Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 13:15 Saksóknari spilaði tvö símtöl fyrir dómi í dag sem Helgi er aðili að. Símtölin voru hleruð við rannsókn málsins í apríl 2010 og í þeim ræðir Helgi við Bjarka Diego, einn af ákærðu, um svokölluð Desulo-viðskipti en fyrir þau er ákært í málinu. Vísir Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans eru ákærðir í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á 11 mánaða tímabili fyrir fall bankans í október 2008. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Helga hver samskipti hans hafi verið við starfsmenn eigin viðskipta bankans en þrír þeirra eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Helgi sagðist hafa átt einhver samskipti við starfsmenn eigin viðskipta eins og við starfsmenn annrra deilda bankans. Hann kvaðst telja að starfsmennirnir hafi verið sjálfstæðir í sínum störfum og sagðist ekkert vita um afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, af viðskiptum deildarinnar með bréf í Kaupþingi. Yfirlögfræðingurinn fyrrverandi lagði svo mikla áherslu á að Kaupþingi, sem og öðrum fjármálafyrirtækjum, hefði verið heimilt samkvæmt lögum að kaupa eigin hlutabréf á eigin reikning.„Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Saksóknari spilaði tvö símtöl fyrir dómi í dag sem Helgi er aðili að. Símtölin voru hleruð við rannsókn málsins í apríl 2010 og í þeim ræðir Helgi við Bjarka Diego, einn af ákærðu, um svokölluð Desulo-viðskipti en fyrir þau er ákært í málinu. Desulo var eignarhaldsfélag í eigu Egils Ágústssonar sem keypti hlutabréf í Kaupþingi árið 2008 en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Í öðru símtalanna segir Helgi við Bjarka um viðskiptin: „Þarna er bókstaflega verið að “plassera” bréfum. Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti ef það átti ekkert fé að koma til þarna og það var ekki einu sinni rætt.” Aðspurður um þessi orð sín gaf Helgi lítið fyrir þau og sagði: „Í fyrsta lagi vissi ég ekkert um þessi viðskipti [...] en ég hafði skilið það þannig að eigandi félagsins hafi ekki vitað af viðskiptunum. Ég hafði í raun engar forsendur til að draga þessar ályktanir sem koma fram í þessu símtali.”„Ég veit náttúrulega ekkert um þetta“ Í hinu símtalinu sem einnig var spilað, og er hlerað sex dögum fyrr en símtalið sem var spilað fyrst, kemur nokkuð bersýnilega fram að Helgi hafi ekkert vitað um Desulo-viðskiptin þar sem hann biður Bjarka um að útskýra þau fyrir sér. Í símtalinu ræða þeir svo ítrekað um það að Desulo hafi ekki komið með neitt eigið fé inn í viðskiptin. Saksóknari bað Helga um að greina betur frá hvað þeir Bjarki ættu við þar. „Ég veit náttúrulega ekkert um þetta og það er svo erfitt að meta einhverjar forsendur sem maður veit ekkert um. Það eru margvíslegir hagsmunir sem bankinn getur haft af því að hafa viðskipti við ákveðna aðila og kjörin ráðast af ákveðnum forsendum. Ég get ekki sagt til um þær forsendur.”„Við erum bara í bollaleggingum í þessu símtali“ Ekki var saksóknari sáttur við þetta svar og hélt áfram að spyrja Helga út í símtalið. Hann var þá ekkert sérstaklega sáttur við það og svaraði: „Ég er þarna bara í spjalli við einhvern mann. Bankar eru með alls konar hagsmuni og viðskipti manna ráða því á hvaða kjörum þeir taka lán. Ég get ekki setið hér í vitnastúku og farið að babbla um einhver lánaviðskipti, það er bara fráleitt. Ég þekki ekki forsendurnar að baki þessum viðskiptum og við erum bara í bollaleggingum í þessu símtali.” Að lokum má taka fram að Helgi starfar í dag sem lögmaður og var á meðal verjenda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn fyrrum starfsmönnum og stjórnendum þess banka sem dæmt var í í nóvember síðastliðnum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56 Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans eru ákærðir í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á 11 mánaða tímabili fyrir fall bankans í október 2008. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Helga hver samskipti hans hafi verið við starfsmenn eigin viðskipta bankans en þrír þeirra eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Helgi sagðist hafa átt einhver samskipti við starfsmenn eigin viðskipta eins og við starfsmenn annrra deilda bankans. Hann kvaðst telja að starfsmennirnir hafi verið sjálfstæðir í sínum störfum og sagðist ekkert vita um afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, af viðskiptum deildarinnar með bréf í Kaupþingi. Yfirlögfræðingurinn fyrrverandi lagði svo mikla áherslu á að Kaupþingi, sem og öðrum fjármálafyrirtækjum, hefði verið heimilt samkvæmt lögum að kaupa eigin hlutabréf á eigin reikning.„Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Saksóknari spilaði tvö símtöl fyrir dómi í dag sem Helgi er aðili að. Símtölin voru hleruð við rannsókn málsins í apríl 2010 og í þeim ræðir Helgi við Bjarka Diego, einn af ákærðu, um svokölluð Desulo-viðskipti en fyrir þau er ákært í málinu. Desulo var eignarhaldsfélag í eigu Egils Ágústssonar sem keypti hlutabréf í Kaupþingi árið 2008 en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Í öðru símtalanna segir Helgi við Bjarka um viðskiptin: „Þarna er bókstaflega verið að “plassera” bréfum. Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti ef það átti ekkert fé að koma til þarna og það var ekki einu sinni rætt.” Aðspurður um þessi orð sín gaf Helgi lítið fyrir þau og sagði: „Í fyrsta lagi vissi ég ekkert um þessi viðskipti [...] en ég hafði skilið það þannig að eigandi félagsins hafi ekki vitað af viðskiptunum. Ég hafði í raun engar forsendur til að draga þessar ályktanir sem koma fram í þessu símtali.”„Ég veit náttúrulega ekkert um þetta“ Í hinu símtalinu sem einnig var spilað, og er hlerað sex dögum fyrr en símtalið sem var spilað fyrst, kemur nokkuð bersýnilega fram að Helgi hafi ekkert vitað um Desulo-viðskiptin þar sem hann biður Bjarka um að útskýra þau fyrir sér. Í símtalinu ræða þeir svo ítrekað um það að Desulo hafi ekki komið með neitt eigið fé inn í viðskiptin. Saksóknari bað Helga um að greina betur frá hvað þeir Bjarki ættu við þar. „Ég veit náttúrulega ekkert um þetta og það er svo erfitt að meta einhverjar forsendur sem maður veit ekkert um. Það eru margvíslegir hagsmunir sem bankinn getur haft af því að hafa viðskipti við ákveðna aðila og kjörin ráðast af ákveðnum forsendum. Ég get ekki sagt til um þær forsendur.”„Við erum bara í bollaleggingum í þessu símtali“ Ekki var saksóknari sáttur við þetta svar og hélt áfram að spyrja Helga út í símtalið. Hann var þá ekkert sérstaklega sáttur við það og svaraði: „Ég er þarna bara í spjalli við einhvern mann. Bankar eru með alls konar hagsmuni og viðskipti manna ráða því á hvaða kjörum þeir taka lán. Ég get ekki setið hér í vitnastúku og farið að babbla um einhver lánaviðskipti, það er bara fráleitt. Ég þekki ekki forsendurnar að baki þessum viðskiptum og við erum bara í bollaleggingum í þessu símtali.” Að lokum má taka fram að Helgi starfar í dag sem lögmaður og var á meðal verjenda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn fyrrum starfsmönnum og stjórnendum þess banka sem dæmt var í í nóvember síðastliðnum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56 Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45