Utanboxhugsun fyrir ferðamenn Stjórnarmaðurinn skrifar 27. maí 2015 07:00 Árið 2015 verður tímamótaár í Íslandssögunni. Fjöldi ferðamanna fer í fyrsta skipti yfir eina milljón. Eðlilegt er að þessum áður óþekkta heimsóknarfjölda fylgi nýjar áskoranir. Huga þarf að hvernig vernda á náttúruperlur fyrir átroðningi, rétt eins og tryggja verður að infrastrúktúr landsins beri álagið. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn nýta sér ekki innanlandsflug. Er því ekki kominn tími til að dusta rykið af kostnaðargreiningum sem gerðar voru á léttlestarkerfi frá Keflavík til Reykjavíkur? Ljóst er að forsendur eru breyttar síðan þá, ferðamannafjöldinn hefur margfaldast. Sennilega eru meiri þægindi og nýtileiki fólgin í góðum samgöngum milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar en innlandsflugvelli í miðborginni. Hvað sem líður harmakveini landsbyggðarþingmanna og annarra sem telja alla nema Reykvíkinga mega berjast fyrir hagsmunum nærumhverfisins. Þessi nýi raunveruleiki snýr ekki bara að framtíðardraumum um léttlestarkerfi, heldur nánast öllu sem tengist ferðamannaiðnaðinum. Stjórnarmaðurinn hnaut um umkvartanir formanna Neytendasamtakanna og Félags leiðsögumanna varðandi verðlag á ferðamannastöðvum. Mátti lesa milli línanna að þeir teldu aðgerða þörf ef ekki ætti illa að fara og ferðamenn hreinlega fælast frá vegna verðlags. Stjórnarmaðurinn deilir ekki þessum áhyggjum, enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur túrisma að verðlag fari hækkandi. Túristinn sjálfur verður svo að taka ákvörðun um hvort hann fellur í gildruna. Formaður félags leiðsögumanna gerði að umtalsefni verðmun á bolum merktum Bláa lóninu annars vegar, og Hellisheiðarvirkjun hins vegar. Sá fyrrnefndi kostaði tæpar fimm þúsund krónur, en sá seinni fimmtán hundruð. Ekki væri sjáanlegur gæðamunur á bolunum tveimur. Stjórnarmaðurinn er ekki sammála formanninum. Bláa lóninu hefur tekist vel til í markaðssetningu og búið til vörumerki sem þekkt er víða um heim. Þótt Hellisheiðarvirkjun sé ágæt verður seint sagt að hún teljist til vinsælli ferðamannastaða landsins. Þar liggur verðmunurinn. Stjórnarmaðurinn er hins vegar sammála undirtóninum í orðum formanns félags leiðsögumanna, þ.e.a.s. við getum ekki tekið þessum ferðamannafjölda sem sjálfsögðum hlut og verðum að vanda til verka ef íslenska ferðamannavorið á að verða að sumri. Þar bera allir ábyrgð. Kaupmenn, leiðsögumenn og aðrir, en síðast en ekki síst stjórnvöld, sem þurfa að huga að infrastrúktúr í landi sem þarf að þola áður óþekktan átroðning. Þar þarf að hugsa út fyrir boxið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
Árið 2015 verður tímamótaár í Íslandssögunni. Fjöldi ferðamanna fer í fyrsta skipti yfir eina milljón. Eðlilegt er að þessum áður óþekkta heimsóknarfjölda fylgi nýjar áskoranir. Huga þarf að hvernig vernda á náttúruperlur fyrir átroðningi, rétt eins og tryggja verður að infrastrúktúr landsins beri álagið. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn nýta sér ekki innanlandsflug. Er því ekki kominn tími til að dusta rykið af kostnaðargreiningum sem gerðar voru á léttlestarkerfi frá Keflavík til Reykjavíkur? Ljóst er að forsendur eru breyttar síðan þá, ferðamannafjöldinn hefur margfaldast. Sennilega eru meiri þægindi og nýtileiki fólgin í góðum samgöngum milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar en innlandsflugvelli í miðborginni. Hvað sem líður harmakveini landsbyggðarþingmanna og annarra sem telja alla nema Reykvíkinga mega berjast fyrir hagsmunum nærumhverfisins. Þessi nýi raunveruleiki snýr ekki bara að framtíðardraumum um léttlestarkerfi, heldur nánast öllu sem tengist ferðamannaiðnaðinum. Stjórnarmaðurinn hnaut um umkvartanir formanna Neytendasamtakanna og Félags leiðsögumanna varðandi verðlag á ferðamannastöðvum. Mátti lesa milli línanna að þeir teldu aðgerða þörf ef ekki ætti illa að fara og ferðamenn hreinlega fælast frá vegna verðlags. Stjórnarmaðurinn deilir ekki þessum áhyggjum, enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur túrisma að verðlag fari hækkandi. Túristinn sjálfur verður svo að taka ákvörðun um hvort hann fellur í gildruna. Formaður félags leiðsögumanna gerði að umtalsefni verðmun á bolum merktum Bláa lóninu annars vegar, og Hellisheiðarvirkjun hins vegar. Sá fyrrnefndi kostaði tæpar fimm þúsund krónur, en sá seinni fimmtán hundruð. Ekki væri sjáanlegur gæðamunur á bolunum tveimur. Stjórnarmaðurinn er ekki sammála formanninum. Bláa lóninu hefur tekist vel til í markaðssetningu og búið til vörumerki sem þekkt er víða um heim. Þótt Hellisheiðarvirkjun sé ágæt verður seint sagt að hún teljist til vinsælli ferðamannastaða landsins. Þar liggur verðmunurinn. Stjórnarmaðurinn er hins vegar sammála undirtóninum í orðum formanns félags leiðsögumanna, þ.e.a.s. við getum ekki tekið þessum ferðamannafjölda sem sjálfsögðum hlut og verðum að vanda til verka ef íslenska ferðamannavorið á að verða að sumri. Þar bera allir ábyrgð. Kaupmenn, leiðsögumenn og aðrir, en síðast en ekki síst stjórnvöld, sem þurfa að huga að infrastrúktúr í landi sem þarf að þola áður óþekktan átroðning. Þar þarf að hugsa út fyrir boxið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira