Bandaríska leikaraparið Ben Affleck og Jennifer Garner eru að ganga í gegnum skilnað ef marka má erlenda miðla.
Eftir einn mánuð hafa þau verið gift í tíu ár en nú talið að þau nái jafnvel ekki þeim áfanga. Fram kemur í frétt á Radar Online að parið hafi verið í vandræðum í marga mánuði og megi búast við tilkynningu frá þeim á næstunni.
Þau eru bæði metin á 150 milljónir dollara eða því sem samsvarar 21 milljarði íslenskra króna.
Ben Affleck og Jennifer Garner að skilja
Stefán Árni Pálsson skrifar
