Bankasýslan stendur við umsögn sína um afskipti ráðuneytisstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2015 14:06 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála-og efnahagsráðuneytinu. vísir Bankasýsla ríkisins birtir í dag frétt á heimasíðu sinni þar sem stofnunin áréttar að hún standi við það sem fram kemur í umsögn stofnunarinnar um afskipti ráðuneytisstjóra fjármála-og efnahagsráðuneytis. Fram kom í fjölmiðlum í gær að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, teldi að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Guðmundur Árnason, hefði brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við forstjórann síðasta sumar og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni í sameinuðum sparisjóði Bolungarvíkur og Norðurlands. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi.Sjá einnig: „Sjálfsagt og eðlilegt“ að koma áhyggjum Bolvíkinga á framfæri við Bankasýsluna Fjármálaráðuneytið hafnaði þessum ásökunum með öllu í gær en í skriflegu svari ráðuneytisins til fréttastofu kom fram að fjármálaráðherra hefði viðrað áhyggjur Bolvíkinga af fyrirhugaðri sameiningu við ráðuneytisstjóra og beðið hann um að þeim á framfæri við forstjóra Bankasýslunnar. Það er í tilefni af þessu svari ráðuneytisins sem Bankasýslan áréttar nú að stofnunin standi við umsögn sína um afskiptin. Í fréttinni á heimasíðunni segir að ljóst sé „að þau afskipti ráðuneytisstjórans sem Bankasýsla ríkisins víkur að í umsögn sinni falla ekki undir þau heimilu afskipti sem lög gera ráð fyrir, sbr. áðurnefnda 3. mgr. 2. gr. laganna. Þaðan af síður hefði Bankasýslu ríkisins verið heimilt að verða við beiðnum ráðuneytisstjórans að því leyti sem þær fælu í sér óeðlileg afskipti af starfsemi umrædds fjármálafyrirtækis í andstöðu við verkaskiptingu á vettvangi stjórnar þess einkaréttarlega fyrirtækis.“ Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 „Sjálfsagt og eðlilegt“ að koma áhyggjum Bolvíkinga á framfæri við Bankasýsluna Bjarni Benediktsson segir menn komna ansi langt frá sínum kjördæmum ef það er glæpur að koma sjónarmiðum fólksins í landinu á framfæri við stofnanir ríkisins. 29. maí 2015 12:53 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Bankasýsla ríkisins birtir í dag frétt á heimasíðu sinni þar sem stofnunin áréttar að hún standi við það sem fram kemur í umsögn stofnunarinnar um afskipti ráðuneytisstjóra fjármála-og efnahagsráðuneytis. Fram kom í fjölmiðlum í gær að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, teldi að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Guðmundur Árnason, hefði brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við forstjórann síðasta sumar og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni í sameinuðum sparisjóði Bolungarvíkur og Norðurlands. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi.Sjá einnig: „Sjálfsagt og eðlilegt“ að koma áhyggjum Bolvíkinga á framfæri við Bankasýsluna Fjármálaráðuneytið hafnaði þessum ásökunum með öllu í gær en í skriflegu svari ráðuneytisins til fréttastofu kom fram að fjármálaráðherra hefði viðrað áhyggjur Bolvíkinga af fyrirhugaðri sameiningu við ráðuneytisstjóra og beðið hann um að þeim á framfæri við forstjóra Bankasýslunnar. Það er í tilefni af þessu svari ráðuneytisins sem Bankasýslan áréttar nú að stofnunin standi við umsögn sína um afskiptin. Í fréttinni á heimasíðunni segir að ljóst sé „að þau afskipti ráðuneytisstjórans sem Bankasýsla ríkisins víkur að í umsögn sinni falla ekki undir þau heimilu afskipti sem lög gera ráð fyrir, sbr. áðurnefnda 3. mgr. 2. gr. laganna. Þaðan af síður hefði Bankasýslu ríkisins verið heimilt að verða við beiðnum ráðuneytisstjórans að því leyti sem þær fælu í sér óeðlileg afskipti af starfsemi umrædds fjármálafyrirtækis í andstöðu við verkaskiptingu á vettvangi stjórnar þess einkaréttarlega fyrirtækis.“
Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 „Sjálfsagt og eðlilegt“ að koma áhyggjum Bolvíkinga á framfæri við Bankasýsluna Bjarni Benediktsson segir menn komna ansi langt frá sínum kjördæmum ef það er glæpur að koma sjónarmiðum fólksins í landinu á framfæri við stofnanir ríkisins. 29. maí 2015 12:53 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15
Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31
„Sjálfsagt og eðlilegt“ að koma áhyggjum Bolvíkinga á framfæri við Bankasýsluna Bjarni Benediktsson segir menn komna ansi langt frá sínum kjördæmum ef það er glæpur að koma sjónarmiðum fólksins í landinu á framfæri við stofnanir ríkisins. 29. maí 2015 12:53
Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10