Lífið

Dagur stóð við stóru orðin og mætti í leðurbuxum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagur B. tekur sig vel út í leðurbuxum.
Dagur B. tekur sig vel út í leðurbuxum. vísir/pétur ólafsson/ getty
Dagur hét því á Twitter fyrr á laugardagskvöldið að ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision myndi hann mæta í vinnuna í leðurbuxum. Það fór á endanum þannig að Zelmerlöw sigraði nokkuð örugglega.

Borgarstjórinn mætti því í buxunum í vinnuna í dag og má sjá þær á meðfylgjandi mynd. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, tísti um málið í morgun og lét fylgja með mynd af Degi. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður Dags, tók myndina.

Sjá einnig: Stóra leðurbuxnamálið: Borgarstjóra standa til boða buxur sem kepptu í Eurovision

Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, bauð Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Ekki er ljóst að svo stöddu hvort þetta séu buxurnar sem Stefán bauð Degi. 

Sjá einnig: Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum

Sóley

Þetta er mjög eðlilegt. #leðurdagur

A photo posted by Pétur Ólafsson (@polafsson) on


Tengdar fréttir

Dagur í leðurbuxur sigri Svíar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.