Lífið

Vel heppnaðir tónleikar: Ásgeir bjóst við tíu gestum á Esjuna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ásgeir steig á svið rétt eftir hálf níu í kvöld.
Ásgeir steig á svið rétt eftir hálf níu í kvöld. Vísir/Stefán
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti spilaði á Esjunni í kvöld fyrir um nokkur hundruð gesti. „Það er gaman að sjá svona marga. Við bjuggumst við svona  tíu,“ sagði Ásgeir við tónleikagesti.

Hægt var að taka þyrluflug upp á topp fjallsins fyrir þá sem ekki vildu ganga en tónleikarnir voru í boði þyrluþjónustunnar Helo og Nova.

Kalt var í veðri en þrátt fyrir það voru einstaka menn á stuttbuxum enda komið sumar á Íslandi þrátt fyrir að hitastigið nái ekki upp í tveggja stafa tölu.

Tólf þyrluferðir þurfti til að koma öllum tónleikagræjunum upp á fjallið en það virðist hafa verið vel þess virði því að fólk var í góðum gír og raulaði með Ásgeiri.

„Það er búið að vera mjög gaman að vera með ykkur,“ sagði Ásgeir Trausti rétt áður en hann spilaði lokalag sitt Nýfallið regn. „Og kalt,“ bætti hann síðan við.

Ásgeir spilar næst í Hörpunni þann 16. júní.

Fjölmargir lögðu leið sína upp á Esjuna til að hlusta á Ásgeir Trausta.Vísir/Kolbeinn Tumi
Fólk var almennt vel klætt en einstaka maður í stuttbuxum.Vísir/Stefán
Ásgeir söng og lék á hljómborð.Vísir/Stefán
Útsýnið var sko ekki amalegt.Vísir/Stefán
Ásgeir stillti sér upp ásamt ferðamönnum á fjallinu.Vísir/Stefán
Útsýnið fyrir aftan Ásgeir var ekki af verri endanum.Vísir/Kolbeinn Tumi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.