Tónlist

Rokksveitin Mastodon mætir til Íslands

Bjarki Ármannsson skrifar
Troy Sanders, bassaleikari og einn söngvara, á tónleikahátíðinni PinkPop í fyrra.
Troy Sanders, bassaleikari og einn söngvara, á tónleikahátíðinni PinkPop í fyrra. Vísir/EPA
Bandaríska þungarokksveitin Mastodon er á leið til landsins og mun koma fram á hátíðinni Rokkjötnar í Vodafonehöllinni í september.

Mastodon er með allra stærstu nöfnunum í nútímaþungarokki og hafa plötur þeirra rokselst og verið tilnefndar til Grammy-verðlauna. Platan Leviathan, sem kom út árið 2004, er sennilega sú þekktasta en hún var valin plata ársins af öllum helstu rokktímaritum og besta þungarokksplata aldarinnar af vefsíðunni MetalSucks.

Á þeirri plötu má einmitt finna lag sem heitir Ísland, en Mastodon spilaði á skemmtistaðnum Gran Rokk hér á landi árið 2003. Forsala á Rokkjötna hefst þann 1. júní á Tix.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.