Lífið

Stafræn biðröð í miðasölunni fyrir Rae Sremmurd

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bræðurnir í Rae Sremmurd
Bræðurnir í Rae Sremmurd vísir/getty
Miðasala á Rae Sremmurd hefst miðvikudaginn 13. maí kl. 10 Póstlistaforsala hefst degi fyrr. Í fyrsta skipti á íslandi verður hægt að fara í stafræna biðröð hálftíma áður en sala hefst.

Fjöldi listamanna hita upp fyrir bræðurna í Rae Sremmurd. Rappararinn Pell, Gísli Pálmi, Hermigervill, Friðrik Dór og Herra Hnetusmjör sjá um að skapa sjóðheita stemningu í salnum áður en Rae Sremmurd stíga á svið.

Póstlistaforsala Senu fer fram daginn áður en almenn miðasala hefst, eða þriðjudaginn 12. maí kl. 10. Þá fá allir skráðir meðlimir á viðburðapóstlista Senu sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis. Takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni.

Tækninýjung á vegum Miða.is verður notuð í fyrsta skipti þegar sala á Rae Sremmurd hefst. Um er að ræða nokkur skonar stafræna biðröð og verður opnað fyrir hana hálftíma áður en sala hefst, sem sagt kl 9.30 á miðvikudagsmorgunn. Áhugasamir geta þá skellt sér í röðina og þegar sala hefst kl. 10 eru allir afgreiddir í réttri röð. Þeir sem fara ekki í röð verða að bíða þar til röðin er kláruð.

Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.


Tengdar fréttir

Hita upp fyrir Rae Sremmurd

Retro Stefson og raftónlistarmaðurinn Hermigervill hita upp fyrir bandaríska hiphop-dúóið Rae Sremmurd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×