Moore kom til landsins í dag og vinnur nú að að nýrri heimildarmynd um íslenska og norska heilbrigðiskerfið.
Sjá einnig: Michael Moore á landinu
Jón setti mynd af sér inn á Twitter ásamt Moore og Frosta Gnarr, syni Jóns.
Moore er sennilega þekktasti heimildarmyndagerðamaður í heiminum en myndir á borð við Bowling for Columbine, sem hann fékk Óskarsverðlaun fyrir árið 2002, og Fahrenheit 9/11 eru eftir kappann.
meanwhile in Reykjavik... @frostignarr @MMFlint pic.twitter.com/ef52sxqmy5
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) May 8, 2015