Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-24 | Sigurmark á lokasekúndunni og Grótta Íslandsmeistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Mýrinni skrifar 12. maí 2015 18:08 Gróttukonur eru handhafar þriggja stærstu titlanna sem í boði eru. vísir/valli Grótta er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir ótrúlegan leik í Mýrinni í kvöld. Lovísa Thompson, sem er fimmtán ára, tryggði Gróttu sigur í leiknum og þar með Íslandsmeistaratitilinn með sigurmarki einni sekúndu fyrir leikslok.Valgarður Gíslason, ljósmyndari 365, tók meðfylgjandi myndir. Grótta var aðeins tvisvar yfir í leiknum. Í stöðunni 3-2 og svo aftur eftir að Lovísa skoraði sigurmark leiksins tveimur sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan var með leikinn í höndum sér en réði ekkert við gríðaröflugan varnarleik Gróttu á síðustu tíu mínútum leiksins. Grótta fékk boltann þegar nítján sekúndur voru eftir og stillti Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, upp í leikkerfi fyrir hina ungu Lovísu, sem hræddist ekki verkefnið. Kerfið fór reyndar út í buskann en það sýnir enn fremur styrk Lovísu og taugar að hún fór í skotið þegar hún sá að tíminn var að renna út og tryggði sínu félagi sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í hópíþrótt frá upphafi. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þeirra fjölda stuðningsmanna Gróttu sem voru á leiknum og höfðu stutt sitt lið með krafti allan leikinn. Það var reyndar einnig góður stuðningur á bak við lið Stjörnunnar og fengu áhorfendur frábæran leik fyrir aurinn sinn í kvöld. Og heilmikla skemmtun. Það var allt útlit fyrir að úrslitin í rimmunni myndu ráðast í oddaleik á Seltjarnarnesi á föstudagskvöldið. Stjarnan leiddi eftir að hafa skellt í lás í vörn snemma í fyrri hálfleik og fengið frábært framlag frá Florentinu Stanciu markverði á löngum köflum í leiknum. Þrátt fyrir fimm marka forystu Stjörnunnar í síðari hálfleik náði Grótta að finna svar. Það kom þó ekki fyrr en í blálokin þegar að þreyttar Stjörnukonur virtust einfaldlega algjörlega ráðlausar gegn frábærum varnarleik Gróttu. Stjarnan hafði fram að því spilað góðan sóknarleik og látið þetta öfluga varnarlið Gróttu hafa fyrir hlutunum og gott betur. En breiddin var meiri hjá Gróttu, sérstaklega þar sem að Kári gat leyft sér að kalla á þær Laufey Ástu Guðmundsdóttur og Karólínu Bæhrenz Lárudóttur sem höfðu verið meiddar nánast allt úrslitaeinvígið. Innkoma þeirra í síðari hálfleik skilaði tilætluðum árangri. Þær skiluðu nokkrum mörkum, fínum varnarleik og gáfu öðrum leikmönnum hvíld. Grótta virtist reyndar aldrei ætla að takast að jafna metin eftir að hafa náð að saxa á forystu Stjörnunnar, jafnt og þétt í leiknum. Það kom þó með marki Þórunnar Friðriksdóttir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og fór svo að Grótta skoraði þrjú síðustu mörkin á síðustu fjórum mínútum leiksins. Esther Viktoría Ragnarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested tóku oft af skarið í sókn Stjörnunnar og áttu heilt yfir mjög góðan leik, sem og fleiri í liði Stjörnunnar. Það var svo heilmikill kraftur í Helenu Rut Örvarsdóttur, þó svo að mörkin hafi látið á sér standa. Liðið spilaði einnig frábæran varnarleik á köflum og hélt lengi vel liði Gróttu niðri. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti eins og svo oft áður stórleik, bæði í sókn og vörn. Hún ásamt Evu Margréti Kristinsdóttur fór fyrir öflugum varnarmúr Gróttu en Anna Úrsúla var ljósið í myrkrinu þegar ekkert virtist ætla að ganga í sóknarleik Gróttu í leiknum. Þá skiptir hún gríðarlega miklu máli fyrir lið sitt. Sunna María Einarsdóttir var í lykilhlutverki og margir aðrir lögðu hönd á plóg. Meðal þeirra voru Laufey Ásta og Karólína sem gáfu liði sínu mikinn kraft þegar Gróttukonur þurftu á því að halda. En sigurinn í kvöld var fyrst og síðast sigur sterkrar liðsheildar Gróttu.Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum á síðustu sex árum.vísir/valliKári: Ólýsanleg tilfinning Kári Garðarsson var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs og Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta voru ótrúlegar lokasekúndur. Við sýndum ótrúlegan karakter með því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Kári sem tók leikhlé þegar nítján sekúndur voru eftir og staðan jöfn. „Það er ótrúleg tilhugsun að hafa stillt upp í kerfi fyrir fimmtán ára leikmann. Það sýnir líka úr hverju hún er gerð. Hún fékk ekki færið sem við ætluðum að fá en tók síðasta skotið og það gekk upp.“ Hann segist ekkert hafa pælt í því hvort að Lovísa væri sátt við að fá þessa ábyrgð. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Grótta spilaði frábæra vörn síðustu tíu mínúturnar sem varð til þess að liðið komst aftur inn í leikinn og gat tryggt sér sigurinn. Kári segir að það hafi margt komið til. „Mér fannst þær [í Stjörnunni] orðnar þreyttar. Við náðum að rúlla ágætlega á okkar leikmönnum og eru með fleiri leikmenn sem geta tekið að sér stór hlutverk. Karólína og Lovísa Ásta komu til dæmis óvænt inn og skoruðu nokkur mörk ásamt því að þétta varnarleikinn.“ „Elín [Jóna Þorsteinsdóttir], ungi markvörðurinn okkar átti svo flotta innkomu í markið. Það var því ýmislegt sem spilaði með.“ Kári er Akureyringur en hefur verið í Gróttu í þrettán ár. Hann er því vitanlega ánægður með að hafa unnið fyrsta stóra Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi.“Rakel Dögg: Stolt af mínu liði Rakel Dögg Bragadóttir, einn þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á lið sitt gefa sigurinn frá sér á síðustu tíu mínútum leiksins í kvöld. „Við byrjuðum aðeins að hiksta í vörninni og það hefur mjög mikil áhrif á okkur. Sóknarleikurinn fór líka að bregðast okkur og þá fór varnarleikur þeirra í gang. Við fórum bara á taugum og náðum ekki að klára þetta.“ Stjarnan spilaði þó vel framan af leik og Rakel Dögg hrósaði sóknarleik liðsins. „Það voru margir að taka af skarið sem er allt annað en í síðasta leik. Ég var virkilega ánægð með baráttuna og við skoruðum mörg flott mörk í kvöld gegn sterkri vörn.“ Hún segist vera þokkalega ánægð með veturinn hjá Stjörnunni, þrátt fyrir allt. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum - ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með.“ „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“ Rakel Dögg á von á barni og segist ætla að einbeita sér að því næst. „Það er svo ekkert ákveðið, það kemur bara í ljós,“ sagði hún og brosti.Lovísa: Hugsaði bara um að skora Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði Lovísa sem hélt þétt um mölbrotið páskaeggið sitt. Það var þó enn í umbúðunum. Lovísa skoraði sigurmark Gróttu þegar örfáar sekúndur voru eftir en í leikhléi skömmu áður ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hana. „Ég veit ekki hvað ég fór að hugsa þá. Annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um.“ Grótta náði þó ekki að stilla upp í kerfið sem Kári teiknaði upp og var næstum búið að fá dæmt á sig tvígrip. „Við héldum bara haus. Við fórum eftir skipulaginu og ég held að það sé það sem skilaði þessu fyrir okkur.“ Stjarnan var yfir allan leikinn þar til að Lovísa kom Gróttu yfir í blálokin. Hafði hún aldrei áhyggjur af stöðunni? „Nei. Jú, kannski smá. En Gróttukonur gefast aldrei upp og það hefur einkennt okkur í allan vetur. Og af hverju ekki að klára þetta hér.“Anna Úrsúla: Ég er á undan áætlun „Þetta var ætlunin með því að fara aftur í Gróttu. Engin spurning,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem var að vinna sinn fimmta Íslandsmeistaratitil í kvöld. Anna Úrsúla vann hina fjóra með Val en skipti aftur yfir í uppeldisfélag sitt, Gróttu, fyrir þetta tímabil og er strax búin að ná þessum merka árangri. „Ég er helvíti góð að ná þessum titli í hús á undan áætlun og öllum þessum þremur í vetur,“ sagði hún en Grótta er einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. „Þetta hefur verið stórkostlegur vetur hjá okkur og ótrúlegt að við náðum þessum árangri sem við settum okkur.“ „Þetta var ótrúlegt í kvöld. Það var fimmtán ára stelpa að taka lokaskotið og ótrúlegur karakter í henni og öllu liðinu. Við höfðum unnið að því allan leikinn að jafna leikinn og komast yfir og það tókst á lokasekúndunni.“ „Jafnvel þó svo að vörnin okkar og markvarsla skapi sigurinn þá þarf líka að standa sig í sókninni. Mér tókum okkur taki þar og við erum því afar sáttar við þennan sigur.“ „Þetta er frábær niðurstaða eftir veturinn. Við ætluðum okkur að klára þetta einvígi í kvöld með allt þetta frábæra fólk á bak við okkur. Mér sýnist allt Nesið vera hér í kvöld. Stuðningurinn er ómetanlegur og það var mjög gaman að ná þessum árangri með uppeldisfélaginu.“vísir/valliAnna Úrsúla og Eva Margrét mynduðu frábært par í miðri Gróttuvörninni.vísir/vallivísir/valli Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Grótta er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir ótrúlegan leik í Mýrinni í kvöld. Lovísa Thompson, sem er fimmtán ára, tryggði Gróttu sigur í leiknum og þar með Íslandsmeistaratitilinn með sigurmarki einni sekúndu fyrir leikslok.Valgarður Gíslason, ljósmyndari 365, tók meðfylgjandi myndir. Grótta var aðeins tvisvar yfir í leiknum. Í stöðunni 3-2 og svo aftur eftir að Lovísa skoraði sigurmark leiksins tveimur sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan var með leikinn í höndum sér en réði ekkert við gríðaröflugan varnarleik Gróttu á síðustu tíu mínútum leiksins. Grótta fékk boltann þegar nítján sekúndur voru eftir og stillti Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, upp í leikkerfi fyrir hina ungu Lovísu, sem hræddist ekki verkefnið. Kerfið fór reyndar út í buskann en það sýnir enn fremur styrk Lovísu og taugar að hún fór í skotið þegar hún sá að tíminn var að renna út og tryggði sínu félagi sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í hópíþrótt frá upphafi. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þeirra fjölda stuðningsmanna Gróttu sem voru á leiknum og höfðu stutt sitt lið með krafti allan leikinn. Það var reyndar einnig góður stuðningur á bak við lið Stjörnunnar og fengu áhorfendur frábæran leik fyrir aurinn sinn í kvöld. Og heilmikla skemmtun. Það var allt útlit fyrir að úrslitin í rimmunni myndu ráðast í oddaleik á Seltjarnarnesi á föstudagskvöldið. Stjarnan leiddi eftir að hafa skellt í lás í vörn snemma í fyrri hálfleik og fengið frábært framlag frá Florentinu Stanciu markverði á löngum köflum í leiknum. Þrátt fyrir fimm marka forystu Stjörnunnar í síðari hálfleik náði Grótta að finna svar. Það kom þó ekki fyrr en í blálokin þegar að þreyttar Stjörnukonur virtust einfaldlega algjörlega ráðlausar gegn frábærum varnarleik Gróttu. Stjarnan hafði fram að því spilað góðan sóknarleik og látið þetta öfluga varnarlið Gróttu hafa fyrir hlutunum og gott betur. En breiddin var meiri hjá Gróttu, sérstaklega þar sem að Kári gat leyft sér að kalla á þær Laufey Ástu Guðmundsdóttur og Karólínu Bæhrenz Lárudóttur sem höfðu verið meiddar nánast allt úrslitaeinvígið. Innkoma þeirra í síðari hálfleik skilaði tilætluðum árangri. Þær skiluðu nokkrum mörkum, fínum varnarleik og gáfu öðrum leikmönnum hvíld. Grótta virtist reyndar aldrei ætla að takast að jafna metin eftir að hafa náð að saxa á forystu Stjörnunnar, jafnt og þétt í leiknum. Það kom þó með marki Þórunnar Friðriksdóttir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og fór svo að Grótta skoraði þrjú síðustu mörkin á síðustu fjórum mínútum leiksins. Esther Viktoría Ragnarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested tóku oft af skarið í sókn Stjörnunnar og áttu heilt yfir mjög góðan leik, sem og fleiri í liði Stjörnunnar. Það var svo heilmikill kraftur í Helenu Rut Örvarsdóttur, þó svo að mörkin hafi látið á sér standa. Liðið spilaði einnig frábæran varnarleik á köflum og hélt lengi vel liði Gróttu niðri. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti eins og svo oft áður stórleik, bæði í sókn og vörn. Hún ásamt Evu Margréti Kristinsdóttur fór fyrir öflugum varnarmúr Gróttu en Anna Úrsúla var ljósið í myrkrinu þegar ekkert virtist ætla að ganga í sóknarleik Gróttu í leiknum. Þá skiptir hún gríðarlega miklu máli fyrir lið sitt. Sunna María Einarsdóttir var í lykilhlutverki og margir aðrir lögðu hönd á plóg. Meðal þeirra voru Laufey Ásta og Karólína sem gáfu liði sínu mikinn kraft þegar Gróttukonur þurftu á því að halda. En sigurinn í kvöld var fyrst og síðast sigur sterkrar liðsheildar Gróttu.Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum á síðustu sex árum.vísir/valliKári: Ólýsanleg tilfinning Kári Garðarsson var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs og Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta voru ótrúlegar lokasekúndur. Við sýndum ótrúlegan karakter með því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Kári sem tók leikhlé þegar nítján sekúndur voru eftir og staðan jöfn. „Það er ótrúleg tilhugsun að hafa stillt upp í kerfi fyrir fimmtán ára leikmann. Það sýnir líka úr hverju hún er gerð. Hún fékk ekki færið sem við ætluðum að fá en tók síðasta skotið og það gekk upp.“ Hann segist ekkert hafa pælt í því hvort að Lovísa væri sátt við að fá þessa ábyrgð. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Grótta spilaði frábæra vörn síðustu tíu mínúturnar sem varð til þess að liðið komst aftur inn í leikinn og gat tryggt sér sigurinn. Kári segir að það hafi margt komið til. „Mér fannst þær [í Stjörnunni] orðnar þreyttar. Við náðum að rúlla ágætlega á okkar leikmönnum og eru með fleiri leikmenn sem geta tekið að sér stór hlutverk. Karólína og Lovísa Ásta komu til dæmis óvænt inn og skoruðu nokkur mörk ásamt því að þétta varnarleikinn.“ „Elín [Jóna Þorsteinsdóttir], ungi markvörðurinn okkar átti svo flotta innkomu í markið. Það var því ýmislegt sem spilaði með.“ Kári er Akureyringur en hefur verið í Gróttu í þrettán ár. Hann er því vitanlega ánægður með að hafa unnið fyrsta stóra Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi.“Rakel Dögg: Stolt af mínu liði Rakel Dögg Bragadóttir, einn þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á lið sitt gefa sigurinn frá sér á síðustu tíu mínútum leiksins í kvöld. „Við byrjuðum aðeins að hiksta í vörninni og það hefur mjög mikil áhrif á okkur. Sóknarleikurinn fór líka að bregðast okkur og þá fór varnarleikur þeirra í gang. Við fórum bara á taugum og náðum ekki að klára þetta.“ Stjarnan spilaði þó vel framan af leik og Rakel Dögg hrósaði sóknarleik liðsins. „Það voru margir að taka af skarið sem er allt annað en í síðasta leik. Ég var virkilega ánægð með baráttuna og við skoruðum mörg flott mörk í kvöld gegn sterkri vörn.“ Hún segist vera þokkalega ánægð með veturinn hjá Stjörnunni, þrátt fyrir allt. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum - ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með.“ „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“ Rakel Dögg á von á barni og segist ætla að einbeita sér að því næst. „Það er svo ekkert ákveðið, það kemur bara í ljós,“ sagði hún og brosti.Lovísa: Hugsaði bara um að skora Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði Lovísa sem hélt þétt um mölbrotið páskaeggið sitt. Það var þó enn í umbúðunum. Lovísa skoraði sigurmark Gróttu þegar örfáar sekúndur voru eftir en í leikhléi skömmu áður ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hana. „Ég veit ekki hvað ég fór að hugsa þá. Annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um.“ Grótta náði þó ekki að stilla upp í kerfið sem Kári teiknaði upp og var næstum búið að fá dæmt á sig tvígrip. „Við héldum bara haus. Við fórum eftir skipulaginu og ég held að það sé það sem skilaði þessu fyrir okkur.“ Stjarnan var yfir allan leikinn þar til að Lovísa kom Gróttu yfir í blálokin. Hafði hún aldrei áhyggjur af stöðunni? „Nei. Jú, kannski smá. En Gróttukonur gefast aldrei upp og það hefur einkennt okkur í allan vetur. Og af hverju ekki að klára þetta hér.“Anna Úrsúla: Ég er á undan áætlun „Þetta var ætlunin með því að fara aftur í Gróttu. Engin spurning,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem var að vinna sinn fimmta Íslandsmeistaratitil í kvöld. Anna Úrsúla vann hina fjóra með Val en skipti aftur yfir í uppeldisfélag sitt, Gróttu, fyrir þetta tímabil og er strax búin að ná þessum merka árangri. „Ég er helvíti góð að ná þessum titli í hús á undan áætlun og öllum þessum þremur í vetur,“ sagði hún en Grótta er einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. „Þetta hefur verið stórkostlegur vetur hjá okkur og ótrúlegt að við náðum þessum árangri sem við settum okkur.“ „Þetta var ótrúlegt í kvöld. Það var fimmtán ára stelpa að taka lokaskotið og ótrúlegur karakter í henni og öllu liðinu. Við höfðum unnið að því allan leikinn að jafna leikinn og komast yfir og það tókst á lokasekúndunni.“ „Jafnvel þó svo að vörnin okkar og markvarsla skapi sigurinn þá þarf líka að standa sig í sókninni. Mér tókum okkur taki þar og við erum því afar sáttar við þennan sigur.“ „Þetta er frábær niðurstaða eftir veturinn. Við ætluðum okkur að klára þetta einvígi í kvöld með allt þetta frábæra fólk á bak við okkur. Mér sýnist allt Nesið vera hér í kvöld. Stuðningurinn er ómetanlegur og það var mjög gaman að ná þessum árangri með uppeldisfélaginu.“vísir/valliAnna Úrsúla og Eva Margrét mynduðu frábært par í miðri Gróttuvörninni.vísir/vallivísir/valli
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44