Rakel Dögg: Eftir á að hyggja hefðum við átt að taka Florentinu út af Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 5. maí 2015 22:04 Florentina Stanciu í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slakur seinni hálfleikur hefði orðið Garðbæingum að falli gegn Gróttu í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu. Við spiluðum fyrri hálfleikinn glimrandi vel; margir leikmenn tóku af skarið, við gerðum flott mörk og stóðum vel í vörninni," sagði Rakel og bætti við: "Í seinni hálfleik fáum við á okkur klaufaleg mörk og vorum ekki nógu góðar í sókninni og of fáir leikmenn tóku af skarið. "Svo nýttum við yfirtöluna illa og það er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta leik," sagði Rakel en Stjarnan missti af gullnu tækifæri til að nálgast Gróttu í stöðunni 20-17 þegar gestirnir voru tveimur fleiri í tvær mínútur. Sá kafli fór 0-0. "Það var mjög dýrt. Þessir kaflar í yfirtölunni eru gríðarlega mikilvægir í leikjum og það þarf helst að vinna þá með a.m.k. einu marki. Við verðum að laga þetta fyrir næsta leik." Stjarnan átti flotta spretti í fyrri hálfleik en hvað getur liðið tekið jákvætt með sér úr þessum leik í þann næsta á fimmtudaginn? "Fyrri hálfleikurinn var mjög flottur þar sem við keyrðum upp hraðann og stóðum vörnina vel. Þær skoruðu mikið í byrjun en svo héldum við þeim gríðarlega vel niðri. "Við þurftum að fá meira frá Florentinu og þá sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Rakel en kom það til greina að skipta um markmann í seinni hálfleik í ljósi þess að Florentina átti ekki sinn besta leik? "Að sjálfsögðu og eftir á að hyggja hefðum við átt að gera það. Maður var alltaf að bíða eftir að hún hrykki í gang því hún er þannig markmaður. Maður heldur að hún sé að detta niður en svo tekur hún 2-3 dauðafæri. "Því miður kom það ekki í dag en ég hef engar áhyggjur af því. Þetta var fyrsti leikur og við þurfum bara að vera aðeins rólegri og skipuleggja okkur betur," sagði Rakel að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slakur seinni hálfleikur hefði orðið Garðbæingum að falli gegn Gróttu í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu. Við spiluðum fyrri hálfleikinn glimrandi vel; margir leikmenn tóku af skarið, við gerðum flott mörk og stóðum vel í vörninni," sagði Rakel og bætti við: "Í seinni hálfleik fáum við á okkur klaufaleg mörk og vorum ekki nógu góðar í sókninni og of fáir leikmenn tóku af skarið. "Svo nýttum við yfirtöluna illa og það er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta leik," sagði Rakel en Stjarnan missti af gullnu tækifæri til að nálgast Gróttu í stöðunni 20-17 þegar gestirnir voru tveimur fleiri í tvær mínútur. Sá kafli fór 0-0. "Það var mjög dýrt. Þessir kaflar í yfirtölunni eru gríðarlega mikilvægir í leikjum og það þarf helst að vinna þá með a.m.k. einu marki. Við verðum að laga þetta fyrir næsta leik." Stjarnan átti flotta spretti í fyrri hálfleik en hvað getur liðið tekið jákvætt með sér úr þessum leik í þann næsta á fimmtudaginn? "Fyrri hálfleikurinn var mjög flottur þar sem við keyrðum upp hraðann og stóðum vörnina vel. Þær skoruðu mikið í byrjun en svo héldum við þeim gríðarlega vel niðri. "Við þurftum að fá meira frá Florentinu og þá sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Rakel en kom það til greina að skipta um markmann í seinni hálfleik í ljósi þess að Florentina átti ekki sinn besta leik? "Að sjálfsögðu og eftir á að hyggja hefðum við átt að gera það. Maður var alltaf að bíða eftir að hún hrykki í gang því hún er þannig markmaður. Maður heldur að hún sé að detta niður en svo tekur hún 2-3 dauðafæri. "Því miður kom það ekki í dag en ég hef engar áhyggjur af því. Þetta var fyrsti leikur og við þurfum bara að vera aðeins rólegri og skipuleggja okkur betur," sagði Rakel að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira