Faðir Eurovision á Íslandi: „Ég hef verið plataður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. maí 2015 16:34 „Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
„Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira