Nýliðarnir byrja á erfiðum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2015 06:00 Stjarnan varð tvöfaldur meistari á síðustu leiktíð. vísir/valli Nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna fá alvöru próf strax í fyrsta leik í dag þegar KR og Þróttur heimsækja tvö efstu liðin í fyrra en þeim er jafnframt spáð efstu sætunum í ár. KR mætir meisturum Stjörnunnar í Garðabæ og Íslandsmeistaraefnin í Breiðabliki taka á móti Þrótti. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Breiðabliki var spáð titlinum en ekki Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar sem höfðu unnið tvo úrslitaleiki við Blika á rúmri viku með markatölunni 7-1. Blikar hafa beðið í tíu ár eftir sextánda Íslandsmeistaratitlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar hafa meiri trú á Blikum heldur en Stjörnuliðinu sem hefur unnið stóran titil fjögur tímabil í röð og vann tvöfalt í fyrsta sinn síðasta sumar. Stjörnuliðið hefur misst lykilmenn en fékk til sín efnilegasta leikmann deildarinnar á síðasta sumar, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur frá ÍA. Stjarnan missti landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir og fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og óvissan er um hvaða áhrif það hefur á hina sterku vörn Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins 16 mörk í 36 deildarleikjum tvö síðustu sumur. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum stað en hún hefur skorað 55 mörk í 36 leikjum síðustu tvö sumur. Flestir búast áfram við einvígi á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Selfoss og Þór/KA verða í næstu sætum samkvæmt spánni en bæði lið hafa þó misst sterka leikmenn. Fylkisliðið vakti mikla athygli sem nýliði í fyrra og nú er að sjá hvort Jörundur Áki Sveinsson geti komið liðinu enn ofar í töflunni. Eyjakonum er spáð sjötta sæti eða sæti ofar en Valsliðinu sem er á tímamótum og hefur aldrei verið spáð neðar. KR verður sá nýliði sem nær að halda sæti sínu á kostnað Aftureldingar sem er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar.Leikir dagsins: Valur-Afturelding, Breiðablik-Þróttur R., Stjarnan-KR og Fylkir-Selfoss (allir klukkan 14.00) og Þór/KA- ÍBV (klukkan 15.30). Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15 Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna fá alvöru próf strax í fyrsta leik í dag þegar KR og Þróttur heimsækja tvö efstu liðin í fyrra en þeim er jafnframt spáð efstu sætunum í ár. KR mætir meisturum Stjörnunnar í Garðabæ og Íslandsmeistaraefnin í Breiðabliki taka á móti Þrótti. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Breiðabliki var spáð titlinum en ekki Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar sem höfðu unnið tvo úrslitaleiki við Blika á rúmri viku með markatölunni 7-1. Blikar hafa beðið í tíu ár eftir sextánda Íslandsmeistaratitlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar hafa meiri trú á Blikum heldur en Stjörnuliðinu sem hefur unnið stóran titil fjögur tímabil í röð og vann tvöfalt í fyrsta sinn síðasta sumar. Stjörnuliðið hefur misst lykilmenn en fékk til sín efnilegasta leikmann deildarinnar á síðasta sumar, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur frá ÍA. Stjarnan missti landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir og fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og óvissan er um hvaða áhrif það hefur á hina sterku vörn Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins 16 mörk í 36 deildarleikjum tvö síðustu sumur. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum stað en hún hefur skorað 55 mörk í 36 leikjum síðustu tvö sumur. Flestir búast áfram við einvígi á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Selfoss og Þór/KA verða í næstu sætum samkvæmt spánni en bæði lið hafa þó misst sterka leikmenn. Fylkisliðið vakti mikla athygli sem nýliði í fyrra og nú er að sjá hvort Jörundur Áki Sveinsson geti komið liðinu enn ofar í töflunni. Eyjakonum er spáð sjötta sæti eða sæti ofar en Valsliðinu sem er á tímamótum og hefur aldrei verið spáð neðar. KR verður sá nýliði sem nær að halda sæti sínu á kostnað Aftureldingar sem er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar.Leikir dagsins: Valur-Afturelding, Breiðablik-Þróttur R., Stjarnan-KR og Fylkir-Selfoss (allir klukkan 14.00) og Þór/KA- ÍBV (klukkan 15.30).
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15 Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15
Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30
Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42
Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45