Lífið

The Color Run opnar verslun í Hörpu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í versluninni verða þátttakendum afhent hlaupagögn.
Í versluninni verða þátttakendum afhent hlaupagögn.
Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. Í versluninni verða þátttakendum afhent hlaupagögn auk þess sem hægt er að skoða og kaupa ýmsan Color Run varning til að gera skemmtun og upplifun af hlaupinu þann 6. júní enn ánægjulegri.

Einnig geta miðaeigendur mátað og keypt Brooks skó og annan hlaupafatnað á 20% afslætti í versluninni í Hörpu, þar á meðal sérinnflutta Brooks hlaupaskó fyrir The Color Run.

Opnunartími verslunarinnar verður frá klukkan 11 til 19 frá laugardeginum 30. maí til föstudagsins 5. júní. Mikil áhersla er lögð á að hlauparar sæki hlaupagögn sín í The Color Run búðina fyrir hlaup til að losna við að eyða skemmtilegum tíma upphitunarveislunnar í röð eftir hlaupagögnum. Því borgar sig að leggja leið sína í Hörpu dagana fram að hlaupi.

Næst stærsta hlaup sumarsins

Nú hefur á sjöunda þúsund manns skráð sig í The Color Run og má gera ráð fyrir því að hlaupið sé nú þegar orðið næst stærsta hlaup sumarsins á eftir Reykjavíkurmaraþoninu. Þó má gera ráð fyrir mun fleiri þátttakendum því börn 8 ára og yngri hlaupa frítt með foreldrum og eru ekki skráð í hlaupið fyrr en foreldrar sækja hlaupagögn sín í The Color Run verslunina í Hörpu.

„Miðasala hefur gengið vonum framar og þurftum við að bæta við miðum í miðasöluna í síðustu viku. Við erum hræðir yfir þeim viðbrögðum og móttökum sem hlaupið hefur fengið á meðal landsmanna. Ekki bara hversu margir hafa keypt miða heldur líka hvaða viðbrögð við erum að fá frá fólki sem kemur að máli við okkur. Við vitum hvað það er gaman að hlaupa í The Color Run og að sjá hversu vel okkur hefur tekist að miðla þeim skilaboðum til þeirra sem hafa keypt miða er alveg frábært,” segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×