Krakkar frá 20 þjóðlöndum leiða leikmenn Leiknis og ÍA inn á völlinn í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2015 13:00 Frymezim Veselaj er einn af fjölmörgum krökkum af erlendu bergi brotnir sem æfa með Leikni. vísir/stefán/leiknir Nýliðaslagur er á dagskrá í Pepsi-deildinni í kvöld þegar Leiknir og ÍA mætast á Leiknisvelli. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15. Þetta er fyrsti heimaleikur Leiknis í efstu deild, en Skagamenn eru öllu vanari enda átjánfaldir Íslandsmeistarar. Leiknismenn ætla nýta sviðsljósið sem félagið verður í í kvöld til að sýna sitt verðlaunaða yngri flokka starf. Krakkar frá yfir 20 þjóðlöndum æfa hjá Leikni og munu þau leiða leikmenn liðanna inn á völlinn í kvöld. „Með þessum gjörningi okkar ætlum við ekki aðeins að sýna hversu félagið er stolt af fjölbreyttum bakgrunni iðkenda þess heldur er félagið líka að taka undir afstöðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins,“ segir Sigríður Agnes Jónasdóttir, formaður meistaraflokksráðs Leiknis. „Leiknir hefur ávallt verið meðvitað að útrýma fordómum innan félagsins og fagnað þeirri flóru af iðkendum af ólíkum uppruna sem æfa með félaginu.“ „Nú er vilji til að sýna með stolti hve margir iðkendur hjá félaginu sem eru af erlendu bergi brotnir og hvernig þetta snýst allt um íþróttina og ekkert hvernig Leiknir fagnar því að iðkendur séu ólíkir og hafi ólíkan menningarlegan bakgrunn,“ segir Sigríður. Þórður Einarsson, framkvæmdastjóri Leiknis, fékk jafnréttisverðlaun KSÍ á síðasta ársþingi fyrir sitt framlag til að tryggja að börn fái tækifæri til að æfa knattspyrnu óháð fjölskylduaðstæðum og/eða uppruna. Einn leikmaður af erlendu bergi brotinn sem kom upp í gegnum yngri flokka Leiknis var í leikmannahópnum gegn Val í fyrstu umferðinni og kom inn á sem varamaður. Frymezim Veselaj, strákur af albönskum uppruna fæddur 1995, er ein af vonarstjörnum félagsins. Hann spilaði stórvel á undirbúningstímailinu og á vafalítið eftir að vekja athygli í sumar.Krakkar frá þessum þjóðum æfa með Leikni: Bandaríkjunum, Danmörku, Filipseyjum, Nýju-Gíneu, Íslandi, Kósóvó, Nepal, Nígeríu, Spáni, Srí Lanka, Tansaníu, Marokkó, Albanía, Angóla, Gana, Jamaíku, Litháen, Rússlandi, Serbíu, Úkraínu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Nýliðaslagur er á dagskrá í Pepsi-deildinni í kvöld þegar Leiknir og ÍA mætast á Leiknisvelli. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15. Þetta er fyrsti heimaleikur Leiknis í efstu deild, en Skagamenn eru öllu vanari enda átjánfaldir Íslandsmeistarar. Leiknismenn ætla nýta sviðsljósið sem félagið verður í í kvöld til að sýna sitt verðlaunaða yngri flokka starf. Krakkar frá yfir 20 þjóðlöndum æfa hjá Leikni og munu þau leiða leikmenn liðanna inn á völlinn í kvöld. „Með þessum gjörningi okkar ætlum við ekki aðeins að sýna hversu félagið er stolt af fjölbreyttum bakgrunni iðkenda þess heldur er félagið líka að taka undir afstöðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins,“ segir Sigríður Agnes Jónasdóttir, formaður meistaraflokksráðs Leiknis. „Leiknir hefur ávallt verið meðvitað að útrýma fordómum innan félagsins og fagnað þeirri flóru af iðkendum af ólíkum uppruna sem æfa með félaginu.“ „Nú er vilji til að sýna með stolti hve margir iðkendur hjá félaginu sem eru af erlendu bergi brotnir og hvernig þetta snýst allt um íþróttina og ekkert hvernig Leiknir fagnar því að iðkendur séu ólíkir og hafi ólíkan menningarlegan bakgrunn,“ segir Sigríður. Þórður Einarsson, framkvæmdastjóri Leiknis, fékk jafnréttisverðlaun KSÍ á síðasta ársþingi fyrir sitt framlag til að tryggja að börn fái tækifæri til að æfa knattspyrnu óháð fjölskylduaðstæðum og/eða uppruna. Einn leikmaður af erlendu bergi brotinn sem kom upp í gegnum yngri flokka Leiknis var í leikmannahópnum gegn Val í fyrstu umferðinni og kom inn á sem varamaður. Frymezim Veselaj, strákur af albönskum uppruna fæddur 1995, er ein af vonarstjörnum félagsins. Hann spilaði stórvel á undirbúningstímailinu og á vafalítið eftir að vekja athygli í sumar.Krakkar frá þessum þjóðum æfa með Leikni: Bandaríkjunum, Danmörku, Filipseyjum, Nýju-Gíneu, Íslandi, Kósóvó, Nepal, Nígeríu, Spáni, Srí Lanka, Tansaníu, Marokkó, Albanía, Angóla, Gana, Jamaíku, Litháen, Rússlandi, Serbíu, Úkraínu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira