Lífið

Emmsjé Gauti gabbaði notendur Twitter: Enginn Tatum á Prikinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Emmsjé Gauti og Channing Tatum í Leifstöð.
Emmsjé Gauti og Channing Tatum í Leifstöð. vísir/pjetur/kaitlyn culotta
„Ég stóð inn á Prikinu í gær og það var nokkuð góð stemning,“ segir Emmsjé Gauti. „Það er að vísu alltaf góð stemning á mánudagsklúbbnum. Við Geoff, [rekstrarstjóri Priksins], ræddum saman og drukkum pilsner.“

Umræðuefnið akkúrat þá stundina var mætingin á mánudagsklúbbinn. „Ég veit hvernig við troðfyllum Prikið,“ sagði Gauti, greip símann og tísti að leikarinn Channing Tatum væri mættur á Prikið með kampavínsflösku undir hendinni. Líkt og alþjóð veit er leikarinn staddur hér á landi næstu daga.





„Það var varla liðin mínúta áður en stelpurnar á efri hæðinni voru byrjaðar að gægjast niður og leita að honum. Jafnt og þétt fjölgaði inn á staðnum og bílaumferð jókst framhjá honum,“ segir Gauti og hlær.

Rétt áður en hann fór heim var búið að taka frá borð fyrir leikarann en fyrr um kvöldið hafði hann farið út að borða á Snaps með Gísla Pálma.

„Ég ákvað að koma mér bara heim. Það hefði verið kúl að fá mynd af sér að taka í spaðann á honum en það er sennilega minna vesen að photoshoppa sig inn á mynd með honum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×