Áhrif tónlistar á heilann sigga dögg skrifar 11. maí 2015 11:00 Visir/Getty Tónlist og áhrif þess að hlusta á hana hefur verið þó nokkuð mikið rannsakað enda tónlist fylgt manninum frá örófi alda og getur bæði tengt fólk saman en einnig aðgreint. Tónlistarsmekkur er einstaklingsbundin og jafn hversdagslegt umræðuefni og veðráttan. Fólk hlustar á tónlist hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Þetta er því málefni sem lætur engann ónsortinn en gott er að muna að er ekki endilega tónlisti sjálfs em skiptir máli heldur hvaða tilfinningar hún vekur hjá fólki. Hér eru helstuniðurstöður rannsókna um áhrif tónlistar á heilann: - Tónlist getur aukið námsárangur barna í skóla - Árangur í prófi getur batnað ef þú hlustar á tónlist sem þér líkar vel við rétt fyrir próftöku - Aðstæður geta haft áhrif á hvernig tónlist er metin og ráðast áhrif eftir því - Tónlist binst auðveldlega við minningar og kallar fram tilfinningarVísir/Getty- Virk þátttaka í tónlist hefur mun sterkari áhrif en óvirk hlustun. Þess vegna hefur það líklega sterkari áhrif að taka barn í fangið og syngja eða að dansa með það í fanginu við tónlist heldur en að láta barnið liggja í vöggunni og hlusta á upptökur af tónlist - Tónlist getur haft áhrif á hvernig við metum skap annarra einstaklinga, ef við hlustum á glaða tónlist þá erum við líklegri til að meta aðra sem glaða og öfugt með leiða tónlist, jafnvel þó viðkomandi síni engin sérstök svipbrigði - Tónlistarsmekkur og persónuleiki hefur verið rannsakaður saman þar sem niðurstöður bentu til þess að fólk sem hlustar á blús er með gott sjálfstraust, skapandi, afslappað, blítt og framfærið en það fólk sem hlustar á kántrítónlist er duglegt, iðið og framfærið. - Tónlist getur hvatt okkur áfram í líkamsrækt því tónlistin getur kaffært tímabundnum skilaboðum líkamans til heilans um þreytu og því er gott að hlusta á tónlist þegar reynir á líkamann (og reyndar líka heilann) -Virk hlustun á tónlist (að pæla í tónlistinni frekar en að hafa hana bara í bakgrunni) getur létt lundina - Við hlustum á leiða tónlist því hún vekur upp tilfinningar hjá okkur en ekki endilega neikvæðar tilfinningar - Það virðist vera innbyggt í okkur að dansa við tónlist en slíkt viðbragð hefur komið fram í börnum niður í fimm mánuða aldurinn Heilsa Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Tónlist og áhrif þess að hlusta á hana hefur verið þó nokkuð mikið rannsakað enda tónlist fylgt manninum frá örófi alda og getur bæði tengt fólk saman en einnig aðgreint. Tónlistarsmekkur er einstaklingsbundin og jafn hversdagslegt umræðuefni og veðráttan. Fólk hlustar á tónlist hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Þetta er því málefni sem lætur engann ónsortinn en gott er að muna að er ekki endilega tónlisti sjálfs em skiptir máli heldur hvaða tilfinningar hún vekur hjá fólki. Hér eru helstuniðurstöður rannsókna um áhrif tónlistar á heilann: - Tónlist getur aukið námsárangur barna í skóla - Árangur í prófi getur batnað ef þú hlustar á tónlist sem þér líkar vel við rétt fyrir próftöku - Aðstæður geta haft áhrif á hvernig tónlist er metin og ráðast áhrif eftir því - Tónlist binst auðveldlega við minningar og kallar fram tilfinningarVísir/Getty- Virk þátttaka í tónlist hefur mun sterkari áhrif en óvirk hlustun. Þess vegna hefur það líklega sterkari áhrif að taka barn í fangið og syngja eða að dansa með það í fanginu við tónlist heldur en að láta barnið liggja í vöggunni og hlusta á upptökur af tónlist - Tónlist getur haft áhrif á hvernig við metum skap annarra einstaklinga, ef við hlustum á glaða tónlist þá erum við líklegri til að meta aðra sem glaða og öfugt með leiða tónlist, jafnvel þó viðkomandi síni engin sérstök svipbrigði - Tónlistarsmekkur og persónuleiki hefur verið rannsakaður saman þar sem niðurstöður bentu til þess að fólk sem hlustar á blús er með gott sjálfstraust, skapandi, afslappað, blítt og framfærið en það fólk sem hlustar á kántrítónlist er duglegt, iðið og framfærið. - Tónlist getur hvatt okkur áfram í líkamsrækt því tónlistin getur kaffært tímabundnum skilaboðum líkamans til heilans um þreytu og því er gott að hlusta á tónlist þegar reynir á líkamann (og reyndar líka heilann) -Virk hlustun á tónlist (að pæla í tónlistinni frekar en að hafa hana bara í bakgrunni) getur létt lundina - Við hlustum á leiða tónlist því hún vekur upp tilfinningar hjá okkur en ekki endilega neikvæðar tilfinningar - Það virðist vera innbyggt í okkur að dansa við tónlist en slíkt viðbragð hefur komið fram í börnum niður í fimm mánuða aldurinn
Heilsa Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira