Snakktollur ríkisins ekki ólöglegur Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2015 14:47 Vísir/Valli/Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfum Haga, Aðfanga, Innness og Ölgerðarinnar eftir að fyrirtækin höfðuðu mál vegna gjaldtöku á innfluttum kartöfluflögum. Fyrirtækin sögðu gjaldtökuna vegna tolls á innflutningi á árunum 2010 til 2014 vera ólögmæta þar sem tollurinn á kartöflusnakk væri allt of mikill. Tollurinn er 59 prósent. Alls fór Ölgerðin fram á tæplega 225 milljón króna greiðslu frá ríkinu. Innnes fór fram á rúmar 54 milljónir og Hagar og Aðföng fóru fram á meira en 32 milljónir króna. Fyrirtækin sögðu meðal annars að tollur þessi samræmdist ekki kröfu um málefnalegan grundvöll skattheimtu hins opinbera. Fyrirtækin töldu að álagning þessi hafi verið byggð á svokallaðri verndarstefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði.Tollurinn sagður vera skerðing á eignarétti „Til þess að unnt sé að réttlæta svo háa gjaldtöku með þessum hætti þurfi eitthvert verndarandlag, þ.e. einhver innlend búvöruframleiðsla, að vera fyrir hendi. Í tilviki kartöflusnakks sé hins vegar ýmist mjög lítil eða engin slík framleiðsla fyrir hendi og því ekkert sem þarfnist verndar,“ segir í málsástæðum og lagarökum fyrirtækjanna. Þar að auki töldu fyrirtækin að tollurinn væri í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Því væri ekki um að ræða heimila skattheimtu heldur ólögmæta skerðingu á eignarrétti og atvinnufrelsi stefnenda. Ríkið vísaði því á bug að önnur sjónarmið en almenn markmið skattlagningar, þ.e. að afla ríkinu tekna til að standa undir útgjöldum sínum, búi að baki verðtolli á innfluttu snakki. Héraðsdómur hafnaði rökum fyrirtækjanna og sýknaði ríkið af öllum skaðabótakröfum þeirra. Hverju fyrirtæki var gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað. Dóma Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér, hér og hér. Tengdar fréttir Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00 Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfum Haga, Aðfanga, Innness og Ölgerðarinnar eftir að fyrirtækin höfðuðu mál vegna gjaldtöku á innfluttum kartöfluflögum. Fyrirtækin sögðu gjaldtökuna vegna tolls á innflutningi á árunum 2010 til 2014 vera ólögmæta þar sem tollurinn á kartöflusnakk væri allt of mikill. Tollurinn er 59 prósent. Alls fór Ölgerðin fram á tæplega 225 milljón króna greiðslu frá ríkinu. Innnes fór fram á rúmar 54 milljónir og Hagar og Aðföng fóru fram á meira en 32 milljónir króna. Fyrirtækin sögðu meðal annars að tollur þessi samræmdist ekki kröfu um málefnalegan grundvöll skattheimtu hins opinbera. Fyrirtækin töldu að álagning þessi hafi verið byggð á svokallaðri verndarstefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði.Tollurinn sagður vera skerðing á eignarétti „Til þess að unnt sé að réttlæta svo háa gjaldtöku með þessum hætti þurfi eitthvert verndarandlag, þ.e. einhver innlend búvöruframleiðsla, að vera fyrir hendi. Í tilviki kartöflusnakks sé hins vegar ýmist mjög lítil eða engin slík framleiðsla fyrir hendi og því ekkert sem þarfnist verndar,“ segir í málsástæðum og lagarökum fyrirtækjanna. Þar að auki töldu fyrirtækin að tollurinn væri í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Því væri ekki um að ræða heimila skattheimtu heldur ólögmæta skerðingu á eignarrétti og atvinnufrelsi stefnenda. Ríkið vísaði því á bug að önnur sjónarmið en almenn markmið skattlagningar, þ.e. að afla ríkinu tekna til að standa undir útgjöldum sínum, búi að baki verðtolli á innfluttu snakki. Héraðsdómur hafnaði rökum fyrirtækjanna og sýknaði ríkið af öllum skaðabótakröfum þeirra. Hverju fyrirtæki var gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað. Dóma Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér, hér og hér.
Tengdar fréttir Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00 Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00
Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06