Lífið

Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu

Birgir Olgeirsson skrifar
Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. Vísir/Getty
Bandaríska framleiðslufyrirtækið XYZ films hefur tryggt sér dreifingaréttinn á væntanlegum spennutrylli Baltasars Kormáks, sem nefnist Eiður, á heimsvísu. Myndin er byggð á handriti Baltasars og Ólafs Egilssonar og nefnist The Oath á ensku. Myndin verður bæði á ensku og íslensku en hún segir frá íslenskum lækni sem þarf að taka afrdifaríka ákvörðun eftir að dóttir hans kynnir foreldrunum fyrir kærasta sínum sem reynist glæpamaður.  

Baltasar framleiðir myndina ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni og Agnesi Johanesen í gegnum fyrirtækið RVK Studios. Þá mun þýska framleiðslufyrirtækið Dynamic Productions einnig koma að gerð myndarinnar.

Á vefnum Klapptré er sagt frá því að þetta sé í fyrsta sinn sem dreifingaréttur að íslenskri kvikmynd á heimsvísu sé seldur í forsölu en venjan er sú að slíkir samningar séu gerðir eftir að myndirnar eru fullgerðar.

Baltasar hefur nýverið lokið tökum á Hollywood-myndinni Everest sem verður frumsýnd í september og þá er einnig væntanleg þáttaröðin Ófærð.


Tengdar fréttir

Saga sem snertir við manni

Degi Kára tekst að skapa hjartnæma sögu sem virðist vera látlaus á yfirborðinu en þegar nánar er að gætt má sjá hvernig tekið er á málefnum á borð við hleypidóma, mörkin milli bernsku og fullorðinsára, vinskap og gæsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.