Lífið

Ágústa Eva ætlar að sýna "hina hliðina“ á Eurovision

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ágústa greindi frá því á Snapchat í dag að hún væri á leiðinni til Vínar.
Ágústa greindi frá því á Snapchat í dag að hún væri á leiðinni til Vínar.
Ágústa Eva Erlendsdóttir, söng- og leikkona, verður með íslenska hópnum í Eurovision í ár. Hlutverk hennar verður að fylgja hópnum eftir með farsímann að vopni og ætlar að sýna notendum Snapchat „hina hliðina á keppninni,“ eins og hún orðar það

„Ég verð úti með hópnum þar sem ég verð hluti af fjölmiðlateyminu. Ég fer út á þriðjudag og ætla að sýna svolítið annan vinkil á þessu fyrirbæri sem Eurovision er og mun gera það með litlum myndböndum og myndum. Þetta er svona hin hliðin á keppninni en ég verð þarna á vegum Dominos,“ segir Ágústa Eva í samtali við Vísi.

Sjá einnig: Ágústa Eva í Eurovision?

„Hin hliðin er nefnilega skrítin. Það eru þarna hardcore aðdáendur sem vita allt um Eurovision og eru þarna ár eftir ár og ég ætla að spjalla við þá og gera eitthvað skemmtilegt. Ég ætla að gera eitthvað fyndið og þetta verður lifandi og skemmtilegt. Fólk má því eiga von á hverju sem er,“ bætir hún við.

Ágústa segist ekki ætla að rifja upp gamla Silvíu Nætur takta, þó hún muni vissulega koma eitthvað við sögu. „Ég ætla að haga mér og verð prúð. Ég er heldur ekki með búninginn,“ segir Ágústa hlæjandi.

Áhugasamir geta fylgst með Ágústu í gegnum snapchat-ið Dominosisland.

Hún birti nokkur myndbönd á sínu persónulega snappi í dag sem hún tekur sér frí frá á meðan keppninni stendur. Myndböndin má sjá hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Ágústa Eva í Eurovision?

Ágústa Eva Erlendsdóttir, söng- og leikkona, er á leið til Vínarborgar í Austurríki eftir helgi þar sem hún verður viðstödd Eurovision-keppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×