UFC-stjarnan Ronda Rousey heldur áfram að bæta við sig skrautfjöðrum.
Hún gaf út bók á dögunum sem hefur selst í bílförmum þó svo ein stór verslunarkeðja hafi neitað að selja bókina.
Í dag kom síðan út nýjasta eintakið af Sports Illustrated þar sem hún er aftur á forsíðunni.
Þar lýsir Sports Illustrated því yfir að Rousey sé mesti yfirburðaríþróttamaður heimsins í dag.
Hún hefur átt ótrúlegt ár og klárað síðustu tvo bardaga sína á samtals 30 sekúndum. Hún er í sérflokki.
Mesti yfirburðaríþróttamaður heimsins í dag

Tengdar fréttir

Ronda tók Jimmy Fallon í gegn
Sjónvarpsstjarnan var ekki lengi að gefast upp gegn Rondu Rousey.

Hún kláraði bardagann á 14 sekúndum og setti UFC-met | Myndband
Bardagakonan Ronda Rousey er rosalega öflug í hringnum og hún sýndi enn á ný styrk sinn í búrinu í bardaga í Staples Center í Los Angeles í nótt.

Ronda rifbeinsbraut sjónvarpsmann | Myndband
Það er mikið talað um það þessa dagana hvort UFC-bardagakonan ótrúlega Ronda Rousey geti keppt við karlmenn.

Ég myndi vinna alla karlmenn í mínum þyngdarflokki
Ronda Rousey er líklega vinsælasta íþróttakona heims í dag og margir vilja sjá hana slást við karlmenn.