláruðum þetta,“ sagði Íris sem var ánægð með varnarleik Seltirninga í dag. „Vörnin var meiriháttar í dag og við markverðirnir stóðum vel fyrir aftan. Þetta er uppskrift af sigri í handboltaleik,“ sagði Íris sem býst við erfiðari leik á laugardaginn. „Já, það eitt að mæta til Vestmannaeyja er alltaf krefjandi. Við höndluðum það í deildarleiknum gegn þeim og vonandi mætum við jafn vel stemmdar til leiks á laugardaginn. „Við vitum hvað til þarf og það er að standa frábæra vörn og keyra á þær. Ef við gerum það hef ég ekki áhyggjur en ef við gerum það ekki hef ég áhyggjur,“ sagði Íris að endingu. Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Grótta rúllaði yfir ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Lokatölur 27-16, Seltirningum í vil. Eftir brösugan fyrri hálfleik gáfu deildar- og bikarmeistararnir í í seinni hálfleik og hreinlega völtuðu yfir ráðalaust lið ÍBV sem þarf að bæta leik sinn verulega á öllum svipum ef það ætlar ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Það er ekki hægt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið vel leikinn. Varnarleikur liðanna var reyndar ágætur og þá sérstaklega hjá Gróttu en sóknarleikur liðanna var vondur. Þau gerðu ótal mörg klaufamistök og tapaðir boltar voru samtals 22, 10 hjá gestunum úr Eyjum og 12 hjá Gróttu. Seltirningar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðu aldrei að slíta sig frá Eyjaliðinu. Íris Björk Símonardóttir var öflug í marki Gróttu og varði alls 14 skot í fyrri hálfleik, eða 61% þeirra skota sem hún fékk á sig. Markvarslan hjá ÍR var engin til að byrja með en Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir átti ágætis innkomu og kom í veg fyrir að Grótta næði afgerandi forskoti. Heimakonur komust í 6-3 en þá við 10 mínútna kafli án marks. ÍBV mistókst hins vegar að nýta sér þessa tregðu í sóknarleik Gróttu og Seltirningar náðu aftur áttum á lokakafla fyrri hálfleiks. Grótta komst mest fjórum mörkum yfir en Elín Anna Baldursdóttir sá til þess að munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 12-9, þegar hún skoraði úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn einni fleiri og nýttu sér það til að skora tvö mörk og minnka muninn í eitt mark, 12-11. Grótta svaraði með 4-2 kafla en Eyjakonur fengu gott tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk sína aðra brottvísun í stöðunni 16-13. En í staðinn fyrir að ÍBV minnkaði muninn skoraði Grótta tvö mörk gegn engu á næstu tveimur mínútum og náði fimm marka forskoti, 18-13. Og þá var björninn unninn. Íris varði allt sem á markið kom og smám saman misstu Eyjakonur þá litlu trú sem þær virtust hafa á verkefninu. Sóknarleikurinn var átakanlega slakur allan leikinn, vörninn holótt og markvarslan lítil. Grótta bætti jafnt og þétt við forskotið og vann að lokum 11 marka sigur, 27-16. Anett Köbli var markahæst í liði Gróttu með sjö mörk en Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með fimm mörk, en fjögur þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Íris átti lygilegan leik milli stanganna og varði 23 skot, eða 61% þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði mest í liði ÍBV eða fimm mörk. Liðin mætast öðru sinni úti í Eyjum á laugardaginn.Kári: Flýttum okkur of mikið í fyrri hálfleik Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að hans stúlkur hefðu verið hálf ryðgaðar í byrjun leiks enda tvær vikur liðnar frá síðasta leik liðsins. „Eyjaliðið er gott og með flott byrjunarlið og við þurfum að eiga góðan dag til að vinna það,“ sagði Kári. „Við vorum ekkert sérstaklega hress með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Það komu alltof langir kaflar þar sem lítið gekk og við gerðum of marga tæknifeila. „Varnarleikurinn var hins vegar sterkur allan tímann og við erum ánægð með hann og svo var Íris auðvitað frábær fyrir aftan. „En við náðum svo að rífa okkur í gang og byggja upp forskot með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum,“ sagði Kári. Grótta tapaði boltanum 12 sinnum í fyrri hálfleik og lækkaði þá tölu í seinni hálfleik sem skipti sköpum að mati Kára. „Það gerði það. Í fyrri hálfleik ætluðum við okkur að leysa ráðgátuna eftir tvær sendingar og flýttum okkur alltof mikið. „Við vorum í sendingavandræðum og köstuðum boltanum of oft í hendurnar á þeim,“ sagði Kári en við hverju býst hann á laugardaginn þegar liðin mætast í annað sinn? „Ég býst við hörkuleik. Eyjamenn munu væntanlega fylla kofann sinn og reyna að koma til baka. Við þurfum að koma vel gíraðar í þann leik,“ sagði þjálfarinn að lokum.Íris Björk: Ekki jafn auðvelt og tölurnar gefa til kynna Íris Björk Símonardóttir átti stórleik þegar Grótta tók 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV með öruggum 11 marka sigri í Hertz-höllinni í dag. En var sigurinn jafn auðveldur og tölurnar gefa til kynna? „Nei, þessar tölur eru mjög blekkjandi. Þetta var leikur allan tímann og þeir sem þekkja þetta Eyjalið vita að þær gefast aldrei upp, sama hvernig staðan er,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var fremur illa spilaður af beggja hálfu en tvær vikur eru síðan liðin léku síðast. „Það var smá ryð í leikmönnum. Það kom auðvitað þetta tveggja vikna hlé og við iðuðum í skinninu að byrja aftur,“ sagði Íris sem varði 23 skot í leiknum í dag. „Við byrjuðum af krafti en duttum aðeins of mikið niður um miðjan fyrri hálfleik. Við rifum okkur aftur upp en í byrjun seinni hálfleiks fór aftur um mig þegar ÍBV minnkaði muninn í eitt mark. „En við héldum haus og kláruðum þetta,“ sagði Íris sem var ánægð með varnarleik Seltirninga í dag. „Vörnin var meiriháttar í dag og við markverðirnir stóðum vel fyrir aftan. Þetta er uppskrift af sigri í handboltaleik,“ sagði Íris sem býst við erfiðari leik á laugardaginn. „Já, það eitt að mæta til Vestmannaeyja er alltaf krefjandi. Við höndluðum það í deildarleiknum gegn þeim og vonandi mætum við jafn vel stemmdar til leiks á laugardaginn. „Við vitum hvað til þarf og það er að standa frábæra vörn og keyra á þær. Ef við gerum það hef ég ekki áhyggjur en ef við gerum það ekki hef ég áhyggjur,“ sagði Íris að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira