Ceviche
Einstaklega bragðmikill réttur sem tilvalið er að bera fram sem forrétt eða þá sem léttan aðalrétt. Fiskurinn eldast í límónusafanum og er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana.
1/2 kg langa
8 límónur
chili pipar, magn eftir smekk
ferskur coriander
2 rauðlaukar
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Setjið löngu í skál ásamt rauðlauknum, kóríander og chilipipar. Hellið límónusafa yfir og kryddið til með salti og pipar. Kælið í ísskáp í um það bil klukkustund, hrærið upp í blöndunni á 20 mín.fresti. Berið réttinn fram með sætum kartöflum, salati og maís.
Papa a la Huancyna
Soðnar kartöflur
Harðsoðin egg
10 chili, fræhreinsuð
3 dl fetaostur
2 hvítlauksrif
salt og pipar
¼ L rjómi
8 tekex
olía, magn eftir smekk
Aðferð:
- Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið vel saman.
- Þessa sósu er hægt að bera fram með nánast öllum mat og er hún sérstaklega góð í pastarétti.
- Hellið sósunni yfir soðnar kartöflur og berið fram með salati og harðsoðnu eggi.
½ kg franskar kartöflur, frosnar
½ kg mjúkt nautakjöt
½ kg tómatar
½ rauðlaukur
1 pakki steinselja
2 chili, skornir langsum
2 msk soja sósa
1 tsk marin hvítlaukur
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Eldið franskar kartöflur samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
- Á meðan hitið þið olíu á pönnu, skerið kjötið og kryddið til með salti og pipar. Steikið kjötið þar til það er klárt og færið það á fat.
- Steikið því næst rauðlaukinn þar til hann er mjúkur í gegn, bætið chili, tómötum, hvítlauk og steinselju út á pönnuna.
- Þegar tómatarnir eru mjúkir þá hellið þið soja sósunni yfir réttinn og bætið einnig frönsku kartöflunum út á pönnuna.
- Kryddið til með salti og pipar og berið strax fram.