Handbolti

Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gróttukonur hoppa hér upp á verðlaunapallinn í gær.
Gróttukonur hoppa hér upp á verðlaunapallinn í gær. Vísir/Valli
Gróttukonur urðu í gær Íslandsmeistarar í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur, 24-23, í fjórða leiknum á móti Stjörnunni í úrslitareinvígi Olís-deildar kvenna. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins.

Grótta vann ekki bara Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn á þessu tímabili heldur urðu Gróttukonur einnig bikarmeistarar í fyrsta sinn og unnu einnig deildarmeistaratitilinn í fyrsta sinn.

Grótta varð þar með fyrsta félagið í sögu kvennahandboltans sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu.

Víkingskonur voru næstar þessu en þær urðu Íslands- og bikarmeistarar í fyrsta sinn vorið 1992 en unnu deildarmeistaratitilinn ekki fyrr en árið eftir.

Alls hafa sex félög unnið alla þrjá stóru titlana í kvennahandboltanum en auk Gróttu og Víkings eru það Stjarnan (Íslandsmeistari í fyrsta sinn: 1991 - Bikarmeistari: 1989 - Deildarmeistari: 1992), Haukar (1945-1997-2001), ÍBV (2003-2001-2003) og Valur (1962-1988-2010).

Framkonur hafa orðið Íslands- og bikarmeistari margoft en þær hafa aftur á móti aldrei orðið deildarmeistarar.


Tengdar fréttir

Lovísa: Hugsaði bara um að skora

Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Ísköld Lovísa tryggði sigurinn

Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson skoraði dramatískt sigurmark Gróttu.

Kári: Ólýsanleg tilfinning

Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×