Lífið

Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr fóru fyrir Tvíhöfða meðan Pétur Gunnlaugsson ræður ríkjum í Línan er laus.
Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr fóru fyrir Tvíhöfða meðan Pétur Gunnlaugsson ræður ríkjum í Línan er laus. vísir/gva
Útvarp Saga hefur verið talsvert milli tannanna á fólki vegna ummæla hlustenda stöðvarinnar um hinsegin fræðslu Hafnarfjarðarbæjar í dagskrárliðnum Línan er opin. Margir þeirra sem hringdu inn kepptust við að lýsa yfir vanþóknun sinni á fyrirhugaðri fræðslu.

Upptöku úr símatímanum hefur verið hlaðið inn á vefsíðuna Youtube og er hægt að hlusta á hana þar.

Upp á grínið ákváðum við á Lífinu að taka saman fáein ummæli úr þættinum auk annara ummæla sem féllu í öðrum útvarpsþætti en það er útvarpsþátturinn Tvíhöfði. Lesendur geta lesið ummælin hér að neðan og giskað á úr hvorum þættinum textinn er.

Pétur Gunnlaugssonvísir/gva
1. Líkaminn er svo fullur af óeðlilegum tilfinningum og hommahugsunum.

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

2. Samtökin ´78 munu smita allt þjóðfélagið af samkynhneigð.

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

3. Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

4. Á að leyfa að kenna þetta í skólum? Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig?

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

5. Sjálfsfróun er óeðlileg og viðbjóðsleg og jaðrar við að lifa kynlífi með dýrum.

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

6. Afleiðingarnar eru margar og hræðilegar. Vansköpun, greindarskortur, blinda, geðveiki, svefntruflanir holdsveiki, limafallasýki og mannát.

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

7. Ég hef ekki heyrt um neinn nema Hafnarfjörð. Þeir mega þá vera einangraðir þarna suðurfrá og það er vonandi að þeir komi ekki á Reykjavíkurflugvöllinn okkar.

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.


Tvíhöfðivísir/gva
8. Við eigum að vera frjálsir eins og hommar og lesbíur. Við eigum ekki að þurfa að hlusta á svona helvítis vitleysu.

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

9. Ég hef séð aðfarir hjá lesbíum og það liggur við að maður geti ælt.

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

10. Krakkarnir nota nú bara fingurna. Guðsblessaða guðsgafflana.

Útvarp Saga eða Tvíhöfði?

Hlusta á svarið.

Að auki má geta þetta að hópur fólks ætlar sér að hringja inn í Línan er opin næstkomandi föstudag og lýsa yfir vanþóknun sinni á skoðunum hlustenda Sögu. Nú þegar þetta er ritað hafa ríflega fjögur hundruð boðað að þeir ætli að hringja inn.


Tengdar fréttir

Nítján ára tók sæti í bæjarstjórn

Eva Lín Vilhjálmsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, tók í dag sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og er þar með yngsti bæjarfulltrúi í sögu bæjarins.

Hinseginfræðsla í Hafnarfirði

Hafnarfjörður verður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×