Skúli Jón: Maður fær eitthvað auka með KR geninu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2015 09:30 „Mér líst mjög vel á þetta. Það er búinn að vera stígandi í þessu og síðan ég kom í febrúar hefur bæst í hópinn. Maður finnur mun á liðinu með hverri viku og nú er þetta orðið mjög flott.“ Þetta segir Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, við Vísi, en Fréttablaðið og Vísir spáir bikarmeisturunum öðru sæti á eftir FH í Pepsi-deildinni. KR-liðið byrjaði undirbúningstímabilið ekki vel en leikur þess hefur verið að skána. „Það er kominn fínn taktur í þetta. Við þurfum kannski að vera beinskeittari, en rólegri á síðasta þriðjungnum. Varnarleikurinn var almennt var góður og spilið fínt þannig þetta var eins og það á að vera viku fyrir mót,“ sagði Skúli Jón um leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ. „Það segir sitt að við misstum fullt af mönnum og fengum marga nýja. Það eru líka komnir nýir þjálfarar. Auðvitað er erfitt að ætla byrja frábærlega með nýjan mannskap. Liðið þarf tíma en ég er alveg tilbúinn að tapa í febrúar ef við vinnum í júlí.“ Bjarni Guðjónsson er tekinn við KR og Guðmundur Benediktsson honum til aðstoðar, en báðir eru miklir KR-ingar. Hvorugir hafa þó mikla reynslu sem aðalþjálfarar. „Það skiptir máli fyrir KR og fyrir félagið að vera með KR-inga innanborðs. Klárlega hjálpar það til þegar þjálfararnir eru grjótharðir KR-ingar. Það er eitthvað auka sem menn eru með, en það er erfitt að útskýra það. Það er eitthvað KR gen sem menn fá í uppvextinum og það gefur eitthvað auka,“ segir Skúli Jón. Miðvörðurinn er að snúa aftur úr atvinnumennsku og kveðst spenntur fyrir deildinni sem hann segir betri en hann mundi. „Það eru meiri gæði en mann minnti. Manni hættir til að vanmeta deildina. Þegar maður var úti heyrði maður umtalið og það líta allir niður á Íslendinga þannig þó ég hafi spilað í þessari deild í sjö ár þá var ég samt á því að gæðin væru ekkert sérstök,“ segir Skúli Jón. „Síðan kemur maður til baka og sér bara hörku leikmenn og liðin sækja aðra hörku leikmenn í efstu deildir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er alvöru deild þannig það er ekkert að því að koma hingað heim,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta. Það er búinn að vera stígandi í þessu og síðan ég kom í febrúar hefur bæst í hópinn. Maður finnur mun á liðinu með hverri viku og nú er þetta orðið mjög flott.“ Þetta segir Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, við Vísi, en Fréttablaðið og Vísir spáir bikarmeisturunum öðru sæti á eftir FH í Pepsi-deildinni. KR-liðið byrjaði undirbúningstímabilið ekki vel en leikur þess hefur verið að skána. „Það er kominn fínn taktur í þetta. Við þurfum kannski að vera beinskeittari, en rólegri á síðasta þriðjungnum. Varnarleikurinn var almennt var góður og spilið fínt þannig þetta var eins og það á að vera viku fyrir mót,“ sagði Skúli Jón um leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ. „Það segir sitt að við misstum fullt af mönnum og fengum marga nýja. Það eru líka komnir nýir þjálfarar. Auðvitað er erfitt að ætla byrja frábærlega með nýjan mannskap. Liðið þarf tíma en ég er alveg tilbúinn að tapa í febrúar ef við vinnum í júlí.“ Bjarni Guðjónsson er tekinn við KR og Guðmundur Benediktsson honum til aðstoðar, en báðir eru miklir KR-ingar. Hvorugir hafa þó mikla reynslu sem aðalþjálfarar. „Það skiptir máli fyrir KR og fyrir félagið að vera með KR-inga innanborðs. Klárlega hjálpar það til þegar þjálfararnir eru grjótharðir KR-ingar. Það er eitthvað auka sem menn eru með, en það er erfitt að útskýra það. Það er eitthvað KR gen sem menn fá í uppvextinum og það gefur eitthvað auka,“ segir Skúli Jón. Miðvörðurinn er að snúa aftur úr atvinnumennsku og kveðst spenntur fyrir deildinni sem hann segir betri en hann mundi. „Það eru meiri gæði en mann minnti. Manni hættir til að vanmeta deildina. Þegar maður var úti heyrði maður umtalið og það líta allir niður á Íslendinga þannig þó ég hafi spilað í þessari deild í sjö ár þá var ég samt á því að gæðin væru ekkert sérstök,“ segir Skúli Jón. „Síðan kemur maður til baka og sér bara hörku leikmenn og liðin sækja aðra hörku leikmenn í efstu deildir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er alvöru deild þannig það er ekkert að því að koma hingað heim,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00