Wow air flýgur beint til Montreal í byrjun næsta árs ingvar haraldsson skrifar 29. maí 2015 11:30 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air. vísir/vilhelm Wow air hyggst hefja áætlunarflug beint til Montreal í byrjun næsta árs. Flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku. Á árinu 2016 hyggst Wow fjölga áfangastöðum í Norður Ameríku talsvert en Mbl greindi fyrst frá málinu. Flugfélagið hóf áætlunarflug til Norður-Ameríku í lok mars. Fyrsti áfangastaðurinn var Boston en fljúga á þangað sex sinnum í viku allt árið. Þá hófst heilsársflug til Washington í byrjun maí en flogið verður fimm sinnum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow, segir Ameríkuflugið hafa gengið afar vel hingað til enda stefni í að sætanýting verði 90 prósent í maí. Svanhvít segir farþegana skiptast milli Íslendinga og tengifarþega sem séu að ferðast á milli Norður-Ameríku og Evrópu.Óttast ekki of hraðan vöxt Wow er í sóknarhug en Skúli Mogenson, forstjóri og eigandi Wow, segir í samtali við Mbl að félagið hyggist vaxa um 50 prósent á næsta ári og fjölga starfsmönnum um 100. Þá verði starfsmenn fyrirtækisins um 350. Þá á einnig að fjölga flugvélum úr sex í níu. Svanhvít segir vöxtinn alls ekki vera of hraðan. „Þetta er bara það sem við erum búin að vera að gera síðustu árin. Við erum þriggja ára núna á sunnudaginn. Við erum með sex flugvélar núna en byrjuðum bara með tvær. Þetta hefur verið þróunin frá því við byrjuðum,“ segir hún. Svanhvít segir að Wow muni fljúga til 20 áfangastaða í sumar og þeir hafi aldrei verið fleiri. Róm, Billund og Tenerife hafi bæst við sem nýir áfangastaðir Wow á þessu ári. Þá mun flugfélagið fljúga allt árið til Dublin og Amsterdam. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Wow air hyggst hefja áætlunarflug beint til Montreal í byrjun næsta árs. Flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku. Á árinu 2016 hyggst Wow fjölga áfangastöðum í Norður Ameríku talsvert en Mbl greindi fyrst frá málinu. Flugfélagið hóf áætlunarflug til Norður-Ameríku í lok mars. Fyrsti áfangastaðurinn var Boston en fljúga á þangað sex sinnum í viku allt árið. Þá hófst heilsársflug til Washington í byrjun maí en flogið verður fimm sinnum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow, segir Ameríkuflugið hafa gengið afar vel hingað til enda stefni í að sætanýting verði 90 prósent í maí. Svanhvít segir farþegana skiptast milli Íslendinga og tengifarþega sem séu að ferðast á milli Norður-Ameríku og Evrópu.Óttast ekki of hraðan vöxt Wow er í sóknarhug en Skúli Mogenson, forstjóri og eigandi Wow, segir í samtali við Mbl að félagið hyggist vaxa um 50 prósent á næsta ári og fjölga starfsmönnum um 100. Þá verði starfsmenn fyrirtækisins um 350. Þá á einnig að fjölga flugvélum úr sex í níu. Svanhvít segir vöxtinn alls ekki vera of hraðan. „Þetta er bara það sem við erum búin að vera að gera síðustu árin. Við erum þriggja ára núna á sunnudaginn. Við erum með sex flugvélar núna en byrjuðum bara með tvær. Þetta hefur verið þróunin frá því við byrjuðum,“ segir hún. Svanhvít segir að Wow muni fljúga til 20 áfangastaða í sumar og þeir hafi aldrei verið fleiri. Róm, Billund og Tenerife hafi bæst við sem nýir áfangastaðir Wow á þessu ári. Þá mun flugfélagið fljúga allt árið til Dublin og Amsterdam.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira