Flatbotna skór bannaðir í Cannes 19. maí 2015 23:00 Leikkonan Emilu Blunt mótmælti þessum reglum rauða dregilsins harðlega á blaðamannafundi í morgun. Glamour/Getty Fréttir af ströngum reglum á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes hafa vakið mikla athygli í dag þegar upp komst að konum var vísað af rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar Carol, fyrir það eitt að vera ekki klæddar í háa hæla. BBC greinir frá þessu en þar kemur fram að ekki eru til reglur þess efnis að allar konur verði að vera í háhæluðum skóm á rauða dreglinum á hátíðinni. Konurnar sem um ræðir voru allar með miða á myndina og skiljanlega svekktar að vera vísað frá vegna skóbúnaðar. Leikkonan Emily Blunt var harðorð vegna málsins á blaðamannafundi í Cannes í morgun, þar sem hún var að kynna mynd sína Sicaro. "Mér finnst að allir ættu að vera í flatbotna skóm, ef ég að vera alveg hreinskilin." Glamour tekur undir þau orð leikkonunnar. Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Óþarfi að mása og blása Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Dóttir Cindy Crawford stígur sín fyrstu skref á tískupallinum Glamour
Fréttir af ströngum reglum á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes hafa vakið mikla athygli í dag þegar upp komst að konum var vísað af rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar Carol, fyrir það eitt að vera ekki klæddar í háa hæla. BBC greinir frá þessu en þar kemur fram að ekki eru til reglur þess efnis að allar konur verði að vera í háhæluðum skóm á rauða dreglinum á hátíðinni. Konurnar sem um ræðir voru allar með miða á myndina og skiljanlega svekktar að vera vísað frá vegna skóbúnaðar. Leikkonan Emily Blunt var harðorð vegna málsins á blaðamannafundi í Cannes í morgun, þar sem hún var að kynna mynd sína Sicaro. "Mér finnst að allir ættu að vera í flatbotna skóm, ef ég að vera alveg hreinskilin." Glamour tekur undir þau orð leikkonunnar.
Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Óþarfi að mása og blása Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Dóttir Cindy Crawford stígur sín fyrstu skref á tískupallinum Glamour