Handbolti

Handboltaparið líklega áfram á Ásvöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giedrius fór á kostum í úrslitakeppninni.
Giedrius fór á kostum í úrslitakeppninni. vísir/ernir
Meiri líkur en minni eru á því að markvörðurinn Giedrius Morkunas verði áfram í herbúðum Íslandsmeistara Hauka. Þetta sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær.

„Það er afskaplega líklegt að Giedrius verði áfram en það er ekki alveg ákveðið. Það kemur líklega í ljós strax eftir helgi,“ sagði Þorgeir sem bætti því við að markvörðurinn, sem spilaði stórkostlega í úrslitakeppninni, væri ekki með nein tilboð að utan þótt áhugi væri til staðar.

Unnusta Giedriusar, Marija Gedroit, hefur einnig leikið með Haukum undanfarin ár og að sögn Þorgeirs verður hún að öllum líkindum áfram hjá félaginu.

„Marija er í endurhæfingu og vonandi verður hún komin aftur á ferðina um áramótin,“ sagði Þorgeir en Marija sleit krossbönd í leik gegn Fram í lokaumferð Olís-deildarinnar í mars.

„Við viljum halda þeim báðum hjá félaginu. Samningurinn hennar Mariju er reyndar runninn út en hún er á tryggingu hjá okkur,“ sagði Þorgeir enn fremur en frekari frétta er að vænta af leikmannamálum hjá kvennaliðinu á næstu dögum.

Marija kemur væntanlega inn í lið Hauka eftir áramót.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Fullkomin kveðjugjöf

Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24.

Tekur Morkunas Mosfellinga úr sambandi?

Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×