Fullkomin kveðjugjöf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. maí 2015 06:00 Heimir Óli Heimisson fagnar með stuðningsmönnum Hauka eftir leikinn í gær. vísir/ernir Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. Haukar náðu þar með sögulegum árangri með því að vinna alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og sópa andstæðingum sínum úr leik á öllum stigum útsláttarkeppninnar – þrátt fyrir að hafa endað í fimmta sæti deildarkeppninnar í vor. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í gær. Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru í ár. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Eftir jafna og spennandi viðureign framan af náðu Haukar að sigla fram úr á hárréttu augnabliki í leiknum, fyrst og fremst með frábærri vörn og góðri markvörslu Giedrius Morkunas. Litháinn hefur verið frábær í úrslitakeppninni og lykilmaður í velgengni Haukanna á síðustu vikum tímabilsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, segir að það hafi verið lykilatriði að hafa misst út Jóhann Gunnar Einarsson í meiðsli. Hann hafi í vetur verið besti maður Íslandsmótsins, að mati Einars Andra. „Engu að síður áttum við að geta gert betur en við þurftum að breyta ansi miklu í okkar leik vegna meiðsla Jóhanns Einars. Spennustigið var svo hátt, sérstaklega hjá ungu leikmönnunum okkar sem eru að stíga svo stór skref í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði Einar Andri sem var stoltur af sínu liði og stefnir að því að mæta enn sterkari til leiks á næstu leiktíð. Patrekur stígur þó frá borði nú til að einbeita sér að þjálfun austurríska landsliðsins, líkt og búið var að tilkynna. „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð,“ sagði Patrekur brosandi. Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar Pétur í banni á morgun Haukar verða án hornamannsins Einars Péturs Péturssonar í öðrum leiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. 7. maí 2015 13:31 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira
Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. Haukar náðu þar með sögulegum árangri með því að vinna alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og sópa andstæðingum sínum úr leik á öllum stigum útsláttarkeppninnar – þrátt fyrir að hafa endað í fimmta sæti deildarkeppninnar í vor. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í gær. Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru í ár. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Eftir jafna og spennandi viðureign framan af náðu Haukar að sigla fram úr á hárréttu augnabliki í leiknum, fyrst og fremst með frábærri vörn og góðri markvörslu Giedrius Morkunas. Litháinn hefur verið frábær í úrslitakeppninni og lykilmaður í velgengni Haukanna á síðustu vikum tímabilsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, segir að það hafi verið lykilatriði að hafa misst út Jóhann Gunnar Einarsson í meiðsli. Hann hafi í vetur verið besti maður Íslandsmótsins, að mati Einars Andra. „Engu að síður áttum við að geta gert betur en við þurftum að breyta ansi miklu í okkar leik vegna meiðsla Jóhanns Einars. Spennustigið var svo hátt, sérstaklega hjá ungu leikmönnunum okkar sem eru að stíga svo stór skref í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði Einar Andri sem var stoltur af sínu liði og stefnir að því að mæta enn sterkari til leiks á næstu leiktíð. Patrekur stígur þó frá borði nú til að einbeita sér að þjálfun austurríska landsliðsins, líkt og búið var að tilkynna. „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð,“ sagði Patrekur brosandi.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar Pétur í banni á morgun Haukar verða án hornamannsins Einars Péturs Péturssonar í öðrum leiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. 7. maí 2015 13:31 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira
Einar Pétur í banni á morgun Haukar verða án hornamannsins Einars Péturs Péturssonar í öðrum leiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. 7. maí 2015 13:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15