Handbolti

Ramune í Hauka á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramune í landsleik.
Ramune í landsleik. vísir/stefán
Ramune Pekarskyte er á leið til Hauka á nýjan leik, en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Íslenska landsliðskonan kemur frá Havre í Frakklandi.

Ramune, sem er íslenskur ríkisborgari, lék með kvennaliði Hauka frá 2003 til 2010, en hún varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu. Hún var hluti af frábæru liði Hauka.

Undanfarin ár hefur hún leikið með Le Havre í Frakklandi, Levanger í Noregi og SönderjyskE í Danmörku.

Haukar verða án Mariju Gedroit í Olís-deildinni, en hún mun ekki spila vegna meiðsla sem hún varð fyrir á nýloknu tímabili hjá Haukunum.

Haukar lentu í fimmta sæti og duttu út fyrir ÍBV 2-0 í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×